Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1945, Side 4
284
IÆSBÖK MORGUNBLAÐSINS
GULLGERÐARLIST
NÚTLMANS
Eftir Þorbjörn Sigurgeirsson
mag. science
HÖFUNDUR þessarar greinar, Þorbjörn Sigurg'eirsson magister
í eðlisfræði var meðal stúdenta þeirra, er komu frá Svíþjóð í vet-
ur, Hann stundaði nám í Höfn og lauk þar prófi. En síðan vann
hann um tíma hjá hinum stórfræga vísindamanni, Niels Bohr, uns
Bohr varð að flýja land.
Ritstj. Lesbókar bað Þorbjörn að skrifa grein um atómrann-
sóknimar, og birtist hún hjer. Þó greinin sje skrifuð með það
fyrir augum, að verða ófróðum almenningi að gagni, má vera að
mörgum finnist hún nokkuð torskilin á köflum. En við því er ekk-
ert að gera. Efnið er erfitt fyrir þá, sem hafa ekki notið góðrar
undirbúningsmenntunar í eðlisfræði.
En hjer er um svo merkilegar rannsóknir að ræða, að allir fróð-
leiksfúsir menn hljóta að hafa áhuga á að kynnast þeim.
I þessari grein er t. d. sagt frá því, hveraig hin gamla kenning
um óumbreytanleik frumefnanna er farin út um þúfur, hveraig
eitt frumefni getur breyst í annað, og um atómin, frumagnir efn-
anna og kjama þeirra, sem í eðli sínu og að gerð svipar til sólkerf-
anna. enda þótt hver ögn, með kjama sínum sje svo lítil að engin
tæki eru til þess að gera það sýnilegt mannlegu auga.
Merkilegasti þáttur rannsóknanna beinist að því, að beisla
orku atómkjamans, svo hún geti orðið hagnýt fyrir mannkynið.
Þegar það tekst, einhveratíma, sennilega ekki fyrr en í órafjar-
lægri framtíð, þá þurfa menn ekki lengur að kvíða olíu eða kola-
leysi, því þá geta menn úr einu grammi „eldsneytis' ‘ fengið álíka
orku og nú fæst úr kolatonni.
Jeg vil benda þeim lesendum á, sem vilja fá sem mestan kunn-
leik af þessum efnum af grein Þorbjöras, að lesa hana oftar en
einu sinni, fái þeir hennar ekki full not við fyrsta yfirlestur.
V. St.
Á MIÐÖLDUM var það algengt málma úr algengari málmtegundum.
að greifar og aðrir höfðingjar höfðu Þessi viðleitni átti rætur sínar að
hjá sjer svokallaða gullgerðarmenn, rekja til hinna grísku heimspekinga
en starf þeirra var 1 því fólgið, að og kenninga þeirra um höfuðskepn-
reyna að vinna gull og aðra eðla prnar fjórar; old, jörð, loft og vatn.
’YIyndin sýnir eitt af þeim risatækj-
um, sem Ameríkanar nota til atóm-
sprenginga. Þetta er háspennutæki,
sem getur gefið 4 miljón volta
spennu.
Bamkvæmt kenningum þessum hafði
hver höfuðskepna ákveðna eigin-
leika, en með því að taka einn eig-
inleikan burt og setja annan í stað-
inn mátti breyta einni höfuðskepn-
unni í aðra. Vatnið breyttist t. d.
í loft ef það var hitað upp.
Nú hugsuðu menn sem svo, að
vir því að höfuðskepnurnar geta
breytzt ein í aðra, }>á hlýtur þetta
einnig að vera tilfellið með hvaða
pfni i sem, er. Það virtist þá heldur
eugin firra að takast mætti að
breyt;} algengum, ódýrum málmum
í s.jaldgæfar og dýrmætar málmteg-
undir.
Höfðingjarnir vonuðu að gull-
gerðarmenn þeirra gæfu þeim ótæm
andi gullnámu og ]>ar með auð og
völd eftir óskuip. En draumur þeirra
rættist ekki, og þeir fengu aldrei
greiddan þann kostmið, sem þeir
höfðu af gullgerðarmönnum sínum.
Þó hefir starf þessara manna haft
ómetanlegt gildi, ekki fyrir hús-
bændur þeirra, sem gerðu þeim
mögulegt að fást við rannsóknir
sínar, heldur fyrir seinni kynslóðir,
því að þeir lögðu grundvöllinn að