Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1945, Qupperneq 8
288
LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN9
Brautir helíumagTia frá radíurn
hrigöi og við þekkjuin frá hinum
radióaktífu efnum, sem finnast í
náttúrunni, en með því að nota
neutrónur, má gera næstum því
hvaða efni sein er radíóaktíft.
Næsta _spor var að gera sig alveg,
óháðan liinum radíóaktífu efnum,
sem íundust í náttúrunni, með því
að fá fram á annan hátt'agnir, sem
væru nógu hraðskreiðar til að kom-
ast inní kjarnann. Ilelíum-agnir
fást með því að taka elektrónurnar
frá helíumatóminu, og senda síðan
kjarnann inn í raf-svið. Þar verkar
kraftur á hieðslu kjarnans og gefur
honurn vissan hraða, allt eftir styrk
leika sviðsins. Erviðleikinn liggur
í að) fá fram nægilega háa spennu,
því að til þess að gefa helíunikjörn-
unum eins mikinn hraða og þeir
hafa i hinum radíóaktífu efnum,
þá nægir ekki niinna en nokkur
miljón volt. Þetta hefir þó tckist,
og myndin hjer að framan sýnir
tæki, sem getur framleitt xipp undir
4 milj. volt. Hún gefur einnig hug-
mynd um, hvílík risa-tæki notuð
eru1 til að ná tökum á minstu ögn-
um efnisins. Raímagninu er spraut-
að á leðurreim, sem flytur það upp
í hola málmkúlu, en á yfirborði
hennar safnast það fyrirí þangað-
til spennan er orðin svo há, að það
tekur að streyma út í loftið. Helí-
umkjarnarnir eru sendir frá kúl-
unni niður lofttóma pípu, þar sem
þeir herða á sjer eftir því sem neð-
ar dregur. Við neðri enda .pípunnar
er efni það sett, sem þeir eiga að
verka á, en þar er hraði þeirra síst
minni en á helíum-ögnum þeim, cr
stafa frá r§díum.
Nú er ekkert því til fyrirstöðu,
að nota megi aðra ljetta kjarna en
'jelíumkjarnann, til árása á aðra
atómkjarna. Sjerlega vel fallinn tli
Jæssa starfa hefur revnst hinn þungi
vetniskjarni, sem auk prótónu einn-
ig inniheldur eina neutrónu. í venju
legu vatni eru lang-flestir vetnis-
kjarnarnir aðeins ein prótóna, en þó
er þar svolítið af þungu vetni sem,
er helmingi þyngra en venjulegt
vetni, en hefur sÖmu efnafræði-
legu eiginleika. Þetta þunga vetni
má nú skilja frá og fá fram vetni,
sem aðeins inniheldur þunga kjarna.
Notkun radíóaktífra efna.
Með hjálp þessarajkjarna má búa
til radíóaktíf efni, sem að styrk-
leika eru sambæi'ileg við radíóaktíf
efni, sem unnin eru úr jörðinni.
Það er því ekkert til fyrirstöðu, að
þessi nýju efni geti komið í stað
hinna görnlu, t. d. við lækningar.
Eins og kunnugt er,(eru ýmsir sjúk
dómar læknaðir með geislum frá
radíum. Notkun tilbúinna radíó-
aktífra efna, í sama, tilgangi. er enn
á tilraunastígi, cú gefur von um
góðan árangur. Crvalið er h.jer
miklu meira en áður þekkt-
ist, og sjerstaklega hefir það mikið
að segja, að hægt er að búa tiL radíó
aktífa kjarna tilheyrandi næstum
því hvaða efni sem er. Þessi efni
gera það einnyí mjög þægilegt að
fylgjast með flutningi ýmissa efna
í líkamanum. Til þess að sjá hvað_
verður af þeim fosfór, sem líkam-
inn íær. með fæðunni, þarf t. d.
ekki annað en að blanda svolitlu
af radíóaktífum fosfór í matinn, og
mæla svo hve fljóttj og hve mikið
hinir •mismunaudi líkamshlutar
verða radíóaktífir. Þessar rannsókn
ir hafa leitt í Ijós, að et'nin endur-
nýjast stöðugt í öllum hlutum lík-
amans, svo að í fullorðnum manni
er varla "nokkuð eft.ir af því cfni,
sem fannst í barnslíkamanum.
Það .má þó seg.ja að þetta sje lít-
ill árangur af jafn miklu starfi og
unnið hefir verið við rannsóknir
á atómkjörnunum, og hætt er við,
að hjer s.je svipað ástatt og mcð
gullgerðarlist miðaldanna, að á-
vextirnir |iroskist seint og verði
ekkj hirtir fyrr en cftir langan tíma.
Markmiðið er nú ekki lengur að
vinna gull, úr öðrum efnum. Þetta
hcfur; nú þegar tekist, þó í smáum
stíl sje. Það má t. d. gera, gull úr
kvikasilfri. Nú er takmarkið að ná
tökurn á kröftum þeim, sem ríkja í
atómkjamanum og nota þá í þjón-
ustu sína Ef takast mætti' að beisla
orku;atómkjarnans, væri það miklu