Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1945, Side 14
LESBÚK MORGUNBLAÐtílNS
[ £94
Bjamason frá tikarðsdal átti það.
Þarna þekkti jeg mig fyrst eftir að
jeg fór jd’ir skarðið, áðnr hai'ði jeg
ekki vitað neitt glögglega hvað jeg
fór. Jeg var að hugsa um að fara
inn og hvíla mig, en jeg liætti við
\ það, bæði af því, að jeg óttaðist um
að mjer rnyndi kólna um of þar sem
jeg var svo illa til reika, blautur og
freðinn föt niín og jeg dálítið kal-
inn á höndum og á fæti; jeg hjelt að
jeg muncli sofna, og e. t. v. ekki
vakna framar. Og svo var hitt cigi
síður, að jeg vildi sem fyrst og
mögulegt væri koma boðum í bæinn,
um lát Einars, svo hægt væri að
gera ráðstafanir til þess að sækja
lík hans strax. En hversu feginn
jeg var, að vita að jeg var nú kom-
inn í námd við mannabyggð, það
get jeg varla útmálað.
Nú var að byrja að birta af degi.
Príðinni var nú að ljetta en frostið
að aukast. Jeg afrjeð að reyna að
brjótast síðasta söplinn hcim að
Steinaflötum, því farið var nú að
styttast þangað. Þetta ’tókst þótt
þarðsótt væri fyrir mig og komst
Jeg þangað heim kl. 81/2 um morg-
íininn. Var þá fólkið þar komið
á fætur. Var mjer tekið þar eins jeg
væri úr helju heimtur og hjúkrað
með hinni.mestu nákvæmni og alúð.
Þar fjekk jeg og samstundis mann,
til að fara niður í bæifln, til að ,láta
’Alfons Jónsson lögfræðing vita um
slysið, því Einar heitinn hafði verið
að vinna fyrir hann innfrá.
, Jeg var strax látinn hátta oían í
rúm á Steinaflötum og hrestist jeg
furðu íljótt. Eins og jeg gat uin
fyrr, var jeg dálítið kalinn á fingr-
jnrn og tám á öðrumjfæti. Kalið var
þýtt með varúð, og fjekk jeg engan
yaranlegan baga af þvi.
Kristján Möller lögregluþjónn,
kem síðar um daginn fram að
Stcinaflötum og tókaf mjer skýrslu
nm slysið. Seinnipart dagsins var
jeg orðiun svo hress, að jeg gat
j, gengxð studdur niður í bæinn og
heim til mín. Jeg var að vísu tals-
vert eftir mig nokkra næstu daga,
en^jeg varð furðu fljótt jafngóður.
Ljósið eða stjarnan, sem jeg sá,
hefir ef til vill verið draumsýn, en
hvað sem unx það má lialda, þá er
það staðreynd, að sýn þessi veitti'
mjer styrk, og jeg er ekki í vafa um
það, að sýn þessari og þeim styrk
sem mjer fannst hún veita mjer, á
jeg það fyi’st og fremst að þakka,
að jeg komst liíandi til bæja. —
Jeg skal geta þess, að jeg var ald-
rei hið minsta óttasleginn eða hrædd
ur þessa löngu nótt, — þá lengstu
held jeg, sem jeg hefi lifað, ■— og
aldrei fannst rnjer að jeg vera neitt
uggandi um það, að mjer ekki auðn
aðist að komast lifandi til bæja.
En nóttin var löng, — óendanlega
löng.
★ ',r ^
FRÁSÖGN þessi cr skráð eftir
Guðlaugi Bergssyni sjálfum 15.
jan. 1942. Hann á nú heima í Dal-
vík, og er enn hress og að kalla má
ósljóvgaður andlcga; kvikur á fæti
og ljettur í spori, sem væri hann
fertugur. Sjón og heyrn er að vísu
dálítið farin að láta á sjá, en þó
vonum minna. — Gixðlaugur missti
foður sinn ungur og ólst upp með
móður sinni, fyrst í Sljettuhlíð og
síðar í Svarfaðardal og þar giftist
hann, og bjó þar um allmörg ár,
en fluttist svo þaðan til Sljettuhlíð-
ar, og bjó þar á ýmsum jörðum
(Keldum, Skálaá, Ystahóli, Mýr-
um) og eftir að hann hætti búskap,
íluttist hann til Siglufjarðar og
dvaldist þar til vorsins 1941. Guð-
laugur er gagnvandaður rnaður,
greindur vel og vinsæll af öllum,
sem þekkja hann.
Búðarmaðurinn: — Þetta er al-
)veg fyrirtaks rottueitur, frú. Þjer
skulið bara srnakka á því.
Englaborgin
Framh. af bls. 291.
hitta þetta fólk, sem dvelur svo
fjarri ættlandi sínu.
Næsti dagur er gamlársdagur.
Þann dag og nýársdag á jcg að
dvelja á heimili Lake-hjónanna við
ströndina.
Um kvöldið sofna jeg við sírenu-
væl. Jeg heyri það í gcgn um svefn
inn öðru hvoru alla nóttina. Og
svona var það á hverri nóttu, að
því er manni fannst, með stundar
fjórðungs millibili.
Umferðin, í Los Angeles og ná-
grenni er tröllaukin.
Strætin eru breið en bifreiðarnar
brima í margsettum röðum hver
fram úr annari á fleygiferð bæði
til hægri og vinstri. Iljer munar oft
mjóu.
Hjer á,sá sökina — cf slys verður
— sem ekki heldur beinni línu. Og
hjer er þetta hægt því að hvcrgi
sjest hola í götu. Los Angeles er að
flatarmáli stærsta borg heimsins.
Tíminn er þotinn xit í veður og vind
fyrir gangandi mann. En jafnvcl í
bifreið verður að hafa liraðann á.
Á kvöldin kvikna raðir af blá-
grænum eða gulum Ijósum — eins
,og skrautlýsing meðfram eggsljett-
um vegunum — og sýna hvort aka
má áfram eða ei.
Slík lýsing, eða Ijósker á götu-
Ihorn, þarf að koma við helstu urn-
fei’ðaæðar Reykjavíkurborgar.
Þegar jcg dreg upp gluggatjald-
jð næsta morgun, er sterkju sólskin.
Hlýr andvarinn berst í bylgjum
inn um galopinn gluggann og fugl-
arnir syngja hver í kapp við annan.
En það er líka gamlársdagur!
4 4 4
— Einu sinni vai'stu svo ástfang-
inn af mjer, að þú sagðist gcta
borðað mig.
— Já, og jeg var sá bölvaður
bjálfi að gera það ekki.