Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 2
190 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS eru listaverk. Þessi sannindi virð- ast ætla að fara að gerast nokkuð augljós í sögunni um silfursalann og Fossvallabóndann. Sagan er orðin listaverk, þar sem dómur- inn gengur á Fossvallabóndann, en silfursalinn er orðinn píslarvottur örlaganna í almenningsálitinu. Það er þessvegna ekki úr vegi, að taka þessa sögu til athugunar, og gera við hana þær athugasemdir, sem við verður kopið. Og þar sem hvorttveggja er til, að munnmæla- sagan um silfursalann þarf mikilla athugana við hvað stunda og stað- fræði snertir, og góð rök liggja fyrir því, að beinafundurinn við Jökulsána eigi ekkert skylt við hann, þá er best að gera þær at- hugasemdir strax. Hinsvegar er það og verður jafn óupplýst mál, hvað orðið hafi að silfursalanum og jafn ómögulegt að hreinsa Foss- vallabóndann af orðróminum sem nú er kominn á um viðskifti þeirra silfursalans. JEG vil þó taka fram, að mjer finst rjettara, að færa alt til betra vegar fyrir Fossvallabóndann, hafa það sem betra er, meðan hið verra kemur ekki í ljós, því að það ætti að þurfa mikið til að dæma dáinn mann, sem virðist hafa lifað lífi sínu eigi lakar en gerist og gengur, og haft fullar og enda góðar virð- ingar af sinni samtíð. Þessi Foss- vallabóndi, sem hjer um ræðir, hjet Benjamín Pjetursson, og var einn af hinum svokölluðu eldri Hákon- arstaðabræðrum. En Hákonastaða- bræður, bæði ejdri og yngri,- voru viðurkendir harðleiks- drengskap ar- og dugnaðarmenn. Voru for eldrar Benjamíns Pjetur Pjeturss. bóndi á Fossi í Vopnafirði og síðar á Hákonarstöðum á Jökuldal, og Hallfríðar dóttur Galdra Eggerts Einarssonar Pggertssonar prests á Svalbarði í Þistilfirði. Bræður Benjamíns voru m. a. Pjetur Jökull á Hákonarstöðum faðir hinna yngri Hákonarstaðar- bræðra, sá er leitaði Vatnajökuls- vegar 1834, og tók nafn sitt af þeirri ferð; varaþingm. Norðmýlinga um skeið, d. 1853. Jónatan hinn eldri á Eiðum, sem fór til Ameríku, Hall grímur í Fremraseli í Tungu, orð- lagður dugnaðarmaður og Þorgrím ur á Hámundarstöðum í Vopna- firði, er merkt fólk er frá komið þar um slóðir. Ein föðursystir hans var m. a. Þorbjörg, langamma Jóns Ólafssonar ritstjóra. Er þetta alt þjóðkunnugt höfð- ings- og myndarfólk. Á Fossvöllum höfðu búið lengi fyrir og eftir aldamótin 1800, ágæt- is hjón, Rustikus Björnsson og Guð rún Jónsdóttir, hannyrðakona mik- il og má lesa um hana í Hlín í sam- bandi við krossvefnaðinn. Margt barna áttu þau, og margt fólk er af þeim komið. Jón sonur þeirra hinn eldri gerðist þar bóndi um 1810 til 1812. Kona hans var Björg dóttir Halldórs bónda á Arnarvatni við Mývatn og seinna á Hvanná og Fossvöllum, Jónssonar fræReykja- hlíð Einarssonar, er Reykjahlíðar- ætt hin eldri er frá komin. 1821 eða ’22 deyr Jón, en ekkjan fær til for- ráða Benjamín Pjetursson frá Há- konarstöðum. Giftast þau litlu síð- ar og 1823 er Benjamín þingvottur á Fossvalla- eða Trjebrúarþingi hjá Páli Melsteð síðar amtmanni, og það er hann ætíð síðan meðan Páll helt Norður-Múlasýslu eða til 1835 og eftir að hinn danski sýslumaður, Valsöe, tók við, er Benjamín enn þingvottur, og 20. sept. 1838 Setur Valsöe rjett við Trjebrúna til að yfirlíta eða skoða aðgjörð sem fram hafði farið á brúnni og er Benjamín skoðunarmaður ásamt Torfa Jónssyni, er var giftur Guð- rúnu stjúpdóttur hans. Þau hjón Jón og Björg áttu nokkur böm er hann fell frá; og#í manntali 1835 eru 3 þeirra á Fossvöllum, Guðrún 24 ára, öuðný 23 og Rustikus 15 ára. Auk þess dvaldi með Benja- mín tengdamóðir hans Guðrún Þorsteinsdóttir frá Hófstöðum við Mývatn. Það hefir jafnan verið talin art- arsemi og mannnkostir að taka að sjer munaðarleysingja, og lýsir þetta Benjamín ekkert illa. Þau hjón Benjamín og Björg eignuðust 1 dreng, Pjetur 1824. Bjó hann í Sleðbrjótsseli í Jökulsárhlíð. Kona hans var Guðrún Sigfúsdóttir prests í Hofteigi Finnssonar. Benjamín dó árið 1841 aðeins 45 ára gamall. Þá var Björg hans 53 ára að aldri. Bjó hún enn um stund á Fossvöllum, en bregður búi þar 1846. ■ BeinaMurinn ÞAÐ var eins og upplýst hefir verið, vegagerðarmenn sem fundu þau, er verið var að ljúka við að gera hinn svokallaða Hróarstungu veg milli Lagarfljótsbrúar og Jök- ulsáxbrúar, og hafði sú vegagerð staðið yfir um 20 ára tíma, en er þó aðeins 25 km. löng. Jón ísleifs- son var verkstjóri. Hinn sama dag er beinin fundust og aðeins stuttri stund síðar, bar mig þarna að á ferðalagi. Dóttursonur Jóns ísleifs- sonar,. 12 ára drengur, Jón Þórðar- son að nafni, nú bílstjóri hjer í Reykjavík, sýndi mjer fundinn. Verksummerki voru þau, að stór steinn hafði klofnað í tvent, en þáð virðist lögmál náttúrunnar- ríki að slíkir klofningar færast æ- tíð í sundur og var þar komin all- víð glufa, á að giska 14—18 þuml. breið á milli steinanna. Þarna lágu beinin í hrúga í glufunni en þó höfuðið efst. Síðan var raðað hell- um yfir glufuna milli klofning- anna og svo þakið með torfi, hnaus eða snyddu yfir hellurnar. Voru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.