Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 10
198 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Cju&rún JJánóclóttir jjrá Jreótóla híui, VORDAGUR HJÓLIÐ rennur áfram eftir veg- inum. Blærinn andar um vanga hennar í senn svalur og- hlýr; vor- blær eftir óralangan vetur. Hún hjólar áfram og áfram. Að baki henni liggur borgin. Híbýli heillar miljónar; iúandi mauraþúfa í ann- ríki. Allir eiga annríkt. I vetur gengu menn til vinnu sinnar og bitu á jaxlinn til þess að æðrast ekki í ógnunum. Nú hafa menn brotið af sjer fjötrana og tilfinn- ingar þeirra eru eins og brim við kletta. Hún ein vill ekki hugsa, ekki finna til. Þessvegna lagði hún af stað í morgun eitthvað út í busk ann, án markmiðs. En hugsanirnar eru þrálátar. Þær elta hana eftir sljettum þjóðvegin- um og fara jafnvel hraðar en hún. Það er eins og hún geti ekki losn- að við borgina, sem hún yfirgaf. Eins og hún sje ennþá fjötruð inn- an múra hennar. Hún hjólar eftir þjóðvegi með einstaka pílvjði eða reynitrje við skurðbakkana og vor- golan leikur um hana, en í vitund hennar rísa dimm hús í nætur- myrkrinu beggja vegna við auða götu og hún heyrir glamur í járn- uðum stígvjelum vopnaðra manna. Einhverstaðar grillir ef til vill í ljósskímu frá götujósi huldu svartri skýlu, eða rifa sjest á gluggatjaldi í einhverju húsinu og sá sem þar býr, má eiga von á saktum eða fangelsi. Ef til vill mætir hún ein- hverjum, sem líka er að koma heim frá vinnu sinni og fer sjer hægt í myrkrinu; þreifar fjrrir sjer svo hann falli ekki á gatnamótum. Og í næturkyrðinni kveður við dimmt skrugguhljóð.. Það er verið að sprengja einhvernstaðar. Ef til vill heyrist líka skot. En enginn veit hver er að skjóta, svo það er best að hraða sjer heim, annars getur svo farið, að- skotið hitti sjálfan mann. En það er einmitt þetta, sem hún ætlar að gleyma. Skógurinn er orð inn laufgaður og anemónurnar breiða úr sjer á milli trjástofnanna. Sundin eru blá og gullin þegar sól- in sest og það skrjáfar í liminu þegar golan þýtur. Úti á ökrunum er vetrarrúgurinn óðum að hækka og mágarnir flögra yfir plógfarinu glaðir og hlakkandi. Lítil börn með rjóðar kinnar leika sjer fyrir utan bændabýlin og baka kökur úr leðju eins og' börnin gerðu endur fyrir löngu þegar enginn óttaðist stríð nje hættur. Og hún spyrnir í svo vöðvarnir hnyklast og kjóllinn hennar blaktir í golunni. Einu sinni var sumar. Einu sinni skein júlímáninn yfir bylgjandi ak- ur svo öldurnar risu og hnigu eins og á hafi. Og laufið hvískraði ótal leyndarmál að jörðinni. Það ilm- að af nýslegnu heyi á skurðbakk- anum og einhverstaðar heyrðist kvak í froski í polli þar í grendinni. Þá lá hún við hlið hans og talaði um ókunn lönd o g ljet sig dreyma. Hjelt í hönd hans og hvíslaði eins og laufið. Síðan eru liðin fimm ár. Þá var hún ung og gat brosað við framtíðinni. Nú er orðið erfitt að brosa og árin, sem liðu, virðast hafa verið heil öld. Aldrei framar mun hún láta sig dreyma, því drgumarn ir eru dánir fyrir löngu síðan. — Einu sinni fannst henni þeir hafa dáið alt í einu un> leið og augu hans lokuðust og moldin hrundi yfir andlit hans og huldi þau og varir hans, sem nefndu nafn henn- ar þýðara öllum vörum á jörðunni. En það er ekki rjett. Draumarnir dóu smátt og smátt. Hvert kertaljós ið eftir annað blakti á skari og dó eins og þegar liðið er á jólanóttina og alla er farið að syfja. Þegar hann var eltur hús úr húsi. Þegar hann varð að flýja eins og ofsótt dýr. Þegar hann var tekinn höndum. Þegar mánuður eftir mánuð leið og hún sat ein og beið og vonaði þrátt fyrir vonleysið, því einhvemtíma hlaut þó að koma friður-. Nú er kominn friður. Nú eru aðr- ir eltir og dregnir eins og rottur úr holum sínum. Nú æpa aðrar raddir á dauða og dóm. Aðrar hend ur rjetta mótstöðumönnum sínum löðrunga — aðrir sitja titrandi í fangelsum og hlusta á fótatak varð mannanna langar nætur. Hún hjelt einu sinni að hún myndi verða glöð þegar friðurinn kæmi. Hvers vegna þorir hún þá ekki að njóta þessa friðar úr þvi að hann er kominn og gleðjast með hinum glöðtt? Hún lokar augunum og hjólar út í þláinn. í huga sjer sjer hún andlit og hendur, sem löngu eru hulin mold. Hvernig á hún að geta gleymt þessu andliti og þessum höndum? Þessum bláu augum, þess um karlmannlega svip, þessum höndum sem hjeldu örlögum henn- ar í greipum sjer. Hún sjer augun fölna og bresta ennþá einu sinni eins og þúsund sinnum áður á dimm um vökunóttum. Heyrir málróm- inn ennþá nefna nafn hennar eins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.