Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 3
 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 191 beinin því í einskonar grafhýsi. Eigi mun glufan hafa verið öllu meira en 1 meter á dýpt. Það sem vakti athygli mína fyrst og fremst, var hvað haganlega og fallega var um allt búið og hversu einstakur hann var þessi legstað- ur,> sem hver höfðingi í þessum heimi hefði mátt vera fullsæmdur af. Það var eins og St. G. segir: „Eins og lægju þar lífsmörk í spori hins liðna og steingleymda manns“. Vegagerðarmennirnir höfðu stung ið tsrfþakið ofanaf hellunum því þarna er grýtt jörð og erfitt að afla efnis í veginn. Þá kom þessi um- búnaður í ljós. Hellurnar voru valdar af sem jafnastri þykkt, og raðað með hagleik, til hlífðar fyrir bein hins framliðna manns og mun óhætt að segja, að að þeim hafi ekki komið deigur dropi síðan er þau hlutu þennan umbúnað. Mjer fannst það hafa verið órofatryggð- in og harmurinn hár, sem síðast höfðu gengið frá þessu leiði. Hellu hafði verið lyft til hálfs ofan af grafhýsinu og seildist jeg til höf- uðkúpunnar og fylgdu henni ekki kjálkarnir. Ósködduð, hvít og skin in með afarsterklegum tönnum og öllum heilum. Bein öll hvít og skin- og ekkert eyvi fata. Kom og ekk- ert í ljós í gröfinni er benti til fata, hnappa eða þessháttar, sem ætíð fylgir fötum. Hvaða gáta lá nú þarna fyrir? Jeg hafði á þessum árum safn- að því helsta, sem vitað varð um brúarbyggingu á Jökulsá, og mjer datt fyrst í hug að ef til vill hefði útlendur brúarsmiður dáið meðan á brúarsmíði stóð, og fjelagar hans lagt hann þarna. Jeg þekki þjóð- sögur um það að útlendir duggar- ar þ. e. útlendir fiskimcnnn á skút- um, hefðu jarðað dána fjelaga sína á annnesjum Austurlands og þá gengið þannig frá, að gröfin var bæði legstaður og líkkista 1 senn, og sannarlega fór það saman þarna. Fyrstu brúna á Jökulsá gáfu Hansa kaupmenn, að því er Jón Thorkelín segir í íslandslýsingu sinni, sem prentuð var í Khöfn 1744. Hana hafa þá sjálfsagt útlendir brúar- smiðir sett upp. En við nánari at- hugun komst jeg að þeirri niður- stöðu, að svo mundi eigi vera. — Hefði verið gengið frá líki þarna, hlaut lega beinanna að vera með alt öðrum hætti en liggja í hrúgu í miðju grafhýsinu. En þá var til önnur skýring sennileg og aðgengi leg. Þarna hafði frá upphafi brúa á Jökulsá verið háð þing, svokall- að Trjebrúar- og Brúarþing sam svarandi manntalsþingum sýslu- manna nú, þó með valdi dómkvaðn- ings, dómsúrskurða og fullnægj- ingar dómum. Elsti dómur sem þekkist frá Trjebrúarþingi er frá 1624, Helmingsdómur útnefndur af sjera Styrbirni Jónssyni í Hofteigi og Árna Magnússyni sýslumanni á Eiðum. Á hverjum þingstað var aftökustaður sakamanna. Gálgaás- inn á Egilsst^ðaþingi, og þar lágu bein „Valtýs á grænni treyju“, alla nítjándu öldina og fram á okkar daga. Þjófaklettarnir á Ásbrands- þingi, en þetta voru næstu þingstað ir við Trjebrúarþing, að sunnan og norðan. Klettabelti liggur þarna fyrir ofan rjett hjá og næst beint uppaf þar sem beinin lágu. Þar mundi gálgatrjeð hafa staðið fram af, borið grjót á endann uppi. — Þetta var aðferðin í gamla daga meðan íslendingar höfðu Stóra- dóm fyrir Stjórnarskrá. Þetta virt- ist auðlesin saga. Hjer hafði saka- maður verið tekinn af lífi, lík hans síðan legið uns beinin voru orðin hvít og skinin, og var þetta venja Þá tekur sig einhver til, ættingi eða vinur, og gengur frá beinunum með áður sögðum hætti. Þarna gat líka sakamaður hafa orðið úti, en lík þeirra manna voru ekki kirkjugræf, og gat það legið lengi áður en það hlaut þennan umbúnað. Það virðist auðsætt að eigi hefir gjörlegt verið að gjörast mannsbani á þessum stað örstutt frá alfaraleið, og gjöra slík vegs- ummerki, taka upp grjót og stinga hnausa, og um hávetur er slíkt úti- lokað. Þess má líka geta, að brúin, sem bygð var á Jökulsá 1819, var ofar á ánni að því er gamlir menn hafa sagt mjer, en sú sem bygð var 1883 og stóð á samá stað og nýja brúin frá 1931. Hlaut þá umferðin frá# brúnni að beinast bæði upp og nið- ur með ánni, því klettabelti er beint á móti og þá hafa leiðir upp með ánni legið fast fram hjá þessum stað. Að öllu þessu áthuguðu eru ná- lega engar líkhr til þess að þarna hafi verið gengið frá líki, sem þurfti að leyna, og engar líkur til þess að þessi bein sjeu silfur- salans, þrátt fyrir vottorð Guðmund ar landlæknis um aldur þeirra, og þá vissu að þarna hafi enginn mað ur verið tekinn af lífi eftir alda- mót 1800. - *mm Þegar tekið er tillit til umbún- aðar beinanna, geta þau verið meira en 100 árum eldri, og eftir að jeg hefi skoðað bein í Háskólanum í Rvík, nú nýlega, sannfærðist jeg enn betur um það, að þau eru mikið eldri en frá 1830, og má segja það um leið, að beinin bera merki, sem trauðlega verður skýrt út frá öðru en því, að þau hafi legið í sólskini. Það er örugt mál að beinin eru af gömlum manni. Jeg vil í þessu sambandi geta þess, að bein hafa fundist með lík- um umbúnaði á öðrum þingstöð- um, t. d. Norðtungu í Þverárhlíð. Þar var þingstaður lengi og heita þar skamt frá Þjófaklettar. — Þar fundust bein fyrir nokkrum árum, sem hafa sömu sögu að segja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.