Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 12
200 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS -OKUNN LÖND - XIX Erfiður dagur FLÓN er sá maður, sem ætlar að ferðast sjer til skemtunar suður Andesfjöll. Fyrsta daginn kann hann að hafa ánægju af erfiðleik- unum, en það fer fljótt af, því að tilbreytingalausara og gleðisnauð- ara ferðalag er ekki til. Að vísu er altaf gaman að því, sem maður hefir ekki reynt áður, alveg sjer- stök ánægja fylgir því að sigfast á erfiðleikum, að brjótast áfram af eigin ramleik yfir fjöll og firn- indi, þar sem engir mannavegir eru.JEn þessi ánægja hverfur fljótt, og þegar maður verður að berjast við sömu þrautirnar dag eftir dag, þá finnur maður að þetta er að eyða tíma og kröftum til einkis, og verður dauðleiður á öllu saman. Snemma morguns lagði jeg upp í fjöll, sem urðu æ brattari og að lokum kom jeg að gljúfri, sem var hrikalegra en mig hafði nokkru sinni dreymt um. Hinum megin við það gnæfði þorp á háum fjallstindi, svo hátt uppi, að þótt jeg stæði hátt, þá var eins og það væri af öðrum hedmi, hangandi þarna svo að segja í lausu lofti. Sem betur fór átti jeg víst ekkert erindi þangað, því að gatan lá niður með gljúfr- inu, niður í djúpan dal. Jeg var einmitt að hrósa happi út af því, að þurfa ekki að klifrast upp í þetta þorp, er jeg mætti ríðandi manni og hann kollvarpaði öllum vonum mínum, því að hann sagði mjer að þetta væri Pallasca, þorpið þar sem jeg átti að gista um nóttina. Mjer fell allur ketill í eld og lengi var jeg að jafna mig áður en jeg fór að paufast niður í dalinn. Jeg gætti þess vel að líta aldrei til þorpsins, forðaðist það eins og dauðadæmdur maður forðast að líta á höggstokkinn. Jeg var enn hátt uppi í fjalli og regindjúpur dalurinn langt fyrir neðan mig, er jeg mætti fyrsta útlenda ferðalang inum, sem jeg hafði sjeð í Suður- Ameríku. Þetta var Austurríkis- maður, um fimtugt, og hann var svo ræfilslegur, að það var engu líkara en að hann væri nýstiginn upp úr gröf sinni. „Gehen Sie nicht weiter — farið þjer ekki lengra“, mælti hann veiklulega. „Hjer fyrir sunnan eru allir að deyja úr blóðkreppusótt. Snúið við með mjer til almenni- legra mannabúst^ða". Veikindi hans voru komin á það stig, þegar sjúklingur heldur alla aðra veika, og reynir að flýja þá hættu, sem hann ber í sjálfum sjer. Auðvitað gat jeg ekki snúið aftur, því að árum saman hafði jeg geng ið með þann ásetning að fara þessa leið, hvað sem það kostaði. Við spjölluðum dálítið saman og gáf- um hvor öðrum leiðbeiningar, og svo skildum við. Þegar jeg var kominn niður í dalinn hitti jeg gamla Indíánakerl ingu og gat nuddað henni til þess að sjóða handa mjer grasate. Hún Ijet út í það grein af „ajenjo“ (ormviði) og sagði að það væri óbrigðult ráð til að lækna mig. Erfitt hafði verið að komast nið- ur fjallið, en hvað var það á móti því að klifrast upp að Pallasca. Jeg hygg að jeg hafi-aldrei komist í þyngri þraut, og vona að jeg eigi það ekki eftir. Það var hellirigning og bagginn hafði mjer aldrei fund- ist jafn þungur. Til þess að gera ilt verra sögðu Indíánarnir mjer, að jeg væri svona lasburða af því að drekka vatn úr öllum lækjum, sem urðu á vegi mínum; þeir sögðu, að það væri ekki að eins óholt að drekka kalt vatn, heldur væri alt vatn hjer uppi í fjöll- unum mengað af einhverjum eitr- uðum efnum úr jörðunni. Löngu seinna komst jeg að því, að þetta var vitleysa. En jeg var trúgjarn og kærði mig ekki um að spilla heils- unni fyrir handvömm. Jeg fleygði því dós, sem jeg háfði altaf drukk- ið úr og strengdi þess heit að drekka aldrei framar „hrátt“ vatn. En þetta reyndi mjög á viljaþrek mitt, og óbærilegar kvalir tók jeg altaf út eftir það, þegar jeg neyddi sjálfan mig til að ganga fram hjá rennandi vatni án þess að svala hinum drepandi þorsta. Og svo bættist það við, að hjer var enga aðra svölun að fá, hvorki tilbúna drykki eða ávexti. Myrkur var komið er jeg drógst með veikum burðum inn í Pallas- ca. Þar var alt dimt og hljótt, nema hvað kirkjan var uppljómuð. Á einhverjum stað í útjaðri þorpsins sá jeg þó ljósglætu og þar reynd- ist vera búð og jeg sá flöskur þar. Þorstinn var nú orðinn svo óbæri- legur, að jeg varð að fá eitthvað við honum, þótt það væri ban- vænt. — Jeg hef enskt viský, sagði kaup maðurinn, romm frá Jamaica, ab- sint frá Frakklandi..... — Hafið þjer ekki einhvei'n ó- áfengan drykk? — O. sussu jú! Hjer er vín og bjór frá Lima....... «Þerir í Suður-Ameríku kalla ekk ert áfengi, nema það sje yfir 40%. Lögin telja vín og bjór ekki meðal

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.