Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 6
194 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Og svo kemur ekki svo vitað sje, nje finnist, eitt einasta brjef frá sýslumanninum í Kjósarsýslu til sýslumannsins í Norður-Múla- sýslu, til þess að spyrjast fyrir um marminn, sem hverfur með stóra fjármuni, sem líklega aðrir áttu. Og erfingjar gulleigna manns- ins láta sig þetta heldur engu skifta. Engin skýrsla er tekin um ferðalagið, ekki einu sinni af manninum, sem fylgdi honum síð- asta spölinn í þessu lífi, að því er ætla má. Engin skýrsla gefin um hvað hann hafði meðferðis, það hlaut þó sá að vita, sem fól honum þessa gripi til sölu. Af þessu virðist mega álykta, að maður þessi hafi bara verið skransali, selt gyltar brjóstnálar og tannbaks hringa og annað ódýrt og ómerkilegt skran til þess að græða á því í viðskiftum við auð- trúa menn. Og að svo mæltu má víst láta hann ganga úr sögunni til geymslu í ævintýrum íslend- inga og á hann það sannarlega skil ið eftir að hafa verið hátíðleg persóna í útvarpinu okkar, eftir meira en 100 ár frá aldurstilla. Urðarbúmn Og svo að síðustu nokkur orð um Urðarbúann. í Vallaannál, sem sjera Eyjólfur Jónsson á Völlum reit, segir frá því, að á Alþingi 1714 hafi verið dæmdur frá lífi, Þórður Andrjes- son, er orðið hafði manni að bana, Gísla Einarssyni, með hnífsstungu og hafi þetta borið til 1712 á Aust- Fitjaannáll Odds Eiríkssonar, sem Þorlákur Markússon reit, segir frá þessu sama, en heldur að þetta hafi Þórður gert óviljandi. Og Fitsjaannáll Odds Eiríkssonar, sem sennilega er heimild beggja hinna, upplýsir að þetta hafi borið til með þeim hætti að Gísli Einarsson hafi lagst á glugga hjá Þórði, líklega þá til ertni, en Þórður ætlað að hrekja hann burt með eggjárninu, en eigi sjeð til að miða því hæfi- lega, svo eigi yrði að skaða. í Al- þingisdóminum sjest að þetta hef- ir skeð 25. október 1712, en Gísli Einarsson deyr þ. 20. nóv. s. á. Hef- ir Þorsteinn Sigurðsson, sýslumað ur á Víðdvöllum, sem þá var nýorð inn lögsagnari Bessa Guðmundsson ar á Skriðuklaustri, dæmt Þórð frá lífi á Bessastaðaþingi í Fljótsdal 1713. Bar Þórður fram að þetta hafi verið sitt óvilja verk, og aðrir álíta að Gísli hafi dáið fremur fyr- ir skort á læknisdómum, en því að hnífsstungan hafi verið í raun og veru banvæn, þar sem hann hafi lifað í 27 daga á eftir. En slíkt er ekki tekið til greina og dómur Þorsteins staðfestur á Alþingi 1714. Er Þórður í dóminum nefndur Þórður kallinn og er álitið að hann geti eigi fyrir vesöld og hrumleika komist til Alþingis til að vera „rjettaður" þar. Skyldi því Þórð- ur líflátast í hjeraði að 14 dögum liðnum frá birtingu dómsins. En hver var Þórður Andrjesson og hvar var hann líflátinn? í manntalinu frá 1703 finst bara 1 Þórður Andrjesson og er hann búsettur í „húsi“ hjá Stóru Breiðu vík í Helgustaðahreppi á norður- strönd Reyðarfjarðar. Þetta ár er Þórður 50 ára gamall. Þarna rjett hjá voru hús selstöðukaupmanna og verslunarstaður fyrir miðhluta Múlasýslu. Það má geta sjer þess til, að þetta „hús“ hafi selstöðu- kaupmenn bygt yfir Þórð, en hann verið starfs- og varðmaður þeirra yfir húsunum að vetri til, því að þá fór þar engin verslun fram og eigi fyr en að vori er þeir komu með siglingunni, eins og það var kallað. Þetta hefir verið trúnaðar- starf mikið, en sjálfsagt ekki mikið vinsælla, en sjálfir kaupmennirnir voru af alþýðu manna og hefir ertnin við kallinn kanske komið til af þeim sökum. Mjer þykja lík- ur á því að enn 1712 hafi Þórður átt þarna heima, er honum vildi slysið til, því að hvorki annálar eða Alþingisbók geta neitt um heimilisfang þessara manna. Það eru engar líkur samt á því að Þórð ur sje upprunnin í því bygðarlagi, því að nafnið Andrjes, og Andrjes- son er ekki eða varla til í Suður- Múlasýslu 1703. En í Hjeraði búa bræður tveir: Ólafur Andrjesson, lögrjettumaður í Bót í Hróars- tungu, .53 ára og Árni Andrjesson, í Hnefilsdal í Jökuldal, 58 ára. Auk þess Gunnhildur Andrjesdóttir á Hnitbjörgum í Jökulsárhlíð, 56 ára og telur sjera Einar á Hofi hana líklega systur þeirra Ólafs og Árna. Auk þess finst svo Jón Andrjes- son á Brimnesi í Seyðisfirði, 54 ára, vinnumaður, og áður nefndur Þórður. Mjer þykja ótvíræðar lík- ur á því, að þetta sje alt systkini; börn Andrjessonar bónda í Hnefils dal og Bót Árnasonar prests, hins fyrra, á Skorrastað Sigurðs prests, sama stað. Var móðir Árna prests Þórdís nadóttir frá Bustarfelli, Brandssonar prests í Hofi og síð- ar príor, hins síðasta, á Skriðu- klaustri. ÞEGAR svo hið hörmulega slys hendir Þórð 1712, þykir mjer lík- legt að hann hafi farið til þessara. bræðra sinna eða þeir tekið ábyrgð á honum meðan mál hans stóð ýfir. Hafa þeir sjálfsagt verið gild- ir bændur, enda eru þessar jarðir þannig gerðar af náttúrunni og landamerkjum, að þar komast ekki fyrir litlir bændur. Börn þeirra Ólafs og Áma bjuggu eftir þá í Bót og Hnefilsdal, og hjá þeim gat Þórður dvalið, hafi þeir bræður verið dánir sem jeg get ekki vitað um að svo stöddu. Báðir þessir bæir eru í Trjebrúarþingi og sje i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.