Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 4
192 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS X og beinin við Jökulsá. Skamt frá Konungsgarðinum á íslandi, Bessa stöðum, heitir Gálgahraun. Þar hafa reykvískir verkamenn sagt mjer, að fljótlega sæist merki um starfssemi þeirra Konungsgarðs- manna, en það væru mannabein í hraungjótum, 'sem að eins væru hellum hulin. Undir Gálgahamri á Þingvöllum þarf ekki lengi að róta tdl þess að finna hin sömu verksummerki. í Húnavatnssýslu heitir Gálgagil. Þar voru tveir rrænn teknir af lífi hið sama sumar um 1700. Ef til .vill mætti finna þar bein þeirra og bera saman umbúnað og útlit, við bein- in frá Jökulsá. Silfursalinn EN þá er það silfursalinn. Saga hans byrjar á Qimmafjallgarði í villu. Villan er yfirleittt sjúkdóm- ur, af sama tagi og sjóveiki. Menn verða ringlaðir í höfðinu, af áhrif- um hríðar og veðurs, og það svo mjög að mönnum finst vatn renna uppí móti og menn þekkja ekki sinn eigin bæ þó þeir „villist rjetta leið“ heim á hlað. Allt um- hverfi stendur mönnum í líku við- horfi og bókletur í spegli fyrir les- andann. Þessi sjúkdómur gengur svo inn á svefnstöðvarnar, menn verða máttlausir og ósjálfbjarga, og sofna svo fast að menn fá eigi vaknað aftur, og þá skeður sú sorg arsaga að fullhraustir menn fá eigi lifað af eina nótt í frostbyl, þótt hvert lamb lifi margar. Óviltum mönnum er óhætt að sofna úti í hvaða veðri sem er, og sannar Vil- hjálmur Stefánsson þetta í ferða- bókum sínum. Hrollurinn vekur menn fljótlega og menn skjálfa sjer til hita og sofna aftur, og svo koll af kolli alla nótina. Höfum við fyrir satt, að sifursalinn hafi verið dreginn til bæja í Haugstað í Vopna firði eftir villu, þó slík saga, sem af honum gengur þar, á því ferða- lagi, sje næsta þjóðsögukend. En sá maður er svo villist, er eigi vel klár í kollinum eftir viku eða rúrp- lega það, til þess að rata í mollu- hríð austur í Hróarstungu, og svo er molluhríðin versti óvinur villu- gjarnra manna. Athugum ferða- söguna í Vopnafirði. Að honum hafi verið fylgt yfir Smjörvatns- heiði myii jóla og nýárs, kemur illa heim við reynslu núlifandi manna. Það kemur varla fyrir reiðfæri á þessari heiði á þedm tíma árs, svo er hún það löng og ströng að enginn sem fer yfir hana getur snúið við á austur- eða norð- urbrún. Það er ekki hægt að leggja það hvorki á mann nje hest. Og svo kemur silfursalinn brunandi á skíð um ofan Hofsháls og Hofsárdæl- ingar koma á skíðum, en undan Fjöllum koma þeir á gæðingum utan Hofsárbakka, og svo er reið- leiði á Smjörvatnsheiði. Þetta er ágæt saga, en kunnugir vita, að þetta fer ekki alt samaft. Ef á að trúa hinu, að hann hafi ferðast um Vopnafjörð milli jóla og nýárs, er auðsætt hvar hann hafi helst kom- ið, því slíkir menn hlutu að rekja upp hin ríkustu heimili. Silfursal- inn hlaut að koma í Krossavík, því þar var þá ríkast heimili á öllu Austurlandi. Þar bjó þá Þórunn Guttormsdóttir ekkja Guðm. ríka Pjeturssonar sýslumanns, með sínum mörgu og mannskapsmiklu börnum. Hún var líka mágkona sjera Guttorms á Hofi, og dáleikar og seinna tengdir á milli heimil- anna eins og í gamla daga. En sá maður, sem kominn er út í Krossa- vík á leið til Hjeraðs, fer ekki inn á Smjörvatnsheiði, heldur fer hann út á Hellisheiði, sem er skammur fjallvegur milli Vopnafjarðar og Hjeraðs. Þá voru líka rík heimili í leiðinni eins og Fagridalur. Þar bjuggu þá börn Ögmundar sterka Einarssonar. Þar voru vissulega til peningar, og er það til sanninda merkis að þetta sama ár var Dóm- hildur Ögmundsdóttir dæmd á þingi til að hýðast 10 vandarhögg um fyrir fjórðu barneignina í lausaleik. Hún samþykti dóminn, en bað um að breyta vandarhögg- unum í silfurdali handa koríungs- mönnum á íslandi, og hefir það að líkum verið látið eftir henni. Og svo voru stórbændur í Jökulsár- hlíðinni, Björn Sigurðsson á Ket- ilsstöðum, stjúpi Magnúsar Eiríks- sonar guðfræðings og faðir Stefáns sýslumanns í Árnessýslu, föður Björns sýslumanns í Dalasýslu. — Björn var hinn mesti höfðingi og mjög virtur af sinni samtíð. Hallur bróðir hans bjó á Sleðbrjót. Jón Jónsson á Torfastöðum var upp- gangsÍDÓndi á þessum árum. Þórður Jónsson prests Hallgrímssonar í Þingmúla bjó í Sleðbrjótsseli, mág- ur sjera Sigfúsar Finnssonar í Hof- teigi, en Sigfús var fjárríkastur eystra á þeim tíma og tíundaði fast í 100 hndr. En þó voru konurnar í Hlíðinni mönnum sínum fremri, 3 eða 4 prestsdætur, miklar gáfukonur og 2 dætur Rustíkusar á Fossvöllum annálaðar hannyrðakonur. Þær áttu sannarleg^ skilið að fá nælur og hringa í nýársgjöf. Þarna hlaut silfursalinn að leggja leið sína og þaðan mun hann hafa borið að Fossvöllum. En þá skakkar tíma- reikningnum, og gat hann ekki náð að Kirkjubæ á nýári. En þangað gat hann stefnt á jólnagleði á þrett ándanum, sem sennilegt er að hald in hafi verið þar á þeim tíma og kemur það heim við tímann, sem nota þurfti í áðurnefnt ferðalag. SVO kemur Fossvallasagan. Tor- tryggni leggst á Fossvallabóndann fyrir fálæti við gestinn sem þó virð ast munnmæli ein. Hann vill ekki láta sýna fólki sínu skartgripina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.