Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 14
202 LiESBÓK MORGUNBLAÐSINS ’J Án&maðkurinn er ekki að eins góður til beitu, heldur er hann einhver þarjasta skepna jarðarinnar. Allir þeir, sem fást við • jarðyrkju þurfa á aðstoð hans að halda, því að hann gerir STÓRKOSTLEGAR JARÐABÆTUR ÞAÐ er svo sem ekkert nýtt, að því sje haldið fram að ánamaðkar hafi stórkostlega þýðingu fyrir jarð- argróðann. Aristoteles mintist á þetta fyrir 2000 árum. Og Darwin hefir skrifað heila bók um ánamaðkinn, iífsvenjur hans og starfsemi. Einu sinni er Darwin leit yfir gróandi akra, varð honum að orði: „Skyldi nokkurt annað dýr hafa haft meiri þýðingu fyrir heiminn heldur en ána- maðkurinn?“ / Flestir bændur hafa líka viður- kent nytsemi ánamaðksins og halda að hann geri mest gagn með því að grafa sundur og losa jarðveginn. En satt að segja er þetta ekki þýðingar- mesta starf ánamaðksins. Þegar bænd urnir plægja og losa um yfirborð jarðar með plógum og herfum, þá eru miljónir af þessum smáu verum önnum kafnar við það að breyta efn- um jarðvegarins, matreiða þau handa hinum tilvonandi gróðri. Nýjasta nýtt í þessu máli er það, að ala upp ánamaðka í stórum stíl og dreifa þeim síðan yfir sjerstök svæði þar semvþeir geta beitt hinum „yfirnáttúrlegu hæfileikum“ sínum til þess að gera magra jörð frjósama og feita jörð að Vitazgjafa. Amerískur maður, Thomas J. Barrett segir svo frá: „Þegar jeg kom af vígstöðvunum 1918 rakst jeg á franskan bónda, sem var að sópa einhverju saman undir múrvegg. Jeg spurði hvað hann væri að gera. Og hann svaraði: — Góður guð veit hvemig á að fara að því að gera jörðina frjósama, og hann hefir trúað ánamaðkinum fyrir því leyndarmáli. Þeir eru margir og þeir gera jörð- ina feita. Jeg er að safna ánamöðk- um til þess að bera þá í garðinn minn! TUTTUGU árum seinna var jeg að stínga upp í garði heima hjá mjer í Roscoe í Kaliforníu. Þar var mögur ' jörð og þur. í skóflufarinu sá jeg einn ánamaðk, gulleitan og vesalleg- an, en hann hlykkjaðist um í skrauf- þurri moldinni „til þess að gera hana írjósama“. Þessi eini ánamaðkur vakti mig til umhugsunar — og athafna. Og nú er land mitt hjerna í Roscoe, .sem áður var þurt og ófrjótt, orðið að einum aldingarði. Það á jeg eingöngu að þakka nokkrum miljónum ána- maðka, sem hjálpuðu mjer. Þegar jeg hafði sjeð þennan eina veslings ánamaðk, horaðan og ræfils- legan, þá hugsaði jeg sem svo að hann skyldi ekki þurfa að vera einn um það að reyna að breyta landi mínu í gróðurmörk. Og svo byrjaði jeg á ánamaðkarækt úti í hlöðu, og með því breytti jeg hrjóstrugu landi í aldingarð. i Við þessar tilraunir mínar komst jeg að því, að ánamaðkur gleypir ótrúlega mikið af mold eins og hún kemur fyrir, með öllu því sem í henni er af söltum, hálfrotnuðum jurta- leifum og bakteríum, og malar þetta alt saman í maga sínum — þar sem sandkorn eru myllusteinarnir — og blandar það slímkendum vökva. Og á hinni löngu leið sinni í gegnum maðkinn dregur þetta deig í sig hor- móna úr hohum. Að lokum skilar maðkurinn þessu svo úr sjer neð- anjarðar, eða í smáSirúgum hingað og þangað ofanjarðar og úr þessu fá jurtirnar næringu. A?ira sönnun fyrir því að ánamaðk ar geti breytt hrjóstrugri jörð í ald- ingarð fjekk jeg hjá tilraunamanni í Kaliforníu. Hann sáði sams konar grasfræi í þrjú beð og var samskonar jarðvegur í öllum. í einu beðinu voru engir ánamaðkar, í öðru beði hafði hann dálítið af möðkum og mikið í því þriðja. Eftir tvo mánuði voru svo öll beðin slegin samtímis. Af öðru beðinu fjekst 271% meiri uppskera heldur en af því fyrsta. En af þriðja béðinu, þar sem fult var af ánamöðkum, fjekst 463% betri upp- skera heldur en af fyrsta beðinu, þar sem engir ánamaðkar voru. Af þessu er það ljóst hversu geysi mikla þýðingu ánamaðkurinn hefir fyrir alla jarðrækt. Hann er (,hjálp- arhella“ bóndans. En hvernig á þá að fara að því að ala upp ánamaðka? Ekkert er auðveldara. RÍaður smíðar sjer nokkra trjekassa og geymir þá í einhverju úthýsi. í kassana lætur maður raka mold og nokkra maðka og svo auðvitað fæðu handa þeim. Þeir tímgast ótrúlega fljótt og á þriggja vikna fresti má taka nokkuð af þeim og bera þá þangað sem þeir eiga að vera. En hvað er þá maðkamatur? Allur úrgangur svq sem matarleifar, kaffi- korgur, soðin telauf, kartöfluhýði, hrossatað o. s. frv. Á þessari fæðu þrífst ánamaðkurinn mæta vel og þúsundfaldast. Það er bæði skemti- legt og gróðavænlegt að hafa „ána- maðkaklak". Sönn orð. ^ ÞVÍ meira sem í manninn er spunnið, því sáttfúsari er hann og því næmari fyrir öllu því sem gott er.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.