Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 16
204 LtSBÓK MORGUNBLAÐSINS Barnahjal Kalli litli hefir eignast lítinn bróðir. Hann horfir með athygli á meðan mamma er að þvo litla bróður og undr ast hvernig höfuðið á honum veltur máttlaust sitt á hvað. En svo dettur honum gott í hug: — Mamma, ef höfuðið dett- ur af litla bróður, má jeg þá eiga það? Nonni litli hefir gert eitt- hvað af sjer og mamma ætlar að refsa honum. En þá skríð- ur hann undir hjónarúmið og alveg upp að þili, þar sem mamma getur ekki náð í hann. Þegar pabbi kemur heim seg- ir mamma honum að ná í Nonna. Pabbi skríður inn und ir rúmið, en þá heyrir hann að Nonni hvíslar: — Er hún að elta þig líka? Það var á bolludaginn. Lár- us litli var að eta nýbakaðar bollur. Hann var nýkominn á fætur. Hann spurði eftir pabba sínum. Pabbi var ekki heima. — Hvernig stendur á því að pabbi fer frá okkur á hverj- um degi? — Pabbi verður að fara á skrifstofuna og vinna þar á hverium degi. Annars gætum við ekki fengið svona góðar bollur, sagði mamma. § Litlu seinna er barið að dyr um. Lárus hlevpur fram og opnar. Aðkomumaður spyr: — Er pabbi þinn hedma? — Nei, hann er niðri á skrif stofu að baka bollur. icio Knattspyrnufjelögin í Gautaborg. , NÝLEGA eru liðin 40 ár síðan stofnaður var úrvalsflokkur knatt- spyrnumanr^a í Gautaborg í Svíþjóð. Á þessum 40 árum hefir flokkurinn kept 4071 sinni við úrvalsfloicka annara hjeraða í Sviþjóð, unnið 2196 kappleika, gert 655 jafntefli og tapað 1220 kappleikum. í þessum kapp- leikum hefir hann skórað samtals 11.027 mörk á móti 7.261. Afleiðing drykkjuskapar. ÞÝSKUR vísindamaður hefir rann- sakað afleiðingar drykkjuskapar í einni ætt, frá konu nokkurii, serrl fæddist árið 1740. Hún hjet Ada Jurke og dó í byrjun nítjándu aldar. Hún var drykkfeld og þjófgefin og var mest á flækingi. En afkomendur hennar eru taldir 834 og með aðstoð yfirvalda hefir tekist að rekja ævi- feril 709 af þeim. Þar á meðal voru 106 lausaleiksbörn, 142 betlarar, 64 höfðu verið á sveit, 181 kona var skækja, og 76 höfðu verið dæmdir fyrir glæpi, þar af 7 fyrir morð. Á 75 árum hafði þessi eina fjölskylda kostað ríkið rúmlega 5 miljónir marka. Nokkur raunur. Á MIÐÖLDUNUM voru bæði ridd- arar og hestar þeirra í herklæðum og hefir mönnum talist svo til að járnið, sem fór í herklæði beggja hafi verið um 90 kg. að þyngd. Þótt þetta þyki nú nokkuð, er það ekkert á móts við það sem fer í hertýgi nú á tímum. Til þess að útbúa einn amer- ískan hermann að fullu og öllu í seinasta stríði, þurfti 11.160 kg. af stáli. Blóðlitur á sjó. í ÍSLENSKUM annálum er þess oft getið að blóðlitur hafi sjest á sjó, og þótti jafnan vera mundu fyrir stórtíðindum. Þess er -jafnvel getið, að menn hafi komið í svo „blóðugan sjó“ að færin hafi orðið rauð. Má sjá, að menn hafa verið hræddir við slíka fyrirburði. En nú er af sem áð- ur var. Nú fagna sjómenn því, þegar blóðlitur sje^t á sjó, því að hann boð- ar góð tíðindi. Hann boðar það að sildin sje í nánd. Því að blóðliturinn á sjónum stafar af rauðátu. Merkur dómtir. DÓMARINN í St. Louis í Banda- ríkjunum er kunnur að því að fara sínar eigin götur og kæra sig koll- óttan um það hvað aðrir segja. Ný- lega kvað hann upp dórh, sem mörg- um þótti einkennilegur. Maður nokk- ur, Georg. Jameson hafði verið kærð- ur fyrir það að stela 2 dollurum. Hann meðgekk þjófnaðinn svo að enginn efi var á því að hann var sekuí. Og svo kom dómurinn: 24 mínútna fangelsiL Forsendur dóms- ins voru þessar: í vikunni sem leið var auðmaðurinn og bankastjórinn Whitney dæmdur í. 5 ára fangelsi fyrir þSð að draga sjer óheiðarlega 225.000 dollara. í samræmi við þetta á hegningin fyrir það að stela 2 doll- urum að vera 24 mínútur. Dómur- inn yfir t^hitney bankastjóra þótti mjög harður. Dómurinn yfir Jame- son er nákvæmlega jafn harður mið- að við það hvað hver um sig stal, segir hinn rjettláti dómari að lokum. Framtíðarlíf. EF æskan gæti skilið hvers virði útilíf er, þá mundu ekki jafn mörg vandamál steðja að henni og stafa af henni, sjerstaklega í borgunum. Úti í náttúrunni geta menn drukkið í sig andlega og líkamlega heilbrigði. Útilífið, hið frjálsa útilíf er líf heil- brigðinnar, það er framtíðarlíf. (Eva Holm leikfimikennari).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.