Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 193 I Samkv. áður sögðu várðast heimilis ástæður benda til, að þar hafi ekki verið um auðugan peningagarð að gresja, og svo hefir hann kannske haft sína skoðun á gestinum og ef til vill rjettari en við hjerna í Reykjavík höfum nú. Svo gengur Fossvallabóndinn með þessum lang þreytta ferðamanni út í mollu- hríð, áleiðis til Kirjcjubæjar og ber byrgði hans, einar tvær töskur. — Það er örlagastund. Munnmæla- sagan vill halda því fram, að ferð- in hafi eigi orðið lengri en að Jök- ulsá. Til þess þurfti edgi langan tíma en bóndinn kom seint heim. Það bendir á lengra ferðalag. Það er líklegt að bóndinn hafi fundið það fljótt að ferðamaðurinn væri ó- tryggur að rata í molluhríðinni. Hann gengur með honum út með Jökulsá, framhjá Blöndugerði og Stóra-Bakka og sennilega alla leið á Hallfreðarstaðaásendann. Þaðan átti að vera auðvelt að ná Hallfreð arstöðum, en það skeður ekki. — Viltur maður ratar ekki neitt. Silf- ursalinn villist þar á ásunum og þeir sem þekkja þarna til, vita að það er annað en spaug að villast þarna. Skógi vaxnir ásar, mýrar- sund með jarðbakkalækjum, stór stöðuvötn og oft ótryggur ís, Jök- ulsá á aðra hönd, Lagarfljót á hina. Þetta er umhverfið. Ef menn halda að þarna sje ekki til ein geymi- gróf fyrir framandi mann, þá er það rangt ályktað. Aldrei mun og hafa orðið vart við nokkra þá muni á Fljótsdalshjeraði er ætla mætti að væru silfursalans munir, að ó- frjálsu, og mundi þó ekki látið kyrt liggja ef hinn minnsti flugufótur hefði gefið tilefni til. Nei! Hjer þarf ekkert óvanalegt að hafa skeð Bara endurtekin saga margra ís- lendinga fyr og síðar. Fjöldi manna hefir orðið úti og aldrei fundist eða þá löngu síðar og enn gæti silf- ursalinn fundist. Jeg vil í þesssu sambandi segja eina sögu til þess að minna á manna dæmin og sýna sannfræðina í ó- trúlegum sögum. Fyrir 1880 lagði ung stúlka uppá Fljótsdalsheiði frá Fjallseli í Fellum og ætlaði í Skeggjastað á Jökuldal, en þar átti hún kærasta, og hjet sá Þorst. Jóns son, og var frá Hriflu í Ljósavatns- skarði. Þetta var á aðfangadag jóla og bar stúlkan brennivínskút á bakinu, er vera skyldi til jólaupp- lyftingar á Skeggjastöðum. Stúlk- an kom ekki fram. Kærastinn ljet leita hennar með ærslum, en kom fyrir ekki. Þarna er heiði ekki ýkja breið og margförul af smalamönn- um vor og haust. Svo líða fram undir 40 ár. Þá stansar gangna- maður í litlum grashvammi á lækj arbakka og sjá: Þar liggja stafirn- ir úr brennivínskútnum og beinin af stúlkunni hjá eða beinin af stúlk unni og brennivínskúturinn hjá. Stúlkan var á rjettri leið norður undir miðheiði því þar mætti hún tveim karlmönnum, sem lögðu fast að henni að snúa aftur. Sjálfir töldu þeir það sitt ofverk, „að halda svannahjörtum frá honum sem þær vilja unna“. Gamla sagan hefir endurtekist. Stúlkan villist, verður örmagna, sofnar og vaknar ekki aftur til þessa lífs. Nú bar svo við á Skeggjastöðum fyrir um það bil 10 árum, að manna bein fundust þar skamt fyrir utan túnið. Hefði nú stúlkan aldrei fund ist hvernig gat þá hið ímyndunar- snjalla tal orðið. Kannske að það hefði orðið eitthvað á þessa leið Stúlkan kemur upp gefin á Refs- höfðann, beitarhúsin frá Skeggja- stöðum, til smalans, en þar gat hennar verið von fyrst á manna- slóðir af heiðinni. Smalinn lítur hýrt til kútholunnar og ekki síður til stúlkunnar, og svo öfundaði hann ÞoVstein frá Hrdflu af svona duglegri stúlku. Svo kemur skrítin saga í nútímaskáldsögustíl: — og svo myrti hann hana á sjálft jólakv., rjett áður en hún gat heilsað kær- astanum. Þetta eru auðvitað bein af stúlkunni! En það þurfti ekki að bera Refshöfða-smalann þessum sökum. Fingur örlaganna höfðu spilað svanasönginn á ævihörpu þesgarar tápmiklu stúlku með ísl. og eðlilegum hætti En þeir sem vildu setja sig í spor Fossvalla- bóndans, ætli þeir teldi það hyggilegt af honum að ganga sjálf ur úr hlaði með manni, sem hann ætlaði að láta hverfa. Hann gat þá búist við að grunurinn af hvarfi ^mannsins felli fyrst og fremst á sig. EN svo er það siífúrsalinn aftur. Hverskonar maður ætli þetta hafi verið og hvað er hæft í munnmæla sögunni um þessa skartgripi, úr gulli og silfri? Hver gat trúað þess um manni fyrir fjármunum á ferðalagi, þar sem hann gat, hent „öll ódæmi að kalla“ — eins og Staðarhóls-Páll kvað til jómfrú Helgu, meðan í kolunum brann, eftir aftöku Ara föður hennar, biskupssonar. Bara 1 pund af gull- krónum, smíðuðum, mundi gilda um 2000 kr. Það var mikið fje í þá daga. í Reykjavík og nágrenni var víst enginn gullsmiður nema Þor- grímur Tómasson á Bessastöðum, faðir Gríms skálds. Skyldi hann hafa trúað svona ferðalang fyrir fjármunum, sem skiftu þús. króna? Ætli kaupmenn í Hólminum hafi reitt gull- og silfurvörur til lands- ins í stórum stíl, svo þær hafi ver- ið á „lager“. Eða halda menn að þetta hafi verið sjálfseignar gull- sali. Jeg held að hann hefði tekið lífinu með meiri ró hjerna í Reykjavík, ef hann hefði átt gull og silfur, heldur en fara að flækj- ast út um land í skammdeginu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.