Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 199 og fyrr í gegn um þykka fangelsis- múra. — Guð minn góður. Er þá enginn friður og gleymska til í þessum heimi? Síðustu dagana hafa raðir græn- klæddra hermanna gengið þreytt- um skrefum út úr borginni með aleigu sína á bakinu. Þessir menn hafa búið í borginni og sett svip sinn á hana undanfarin ár. Þeir áttu borgina. Þeim var mætt með þegjandi fyrirlitningu og köldu hatri; einstöku sinnum með tví- ræðni glettni, sem þjóðinni í þessu landi er svo lagin en aðrir eiga erfitt með að skilja. Nú eru þeir farnir. Einn dag mætti hún þeim af til- viljun og komst ekki framhjá. Þeir gengu í fylkingu og liðu áfram eins og skuggar, þögulir, hnípnir og beygðir. Hún leit í augu sumra þeirra og sýndist þau vera brostin. Ef til vill voru þeir í raun og veru dánir. Þeir hafa gengið þennan veg á undan henni og eru sjálfsagt komnir langt. Þó getur verið að þeir fari sjer hægt, því það er þreyt andi að ganga langar leiðir með stórar byrgðar. Ef til vill var það einmitt þess- vegna, að hún hafði lagt af stað i þessa ferð, að hana langaði til þess að sjá þá fara. Ef til vill hafði hún viljað fullvissa sig um að þeir væru í raun og veru að fara; að þetta undanhald væri ekki gabb eitt að lýðurinn í borginni hefði ekki ver- ið svikinn og mundi verða refsað á morgun eða hinn daginn. En hún þarf ekki að fara í nein- ar grafgötur um það. Hjer og þar meðfram veginum liggja ýmsir munir, sem hafa reynst of þungir fyrir þjakaðán hermann og verið fleygt. Munir, sem ef til vill höfðu verið fjársjóður manna, sem ár- um saman höfðu horfst í augu við dauðann og þó ekki fallið. En það er hægt að vera án flestra hluta þegar neyðin knýr mann til þess. Það er hægt að drekka úr lófa sín- um og ganga berfættur, ef maður aðeins heldur lífi. Pílviðirnir rjetta græna stöngl- ana upp mót sólu og blöðin eru að springa út. — Þessi trje voru höggvin í vetur og notuð til eldi- viðar, en á meðan stofninn lifir munu nýjar greinar bætast við og vaxa og laufgast. Það er einkenni pílviðarins. í skugga eins þeirra liggur ókennileg þúst, rykfallin og ömurleg. Það er maður, sem hef ir gefist upp. Þúsundum saman hafa hermenn- irnir gengið eftir þessum vegi milli blómlegra bændabýla og snoturra smáhúsa þar sem blómin önguðu í görðunum og storkurinn stóð á ein- um fæti á kirkjuburstinni. En allar dyr voru þeim lokaðar. Varir fólks ins herptust saman þegar það sá þá út um gluggann. Sumir stóðu við garðshliðið og hræktu á þá og áttu auðsælega bágt með að stilla sig um að siga á þá hundum. Eng- inn ljet sjer til hugar koma að rjetta þeim vatnssopa þó þeir væru að hníga niður af þorsta og kvöl. Enginn virtist skilja, að þeir væru líka menn, sem eitt sinn hefðu átt heimili og unnað ástvinum sínum. Þeir voru ekki aðeins óvinir heldur óvinurinn um aldaraðir. Skyldu þessir bændur á búgörðunum nokkru sinni gleyma því, að þeir höfðu verið troðnir undir járnuð- um hæl. En hann hafði gengið lengra og lengra uns hann hnje niður. Suðan fyrir eyrum hans og blóðbragðið í munni hans uxu, en það tjáði ekki að hugsa um þa§. Fætur hans hreyfðust eins og vjel og heldu taktinum kílómeter eftir kílómet- er. Þannig hafði hann lagt hvert landið af öðru að baki sjer og stund um farið aftur á bak, stundum á- fram, eftir því sem skipanirnar mæltu fyrir. En loks kom þar, að fætur hans hættu að hreyfast. — Rauða rökkurtjaldið, sem hann hafði barist við, sje yfir augu hans og heimurinn hvarf honum. Nú liggur hann við vegarbrúnina und- ir laufguðu trje og herdeildin hans er horfin út í fjarskan. Augu hans eru brostin. Þau stara út í vorið án þess að sjá birtuna og fegurð- ina. Þau eru brostin eins og augu mótstöðumanns hans, sem hnje fyrir skoti einn kaldan vetrardag. Hún stendur kyrr og horfir á hann, og það er eins og eitthvað brenni í hjarta hennar. „Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn!“ æpir lýðurinn inni í borg- inni. Vagnar aka eftir strætunmn með óbótamönnum og forhertum böðlum, sem árum saman hafa sveiflað svipunni yfir baki þjóðar- innar. Og lýðurinn æpir fagnaðar- óp og hrækir í andlit þeirra. En hún hafði ekki getað hrópað. Var það af því, að hún vissi, að hefndin getur ekki uppvakið dauða og hatr- ið ekki grætt sár? Hða var það af því, að hún var of þreytt til þess að finna til, hvort heldur væri gleði eða sorg? Æ, hún veit það ekki. En þarna liggur þessi maður og það er eins og hún geti ekki átt- að sig á því, að hann sje óvinur. Það er eins og hún viti naumast hver hann sje, eða haldi jafnvel að hann sje allur annar maður. — Hvernig sem á því stendur fyllast augu hennar tárum og hún gleym- 'ir að harka af sjer. í einhverju ráðaleysi krýpur hún við hlið hans og leggur hönd sína yfir brostin augu hans. Og einhverstaðar djúpt neðan úr fylgsnum hjarta hennar brýst fram bænarandvarp, eins og þegar klakabönd bresta við fyrsta vorþey: — Drottinn veit þeim hina eilífu hvíld, og lát hið eilífa ljós lýsa þeim.. Guðrún Jónsdóttir, frá Prestsbakka.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.