Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 1
t 13. tölublað. Skírdagur 18. apríl 1946 XXI. árg. )U«1— BEINAFUNDURINN HJÁ JÖKULSÁ Fyrir eigi löngu flutti Ari Arnalds, fyrverandi bæjarfógeti á Seyðisfirði og sýslumaður í Norður-Múlasýslu, erindi í útvarpið sem hann nefndi: „Silfursalinn og Urðarbúinn.“ Erindi þetta var þjóðsögulegs og þjóðfrœðalegs efnis. Ágætlega samið, auðugt af fögrum náttúrulýsingum, sem von var að, úr fegurðarfrægum hjerUðum, Vopnafirði og Fljótsdalshjeraði. Kemur inn á drauma- og dulfræði, og hefir vakið feikna athygli, álit og dóma um stór örltög og Ijóta atburði fyrir meira en hundrað árum. ERINDIÐ fjallaði um mann nokkurn, að nafni Guðmund í Gróf- inni í Reykjavík, sem ferðast hafði líklega þaðan til Austurlands, og selt skartgripi úr gulli og silfri, og því haft talsverða fjármuni með- ferðis, en hvarf úr tilverunni eftir gistingu á Fossvöllum í Jökulsár- hlíð í N-Múlas. um nýársleytið 1830 eða þar um bil, og svo mannsbeina- fund nálægt brúnni á Jökulsá á Brú sumarið 1939. Hafa dómar og álit almennings út af erindinu orð- ið á þá leið, að bóndinn á Fossvöll- um hafi orðið valdur að mannhvarf inu, og beinin við Jökulsána sjeu jarðneskar leifar hans er leyndar hafi verið \im nær hundrað ár tíma. Hefir eitt dagblaðið í Reykjavík kveðið upp dóminn með grein sem heitir: „Upp koma svik um síðir“. Er þar úr engu dregið, að silfur- salinn muni hafa ’verið myrtur og grunurinn feldur á Fossvalla bónd- ann. Lagði A. A.. þó engan dóm á þetta, en sagði söguna eins og hún hefur geymst í munnmælum með grunsemdum, getsökum, og gátum um örlög silfursalans, og þá ekki óhugsanlegu niðurstöðu, að manns beinin við Jökulsána hafi verið silf- nrsalans, sem þó gátu verið þar komin fyrir annara tilverknað en Fossvallabóndans, en útyfir þá at- hugun gat ekki hið stutta útvarps- erindi A. A. náð. Það er nú svo með munnmæla- söguna, að hún þarf jafnan mikállar athugunar við. Hún er vön að laga sig eftir því sem öðrum aðilanum kemur best, en hinum verst, svo dómgirni fólksins eigi auðvelt með að skapa sínar niðurstöður. „Lofið þið mjer að segja það sem sagan þarfnast“, sagði hinn kunni þjóð- sagnasafnari Sigfús Sigfússon á Ey- vindará, er menn vildu taka fram í fyrir honum með athugasemdir. Það er einmitt þetta, að segja það sem sagan þarfnast, sem er í einu veikleiki og styrkleiki sagnaritar- anna. Að segja það sem sagan þarfn ast, hvorki meira nje minna, er aðalatriði til þess, að gera söguna að listaverki, „bar sem örlögin blasa við augljós“, eins og St. G. orðaði það. Hitt er þá síður athug- að að sagan geymir ekki allan þann aragrúa atvika og aðstæðna, sem þó er kannske veruleikinn sjálfur í sögunni og upphaf og undirstaða hennar. Þessvegna skeikar sann- fræðinni svo oft í sögum sem þó

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.