Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 8
196 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS AÐ LENGJA LIFIÐ Rúisneskur vísindamaður, Alexander Bogomolels, heldur því fram a? menn geti lifað miklu lengur en almen! gerisl. ALEXANDER BOGOMOLETS hefir unnið að því í 35 ár að rann- saka aldur manna, og hann hefir kqmist að þeirri niðurstöðu, að ef alt fer með feldu, þá eigi maðúr- inn að vera upp á sitt besta þegar hann er 60—70 ára. Ástæðan til þess hvað menn endast illa, er fyrst og fremst óeðlilegt mataræði, en afleiðing þess er sú, að meltingar- færin bila og menn verða móttæki- legir fyrir allskonar sjúkdómum. Aðrar helstu orsakir eru áfengis- nautn, slæmt loft og tóbaksneysla. Alt þetta styttir mannslífið að miklum mun. Ef menn lifa skyn- samlega, segir Bogomolets, þá ætti sjötugir menn að vera jafn færir í íþróttum eins og 35 til 40 ára íþrótta menn eru nú. í bók, sem hann hefir skrifað um þetta efni, segir hann frá rann- sóknaför, er hann fór til Kákasus. Þar rakst hann á 12 manneskjur, sem voru 107—135 ára gamlar. — Voru þær allar í fullu fjöri og höfðu fult vinnuþrek. Sá yngsti, sem var 107 ára, skýrði frá því, að hann ætlaði að fara að'gifta sig! Bogomolets heldur því fram, að þetta þurfi ekki að vera neinar undantekningar, heldur geti hver maður náð þessum aldri ef hann lifir aðeins heilsusamlegu lífi. — Þetta bændafólk í Kákasus hafði lifað við fábreyttan kost, unnið baki brotnu alt frá barnæsku. — Vinnan er lífsblessun, máske besta meðalið gegn elli og sjúkdómum og það er ekkert betra til fyrir manninn en að vinna nauðsynleg störf til uppihalds sjer og sínum, fyrir ætt sína og þjóð. Iðjuleýs- ingjar eru aumkunarverðir, því að þeir flækjast út í allskonar vit- leysu, til þess að losna við þá orku, sem líkaminn er hlaðinn af. Bogomolets bendir á það, að ald- ur dýra sje venjulega 5—6 sinn- um lengri en sá tími sem þau þurfa til þess að ná fullum þroska. Mann inum ættj að vera líkt farið. Og sje þetta riett, og gengið út frá því að maðurinn hafi náð fullum vexti 25 ára, þá ætti meðal aldur hans að vera 125—150 ár, og þó telur Bogomolets að sumir ættu að geta lifað miklu lengur. Hann segir að hægt sje að tefja fyrir því að lík- aminn verði útslitinn, á þann hátt að útiloka óholl áhrif á taugakerf- ið. Líkamsfrumurnar fá næringu sína úr blóðinuimeð aðstoð tauga- kerfisins, alveg á sama hátt og grasið sýgur í sig næringu úr jörð- unni í gegn um rætur sínar. Lík- amsheilsan er því komin undir starfi taugakerfisins, alveg eins og vöxtur blóma og jurta er undir því kominn að ræturnar skemmist ekki. í þessu sambandi má geta þess, að margir rússneskir vísindamenn halda því fram að fæða mannsins eigi að nær öllu leyti að vera úr jurtaríkinu. Hin óbilandi þraut- seigja og úthald rússnesku her- mannanna í stríðinu er talið því að þakka , að þeir höfðu heilsusam- lega fæðu og að mestu leyti úr jurtaríkinu. Rússar hafa alt verið að draga úr kjötskamti hermanna sinna, en í þess stað bætt við þá fæðutegundum úr jurtaríkinu. — Gróf brauð, hrár laukur, bókhveiti og allskonar ber, er helsta fæða hermannanna. Gullkorn. HREINSKILNI í orðum er ekki þægileg, en þægileg orð eru ekki hrcinskilni. — Lao-Tse. Að vita hið rjetta, en gera það ekki, er hugleysi. — Kong-fu-tse. Að óska sjer dauða er ljött; að óttast dauðann er verra. — Periand- en 60.0 f. Kr. Það er betra að sigra sjálfan sig, en sigra allan heiminn. — Buddha. Engan skal telja hamingjusaman fyr en hann er dáinn. — Solon. Ivelr hundar Þessir tveir hundar, sem sjást hjer á myndinni. virðast annað hvort vera dauðir eða sofandi. En cf þjer dragið fjögur bein stryk í myndina, þá bregður svo við að hundarnir taka sprettinn. Athugið myndina vel og reynið að breyta henni með fjórum beinum stryk- um, áður en þjer sjáið ráðninguna,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.