Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 197 NÝTT EYLAND Nýja eyjan hjá Japan EINS OG skýrt hefir verið frá í frjettum skaut nýlega upp eyju i Japanshafi, um 235 enskar mílur suður af' Tokio. Var það áhöfn á. breskum tundurspilli, sem fyrst sá þessa nýu eyju. Þarna hafa orðið eldsumbrot neðan sjávar og hafa þau lyft sjáv arbotninum svo, að upp úr djúp- inu hefir komið klettur allmikill. Hefir hann síðan verið pð hækka í lofti og var, er seinast frjettist, um 80 fet á hæð og 150—20Ö fermetrar að ummáli. Er kletturinn sjóððndi heitur svo að sjórinn umhverfis hann bullar og sýður, en upp úr klettinum koma þykkar brenni- steinsgufur. Eyja þessi er í eldfjallaklasa, þar sem byrjaði að gjósa 1940, og hafði þá ekki gosið þar í 30 ár undan- farandi. Sumar þessar eldeyjar eru nú um 1000 fet á hæð. Nokkrar eru bygð^r. Vísndamenn búast við því, að þegar þcssum nýu eldsum- brotum linnir, þá muni sjávarbotn inn síga aftur og eyjan fara í kaf. í sambandi við þetta má geta þess, að árið 1783 skaut eyju upp úr hafi hjer við land. Segir Þor- valdi( j Thoroddsen svo frá þ.eim atburði: Snemma í maí urðu sjófarend- ur varir við mikinn reyk, sem kom upp úr sjónum vestur af Reykja- nesi, og er þeir komu þar nær var sjávarflöturinn þakinn vikri. Upp úr hafinu hafði skotið eyju með talsvert háum klettum. - Þessi ey gaus miklu af ösku og vikri, svo að hafþök voru 20—30 mílur þar út frá, og áttu skip erfitt að sigla þar. Að sumra sögn var eyjan um það bil míla að ummáli, aðrir sögðu hálf míla. Breytingar höfðu orðið á dýpi þar um kring og voru þar komin blindsker, sem braut á. Eyj- an var kölluð Nýáey, en hvarf aft- ur rjett eftir að hún hafði hlotið nafnið.----- Oftar hefir gósið á þessum slóð- um. Árið 1830 hófst þar gos í mars og stóð fram í maí, og enn varð gos hjá Geirfuglaskerjum seinast í maí 1879. Varð þar þá svo dimt, að bát- um var ekki fært, en myrkur það var að eins fram af Reykjanesi, að Grindavík og Höfnum, en náði ekki til Garðs nje Keflavíkur. Á þessu gekk í hálfan mánuð og kom nokk- urt öskufall áður en myrkrinu ljetti. Fiskafli var góður allan þennan tíma fyrir norðan Reykja- nes og í Faxaflóa, en allur fiskur hvarf þar sem myrkrið grúfði yfir. Dagleið úr Hreppum í Skagafjiirð Á þessari öld bíla og flugvjela þykir mönnum ekki mikið koma til ferðalaga fyr á tímum. Þó eru til frásagnir um ótrúlega fljótar ferðir milli landsfjórðunga t. d. er Árni Oddsson reið frá Djúpa- vogi eða Vopnafirði suður á Þing- völl í eihum áfanga. Eða þá þessi saga, sem tekin er eftir Mælifells- annál. Um vorið (1692) jyrir útkomu biskupa (Björns Þorleifssonar og Einars Þorsteinssonar) fekk Jón Þorvaldsson Miklabæjarstað í Blönduhlíð hjá amlmanni Miiller; reið frá Bessastöðum í Skálholt, tók prestsvígslu af Mag. Þórði, fór svo að Hamarsholti í Ytrahrepp, og lagði þaðan árla á sumardags- morguninn fyrsta norður fjöll, er öll voru á hjarni. Hafði hann 4 eld- ishesta, og heypoka með sjer. Reið hann svo ákaflega, að hann náði háttum að Víðivöllum í Blönduhlíð þá um kvöldið. * í É

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.