Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1946, Blaðsíða 13
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 'T ;.r 201 áfengra drykkja. Og úr því ekki var um annað að velja þá benti jeg á flösku með miða frá brugg- húsi í Limg. Ekki var það bráðdrepandi, en það getur verið af því, að jeg var farinn að venjast ýmsu. Þessi drykk ur var þykkur og svartur, ólgandi og súr, eins og edák. Jeg kom ekki niður nema einum sopa, og rjetti svo flöskuna að manni, sem stóð hjá mjer, ekki í illum tálgangi, heldur af því að jeg vissi að honum var óhætt. Hann tæmdi flöskuna í einum teig. Jeg spurði hvort nokk urst staðar væri hægt að fá inni. — Komið þjer með mjer, sagði maðurdnn og þurkaði sjer um munn inn á handarbakinu. Þjer gistið hjá prestinum, það gera allir. En presturinn úthýsti mjer nú samt. Og maðurinn varð að fara með mig miklu lengi^a, því að svo var hann þakklátur fyrir drykk- inn, að honum datt ekki í hug að skilja við míg fyr en jeg fekk inni. En ekki gat hann lítillækkað sig svo að hera farangur minn, enda þótt niðamyrkur væri. Lögfrœðingurinn við skjólstæð- ing sinn: — Og mundu svo, að það er jeg, sem á að tala fyrir rjettin- um, en ekki þú. VILTU HÆTTA AÐ REYKJA? Hlýddu þá á heilrœði. Hefurðu nokkurn tíma sjeð það, að maður, sem er að borða epli, reyki samtímds? Nei. Hefurðu nokkur tíma sjeð mann reykja á meðan hann er að drekka sítrónusafa? Nei. Hefirðu nokkurn tíma sjeð mann borða bláber eða önnur ber, eða drekka berjamjólk, og reykja sam- tímis. Nei. Hvers vegna? Það er vegna þess, að eplabragð og tóbaksreykur fer ekki vel sam- an. Ef þú hefir drukkið sítrónusafa, þá mun þjer finnast reykjarbragð- ið vont. Epli er góður og hoþur ávöxtur, og ávaxtasafi er ótrúlega góður og hressandi, en tóbaksbragð ið fer ekki saman við það. Ávaxta- safi og nikotin eru andstæður., sem aldreá er unt að sameina. Hvað geta menn lært af þessu? Sem betur fer fá eLki allir tóbaks- eitrun of reykingum. En þeir, sem hafa vanið sig á miklar reykingar, vilja flestir hætta, langar til þess en*geta það ekki. Flestir byrja á reykingum vegna þess að þeir vilja vera mannalegir. Seinna sjá þeir, að það er heimska, peningaþjóófur og heilsuspillir. Þetta á við bæði um pdlta og stúlkur. En það er hægra að venja sig á ósómann en losna við hann. Þrent er nauðsynlegt ef menn vilja venja sig af að reykja. 1. Að hafa einlægan vilja á því. 2. Að hætta að kaupa sigarett- ur. 3. Að látajíkamann fá þau nær- ingarefni, sem eru eins og mót eitur gegn tóbakseitrun. Þá hefirðu sigrað. Og hjer get- urðu fengið ókeypis ráð til þess, Það er óbrigðult, ef þú fylgir því, enda þótt það sje einfalt: Borðaðu eitt epli í hvert sinn, sem þig lang- ar til að reykja. Drektu eitt glas af sítrónusafa á hverjum morgni! — •Hjnir heilsusamlegu ávextasafar útrýma nikotin eitruninni. Borðaðu eins mikið af hráum ávöxtum eins og þú getur og allskonar rótarávöxt um og berjum. En ef þú hefir skemt í þjer magann, svo að þú þol ir ekki hráa ávexti, þá drektu ávaxta og grænmetissafa. Það mun hjálpa þjer til þess að losna við tóbaksílöngunina, en það gerir þ^ líka hraustan og glaðlyndari, svo að þig mun sjálfan furða. Þessi aðferð til þess að venja sdg af reykingum, er svo að segja ný. En þúsundir manna á Norðurlönd- um hafa þegar reynt hana með góðum árangri. Hún mun líka gef- ast þjer vel. En ef þú hefir reykt lengi og mikið máttu ekki búast við skjótum umskiftum. Vertu þol- inmóður og þú munt fljótt finna nokkurn mun á þjer á hverjum degi. Þá var öldin önnur Fitjaannáll segir frá því, að hinn 21. apríl 1648, hafi komið svo mikill snjór um Suðurnes, Kjós, Akranes og Melasveit, að mönnum tók í mitti. Hríðin var svo dimm, að bátar frá Seltjarnarnesi viltust á sjó; urðu sumir að liggja úti, en þrír náðu Akranesi; komust þá all- ir af.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.