Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Qupperneq 3
\JiLtona (Ujamadóttir:
JÓLANÖTT í SVE
Fram úr skugga hinum megin fjarðarins skríður bátur.
BLESSUÐ JÓLIN eru komin, allir
í hátíðaskapi. Jólafastan hafði ver-
ið óvenju góð og frosta lítil. Fjörð-
urinn okkar, sem venjulega var
alþakinn ís um jólin var nú alveg
islaus. Á aðfangadag var kominn
snjór yfir allt með dálitlu frosti.
Það er bjart veður og fagurt, tungl-
ið í fyllingu, svo allt umhverfið er
vafið dýrðarljóma. Bærinn okkar
einbýli, stóð undir lágu felli með
klettastölium. Var mikil trú á því,
að huldufólk byggi þar. Voru
sagnir um, að barn, sem var að
leika sjer þar, hefði fundið ný-
undinn þráðalegg, og þótti sýnt,
að hann væri frá huldufólki, sem
byggi í fellinu.
Þó það væri jólanótt, og alls
staðar loguðu ljós, fór heimilis-
fólkið að sofa á venjulegum tíma,
því að kveldið var of heilagt til
að spila eða hafa annan gleðskap.
Var það geymt til jóladags, þá
skemmti hver sjer eftir vild.
Um tíu leytið heyrðist einkenni-
legt hljóð, það er einhvers staðar
verið að spila á harmoniku. Allir
veita þessu óskifta athygli. Það
er blæjalogn á firðinum, og fram
úr skugga hinu megin fjarðarins,
skríður bátur og kemur þá í ljós,
að það er þaðan, sem hljóðfæra-
slátturinn heyrist. Jeg get ekki
hugsað til að fara inn. Það er
sunginn jólasálmur og spilað und-
ir á harmonikuna og báturinn
skríður áfram út á firðinum. Mjer
finst allt umhverfið verða svo
unaðslegt og verð jeg innilega
snortin og jólahelgin greip mig
svo, að jeg gleymi aldrei þessu
aðfangadagskveldi. Jeg geng nið-
ur túnið, og upp á hól, sem er
skammt frá sjónum, og horfi heim
að blessuðum bænum mínum með
mjallhvítt þakið, og allt umhverf-
ið hvítt, og fjörðurinn glitraði í
tunglskininu, og mjer datt í hug
að allt væri saklaust og hreint
nema jeg.
Svo geng jeg heim og inn í bæ-
inn, þar er fábreytt, en svipur jól-
anna blasir við. Fólkið hefur verið
í hátíðabúningi og hátíðaskapi.
Jeg las jólahugvekjuna um kvöld-
ið kl. 8 og þá eftir lesturinn var
úthlutað jólagjöfunum, og drukkið
súkkulaði og kaffi. Geislar gleðinn-
ar spegluðust á andlitum barnanna
og jafnvel þeirra eldri líka, enda
var mikið búið að vinna að jóla-
undirbúningnum. En það eru líka
dásamleg launin, faðmlög og þakk-
lætiskossar elsku litlu vinanna
minna.
Mig langar til að vera lengur úti,
svo að jeg spyr manninn minn
(hann var ekki háttaður) ,hvort
hann vilji ekki koma með mjer til
næsta bæar, -sem er aðeins 15 mín-
útna gangur. Vissi jeg, að piltur og
stúlka, sem við þektum vel, höfðu
sett upp trúlofunarhringana þá um
kvöldið, og fanst mjer tilvalið að
fara til þeirra og óska þeim til ham-