Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 599 Hvalsnes- bærinn. staðið allar á sama stað, sem ráða má af uppgreítri, síðan farið var að grafa í gamla kirkjustæðið, sem nú er í vesturenda hins nýstækk- aða kirkjugarðs. Það tilefni er talið til byggingar núverandi kirkju, að eitt sinn var Ketill bóndi í Kotvogi við ferming- armessu að Hvalsnesi og komust þá ekki allir kirkjugestir inn. Ket- ill kvað að svo búið mætti ekki standa að þeir sem messu vildu hlýða væru utandyra. Skömmu síð- ar ljet Ketill hefja byggingu nýrr- ar kirkju, sem reist var fyrir utan garð, á hól nokkrum skamt frá. Kirkjan er hlaðin úr tilhöggnu grjóti. Smiður var Magnús Guð- mundsson frá Reykjavík en hleðslu annaðist Magnús múrari frá Mið- húsum, en hann mun hafa dáið meðan á verkinu stóð, en það tók 3 ár að fullgera kirkjuna. í sama mund var Asbjörn Ólafs- son í Njarðvík að láta hlaða kirkju þá sem enn stendur í Innri Njarð- vík. Metingur var á milli höfðingj- anna um það hver byggði stærra cg sigraci Ketill þar, svo sem sjá má, því báðar eru kirkjurnar eins, nema Hvalsneskirkja er nokkru stærri. Núverandi Hvalsneskirkja er vígð 1887 og þjónað af Útskála- presti, sem einnig þjónar fjórum öðrum kirkjum og gætir eins af stærstu prestaköllum landsins. Hvalsneskirkja er máttug og góð til áheita, um það eru margar sagnir en jeg kann þær fæstar. Þó hafa núlifandi menn sagt mjer nokkrar sem þeir vita deili á og telja sannar. Ein þessara sagna greinir frá Hákoni bónda að Stafnesi. Hann var skytta góð og stundaði tófu- veiðar. Eitt sinn var hann í tófu- leit skammt frá Stafnesi og komst þá í kast við sjóskrímsli eitt fer- legt. Berst viðureign þeirra sunn- an undir túngarð og þótti Hákoni sinn hlutur óvænkast. Hjet hann þá að gefa Hvalsneskirkju gjöf nokkra ef hann slyppi frá skrímsl- inu. Brá þá svo við, að hann komst innfyrir túngarðinn sem gerður var úr háum rekaplönkum og skildi þar með þeim Hákoni og skrímsl- inu. Hákon færði kirkjunni ljósa- hjálm mikinn — 12 kerta — sem nú hangir næst altari og sannar þessa sögu. Tveir aðrir ljósahjálm- ar eru í kirkjunni og er annar til minningar um Ólaf Sigurðsson frá KKirkjau að iuuau

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.