Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Page 27
’ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
607
i (J3cirncihjaí \
INGA litla fekk að fara á jóla-
gleði í sunnudagsskólanum. Þar
var gríðarmikið jólatrje með ó-
teljandi kertaljósum, og efst á
toppnum sat engill og var þannig
um búið að vegna hitans sem
lagði af ljósunum snerist hann
altaf. Inga var mjög hrifin og
augu hennar ljómuðu af fögnuði
er hún horfði á þetta. Þegar hún
kom heim sagði hún við mömmu
sína-
— Ó, mamma, Jesúbarnið sat
hátt uppi og það lá svo vel á því
að það dansaði allan tímann sem
við vorum þar.
★
ÞAÐ var rjett fyrir, jólin. Mamma
var að keppast við að baka og
Stína litla sat úti við glugga og
horfði á skæðadrífu, sem fell
jafnt og þjett úti fyrir. Alt í einu
kaiiar hún:
— Mamma, mamma, sjáðu
hvað guð er duglegur, hann bak-
ar svo að hveitið fýkur út um
alt!
★
LÍTILL drengur lá í sjúkrahúsi.
Hann las bænirnar sínar á hverju
kvöldi og horfði jafnframt á
englamynd, sem var yfir rúminu
hans. En rjett fyrir jólin, þegar
verið var að gera hreint i sjúkra-
húsinu, tók hjúkrunarkona engla
myndina og sagðist ætla að þvo
hana. Þá um kvöldið, er dreng-
urinn hafði lesið bænirnar sínar,
andvarpaði hann og mælti svo:
— Góði guð, í nótt verður þú
að vaka yfir mjer, því að nú eru
englarnir í þvotti.
★
DÍA er ekki nema þriggja ára og
því á hún að hátta á undan öðr-
um á aðfangadagskvöld. Henni
leiðist það og hún segist vera
hrædd.
— Þú þarft ekki að vera hrædd,
segir mamma. Guð er hjá þjer.
Litlu seinna opnast hurðin að
svefnherberginu og Día kemur
kjökrandi í gættina:
— Mamma, okkur guði leiðist
svo mikið.
IMÓTTIIM HELGA
Karel Vorovka þýddi.
„Nú skil jeg þig ekki“, sagði frú
Dína höstum rómi. „Ef þetta væri
almennilegt fólk, hefðu þau farið
fil hreppstjórans, en væru ekki að
þessu flakki. Hvers vegna tók
Símon þau ekki heim til sín? Hvers
vegna ættum við einmitt að taka
þau að okkur? Erum við kannske
nokkuð Verri en hyskið hans Sím-
onar? Jeg er viss um, að konan
hans Símonar hefði ekki sleppt
svona flökkulýð inn fyrir hússins
dyr! Jeg er hissa á þjer, maður, að
þú skulir leggjast svona lágt — og
með hverjum?
„Hafðu ekki hátt,“ tautaði íssak-
ar gamli. „Þau hljóta að heyra til
þín.“
„Jeg held þau megi það,“ sagði
húsmóðirin og brýndi raustina. „Þó
það væri nú! Eins og jeg megi ekki
einu sinni tísta heima hjá mjer
vegna einhverra flakkara? Veistu
nokkur deili á þeim? Veit yfirleitt
nokkur maður nokkur deili á
þeim? Hann sagði: — Þetta er
konan mín. — Já, kona! Jeg veit,
hvernig það er hjá þesskonar hús-
gangslýð! Að þú skulir ekki
skammast þín fyrir að sleppa svona
ósóma inn í húsið!“
íssakar langaði til að skjóta því
inn í, að hann hafi aðeins hleypt
þeim inn í fjósið, en hann hætti
við það; hann vildi hafa frið.
„Og hún,“ hjelt kona hans áfram
stórhneyksluð, „hún er óljett, svo
þú vitir það. Guð minn góður,
þetta áttum við þá eftir, að komast
á milli tannanna á fólki. Hvar
týndir þú frá þjer vitinu?“ Hún
sótti í sig veðrið. „Þú getur auðvit-
að ekki neitað ungri flennu um
neitt. Undir eins og hún sneri að
þjer smettinu, lyppaðist þú niður
af eintómri velvild: — Búið bara
vel um ykkur, blessað fólk, þarna
er nógur hálmur! — Það er eins
og við ein eigum fjós í allri Betle-
hem. Hvers vegna gaf Símon þeim
ekki hálmfang? Vegna þess að
kerlingin hefði ekki leyft honum
það. Skilurðu það? Það er bara
jeg, sem er sú rola, að jeg þegi við
öllu —“
íssakar gamli sneri sjer til
veggjar. Kannske gugnar hún á
þessu, hugsaði hann; hún hefur að
vissu leyti á rjettu að standa, en
að vera að gera svona veður út af
þessu smáatriði ....
„Að taka ókunnugt fólk inn á
heimili sitt,“ sagði konan íhugul í
reiði sinni. „Hver veit hvers konar
lýður þetta er? Nú þori jeg ekki
að láta mjer renna í brjóst í alla
nótt. En þjer er sama. Er það ekki
svo? Þú getur gert allt — fvrir
aðra, en ekkert fyrir mig. Þú skalt
hliðra þjer hjá að taka nokkurn
tíma tillit til slitinnar og veiklaðr-
ar konu þinnar! Og á morgun verð
jeg að þrifa til eftir þau! Ef mað-
urinn er trjesmiður, hvers vegna
er hann þá ekki í vinnu einhvers-
staðar? Af hverju á einmitt jeg að
verða fyrir þessu ónæði? Heyrirðu,
íssakar?“
En íssakar lá með andlitið upp
að vegg og Ijet sem hann svæfi.