Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Page 1
17. tbl. XXVII. árg. jflor0tmWaí>£ m& Sunnudagur 18. maí 1952 BJARNI SIGURÐSSON: ÞEGAR Frakkar frá norðanverðu Frakklandi stunduðu þorskveiðar við ísland á 19. öldinni, áttu þeir glæsilegan fiskiflota. Eftir útliti og byggingarlagi skipanna, voru þau nefnd ýmsum nöfnum, svo sem skonnortur, loggort og fleira. Stundum vorum við krakkarnir sendir á rekafjörur til að skyggn- ast um eftir reka og reyna að bjarga honum. Komumst við þá í kynni við fiskiskipin úti fyrir ströndinni og varð starsýnt á hin- ar fögru frönsku fiskiskútur, sem voru rennilegar og fagurlega byggðar og fiskuðu stundum alveg upp undir fjörunni, þegar áttin var norðlæg og dauður sjór. Þarna var þá mikið útgrynni, sandrif og sand- hólar og því hættulegt fyrir skút- urnar og skip yfirleitt. En svo virtist, sem þeir væru ekkert hræddir við þetta, því stundum komu þeir svo nálægt landi og reyndu fyrir fisk með handfærum sínum, að við sáum,. þegar þeir drógu fiskinn. Það kom nú samt fyrir, að þeim varð hált á þessu og skipin þeirra stóðu á sandrifj- um eða sandhólum. Var þá uppi fótur og fit á skútunni. Við sáum þegar þeir hlupu eftir þilfarinu, settu út skipsbátinn, hlupu í hann og reyndu að draga skútuna út, en þetta tókst venjulega ekki fyr en á háflóði. Urðu þeir þá stundum að bíða lengi eftir því að losna, ef lágsjávað var þegar skipið festist. Þetta kom helzt fyrir þegar fiski- flotinn sigldi í ládeyðu og hægum norðanvindi austur með landinu og leitaði hafna á Austfjörðum, oftast á Fáskrúðsfirði og Vopnafirði — en þá sigldu þeir eins nálægt landi og þeir töldu fært. Við höfðum sérstaka ánægju af að horfa á þessa siglingu og vorum þá allan dag- inn, að leita að rekanum, þó við værum vel ríðandi og færum snemma að heiman að morgni. Þanin hvít seglin og fagurlega byggðar skúturnar drógu að sér athygli okkar og lyftu huga og ímyndunarafli. Og skúturnar, sem Bjarni Sigurðsson þarna sigldu voru margar, eða skiftu hundruðum. Þá var það líka ævintýri, að sjá allt í einu skútu, sem hafði hætt sér of nálægt landi, stanza allt í einu og hallast á hlið- ina, afklæðast skrúðanum (hlaða seglum) og gera ýmsar tilraunir til þess, að bjarga sér af sandrifinu, sem hún hafði fest sig á og virtist ekki geta losnað af. Á þetta var horft með eftirvæntingu. Nú var búizt við að fiskiskipið væri að Strandið á Þykkvabæarklaustursijöru árið 1874, hinn 25. murz

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.