Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 8
694 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Halldór Hermannsson próíessor: ÍSLENZK FRÍMERKI PÓSTFERÐUM hefur verið haldið uppi í einhverri mynd öldum sam- an annaðhvort af stjórnendum eða einstökum mönnum eða ættum (t. d. Thurn and Taxisd en póstfrí- merki eins og þau nú tíðkast voru fyrst gefin út á Englandi. Með „Pennv BJack“ sem prentað var og gefið út af ensku stjórninni í maí 1840 til að líma á bréf og póstsend- ingar svo að sæist að burðargjald hafi verið greitt, er talin bvrja saga póstfrímerkjanna. Á „Pcnnv Black“ var prentuð mynd Viktoríu drottningar og fvrir ofan hana stóð „Postage“, en fvrir neðan „One Penny“, en ekki stpð þar nafn landsins, ög hefur þeirri reglu ver- ið fylgt síðan á enskum frímerkj- um. Mynd drottningarinnar eða konungsins átti að nægja til að sýna hvaða landi frímerkin heyrðu til. Önnur lönd fylgdu brátt dæmi Englands að gefa út frímerki, og eftir því sem fleiri gerðu það og tala frímerkjanna óx, urðu margir til að safna þeim og áður langt um leið varð það ein hin almennasta gamansýslan eða dund manna að safna frímerkjum, svo að nú má segja að menn geri það svo mill- jónum skiftir, allt í frá krökkum til konunga, og er verslað með þau í stórum stíl og mikil verðmæti liggja í söfnum einstakra manna víðsvegar um heim. Sem dæmi upp á markaðsverð þeirra má geta þess, að frá miðjum september 1952 til júníloka 1953 voru 160 uppboð frímerkja haldin í New York og sala þeirra nam þrem milljónum dollara. Ekki leið á löngu áður en frí- Ilalldór Hermannsson merkin ferigu oft og víða aukatil- gang jafnframt því að sýna burðar- gjöld. Sérstaklega bar fyrst á því meðal smáríkjanna. Það var að auglýsa á einn eður annan hátt landið, sem gaf þau út, eða vekja athvgli á því, hvað það hafði að bjóða, eða einhverju markverðu, sem þar hefur skeð, og jafnframt því sem söfnurum frímerkja fjölg- aði og þau urðu verslunarvara, því meira var gefið út af frímerkjum í gróða skyni af smáríkjum. — í seinni tíð hafa Bandaríki Norður- Ameríku gert mikið að því að gefa út frímerki við ýmis tækifæri og í minningu merkra manna eða á af- mælum ýmsra viðburða i sögu landsins og ýmsra fyrirtækja, og hefur því útgáfa frímerkja verið þar mikil, t. d. árið 1948 komu út 29 ný frímerki. í einræðisríkjum Evrópu hefur átt sér stað mikil og margbreytt útgáfa frímerkja í áróðursskjmi fyrir óhollar pólitísk- ar kenningar og skýaborgir; kvað mikið að því í Rússlandi og mun það í fyrstu hafa verið gert í gróða- skyni til þess að selja frímerkin fáfróðum og einföldum söfnurum erlendis. Á síðustu árum hefur sér- staklega mikið kveðið að þessu hjá leppríkinu ungverska. Þar voru gefin út 1950 sjötíu gerðir frí- merkja og 1951 komu út yfir hundrað. Árið 1950 er talið að v'it gefin hafi verjð í heiminum 2342 ný frímerki. ----★---- Saga íslenzkra frímerkja hefur ekki verið skrifuð, enda er þar ekki um sérlega auðugan garð að gresja, en þó væri vert að skrifa hana, ef einhver hefði tíma og tækifæri til að ganga gegnum skjalasöfn póst- stjórnarinnar. Ég hef hér í þessari stuttu greinargerð farið eftir Scott’s Standard postage stamps catalogue, 108. útgáfu, 1952. Ég hef ekki tekið tillit til þeirra frímerkja, sem prentað hefur verið á annað gildi en það upprunalega eða endur- prentuð með mismunandi vatns- merki eða yfirstimpluð við eitt- hvert tækifærj. Heldur ekki þjón- usta frímerkja. Á Norðurlöndum voru frímerki fyrst gefin út í Danmörku 1851, í Noregi 1854 og í Svíþjóð 1855. — Fyrstu íslenzku frímerkin voru prentuð 1873; voru það sjö skild- inga frímerki, öll af sömu gerð en með mismunandi gildi, en 1876 komu fyrstu aura frímerkin, og voru þau af sömu gerð og hin fyrri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.