Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 707 Jafnframt vaxa þeim stórir væng- ir, fæturnir styttast og verða sterkari, líkamshitinn hækkar og óseðjandi græðgi grípur þau. Og er þau hafa etið allt upp til agna í kring um sig, hefur skarinn sig allur á loft í einu vetfangi, eins og eftir fyrirskipan. Stundum geta liðið nokkur ár á milli þessa. En þegar minnst vonum varir, þyrlast umskiftingarnir upp eins og þykkt ský með miklum dyn. Og þar sem þessi sægur slettir sér svo niður, má heyra langar leiðir hvernig þeir brytja allan gróður, svo að á lítilli stundu er landið eins og sviðið. Afleiðingin verður hallæri hjá þeim mönnum, sem þar búa. Ungar engisprettur verpa mörg- um eggjum og klína þeim saman í klasa, sem eru eins og litlir bananklasar. Eggin grafa þær í jörð. Á einum stað í Iran fundust 70.000 engisprettuegg á einum fer- metra lands í fyrra. Þegar engispretturnar fljúga, fara þær svo þétt, að 20 geta verið á hverjum teningsmetra, en mekk- irnir geta verið allt frá 100—500 fet á þykkt og nægir það til þess að þeir skyggja algjörlega á sól hvar sem þeir fara yfir. Og þar sem þeir hlamma sér niður er kássan svo þétt, að 10.000 geta verið á einum fermetra, en á einni ekru getur þungi þeirra numið 600—800 smálestum. Þess eru dæmi í Af- ríku að sterkar trjágreinar hafa brotnað undan þunganum af þeim engisprettum, sem þar hrönnuð- ust saman. Á einni svipstundu get- ur slíkur herskari breytt mörg hundruð fermílna svæði af frjóv- sömu landi í eyðimörk. Eru engispretturnar eins og far- fuglarnir, að þær viti hvert þær eiga að fljúga? Nei, þær láta ber- ast með vindum, eins og segir í Mósebók, og stundum verður það til þess að þær flana út yfir haf og er þeim þá dauðinn vís. Þegar engisprettuplága er upp komin, getur hún staðið í mörg ár, en þó mismunandi ill. Ein plágan stóð frá 1926—1933, önnur frá 1940—47, og engin getur sagt um hve lengi sú plága muni standa, er upp kom í fyrra. En í hvert skifti sem plága líður hjá, þá er það vegna þess, að umskiftingarnir hafa aftur tekið á sig fyrra gerfi. Herförin gegn engisprettum Engisprettuplágur hafa farið um allar álfur og frá alda öðli hefir mannkynið reynt að verjast þeim með ýmsum ráðum, svo sem með því að kveikja í þeim, hræða þær með hávaða, eða eitra fyrir þær* og reyndist það stórvirkast. Annars voru menn hér áður alveg óvið- búnir þegar engisprettumergðin kom. Nú hafa menn fregnir af þeim, áður en þær koma, og alls staðar eru geymdar birgðir af eitri og dælubílar og flugvélar eru til taks að taka á móti þeim, þegar þær koma. Um leið og einhvers staðar verður vart við að engi- sprettusægur hafi þotið upp, þá eru flugvélar sendar gegn þeim og þær geta á fáum dögum eytt engi- sprettum á þúsundum ekra. Svo vel eru menn nú farnir að fylgj- ast með þessu, að flugvélar eru komnar á vettvang um leið og engisprettunum hafa vaxið væng- ir og áður en þeir hefja sig til flugs í þéttum fylkingum. En flugvél- arnar geta aldrei sálgað öllum, eitthvað kemst jafnan undan. Á sumum stöðum er og ekki hægt að drepa stefnivarginn með eitri, vegna þess að þar býr fólk, sem þykir engisprettur mesta sælgæti og mundi safna þeim saman og eta þær. Og á sumum stöðum í Ind- landi mætir það mikilli mótspyrnu að herför sé ger gegn engisprett- unum, því að þar er það trú, að enga lifandi veru megi drepa, hve skaðleg sem hún kann að vera. Baráttan gegn engisprettunum er nú ekki aðallega fólgin í því, að útrýma þeim, þegar þær eru komn- ar á kreik, heldur að rannsaka hvernig á því stendur að meinlaus skordýr verða allt í einu að þess- um viðsjálsgripum. Um nokkur ár hefir það tekizt að kæfa engi- sprettuplágur í fæðingunni í Af- ríku, en meðan menn þekkja ekki allt eðli engisprettunnar, er lítil von til þess að mannkyninu tak- ist að vinna fullnaðarsigur á þeim. Hér er ekki um neitt smámál að ræða, því að á því veltur velferð margra þjóða. Þetta hafa Samein- uðu þjóðirnar gert sér ljóst, og þess vegna hafa þær sett upp hervarnir gegn engisprettunum, allt frá Níl- árdalnum og austur á Indland. Og menn gera sér nú góðar vonir um að aldrei framar verði tugþúsundir manna hungurmorða, vegna þess að engisprettur hafi etið allan jarðargróða. STUNDVÍSI Franco Mannino hafði verið fenginn til þess að semja músík við kvjkmynd- ina „Beat the Devil“, sem enskt kvik- myndafélag var að láta gera. Mannino var staddur í Róm og fær þá skeyti frá kvikmyndafélaginu í London: „Komið undir eins“. Þá var klukkan tíu að morgni. Mannino bjóst þegar á stað, náði í flugvél, sem var að koma frá Tokyo og var kominn til London klukkan átta um kvöldið. Enginn kom frá kvikmyndafélaginu að taka á móti honum, og er hann kom til skrifstofu þess, brá mönnum þar í brún og skrif- stofustjórinn sagði: „Vegna þess að þér eruð ítali, þá heldum við að þér mund- uð skilja skeytið svo, að þér ættuð að koma í næstu viku“. En Mannino svar- aði: „Af þvi að þér eruð Englendingar, þá helt ég að þér meintuð það sem þér sögðuð.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.