Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 11
* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 697 og er ég algerlega ósammála rektor háskólans við minningarhátíð Ara, er hann sagði, að hann vonaðist til, að íslenzkir listamenn mundu brátt búa til mynd af honum. Það væri næsta illa til fallið, því að við vit- um ekkert um það, hvernig hann leit út, og því yrði þetta falsmynd eins og myndirnar af Snorra. En það hefði mátt gera snoturt frí- merki í minmngu hans á annan hátt, t. d. með mynd af Helgafelli, þar sem Ari var fæddur, og sem á djúpar rætur í fornri trú og söeu landsins. Góð mynd af Helgafelli er í bók Collingsvoods um íslenzka sögustaði og hefði það litið betur út á frímerki en Kekla gjósandi. Líka hefði mátt láta íslenzka lista- menn keppa um að búa til tákn- ræna mynd í minningu Ara. Á því ári var líka þrjú hundruð ára dánarafmæli Arngríms lærða, þess manns sem fyrstur vakti at- hygli útlendinga á íslenzkum forn- bókmenntum, og varð fyrstur til að verja land og þjóð gegn útlend- um níðritum. Það var vert að halda minningu hans á loft en ekki sá ég hans minnzt á íslenzku það ár nema í stuttri tímaritsgrein eftir Jón Helgason prófessor. En í tilefni af þessu afmæli veittu Danir Árna- nefndinni fé til að gefa út í „Biblio- theca Arnamagnæana“ hin lat- nesku rit Arngríms og eru komin út af þeim þrjú stór bindi undir ritstjórn Jakobs Benediktssonar. Það er ekki illa til fallið að veita þessu athygli núna þegar handrita- málið er á döfinni. Af Arngrími er til ágæt mynd, sem liti mjög vel út á frímerki. ----★---- Árið 1949 átti Alþjóða póstsam- bandið 75 ára afmæli, og í tilefni af því gáfu flest ríki, sem í samband- inu voru, út frímerki. Það gerði og ísland, sem gaf út fjögur frímerki. Þau sýndu póstlest í snjó, íslands- kort, Reykjavík, og veginn niður í Almannagjá. í efra horninu til hægri á öllum var mynd af minn- ismerki sambandsins í Bern. Næsta ár (1950) voru gefin út átta frímerki í fjórum gerðum, tvö af hverri gerð. Þau sýndu gufu- skip, sem átti víst að merkja tog- ara; dráttarvél við plægingu, sauða hóp, sgm lítur út eins og ull út- breidd til þerris, og loks Heima- klett með höfninni í Vestmanna- eyum. Svona frímerki eru í raun- inni hrein markleysa. því að þau sýna ekkert sérkennilega íslenzkt. Það eru víða í heiminum til togar- ar, traktorar, kindahópar og litlar hafnir. ----★----- Nú er að geta hins óheppilegasta frímerkis, sem hin íslenzka póst- stiórn hefur látið frá sér fara. Árið 1950 voru fjögur hundruð ár liðin frá aftöku Jóns biskups Arasonar og sona hans. í tilefni af því gaf póststjórnin út frímerki með mynd af gömlum gráskeggjuðum manni með mítur á höfði og geislabaug, í biskupskápu og með bagal í hendi. Þetta átti víst að sýna Jón biskup, en þar sem engin lýsing er til af útliti hans, er þetta falsmynd, og geislabaugnum er ofaukið, því ekki hefur Jón verið kanóníseraður. En með þessu er verið að minna á sorglegan viðburð og fullkomlega ólöglegt verk, sem þjóðinni er til minnkunar, og sízt ástæða til að halda þessu á loft að nauðsynja- lausu. í seinni tíð hefur verið reynt að kenna Dönum um það, en ís- lendingar eiga engu síður sök á því, og tilraunir til að gera biskup- inn að þjóðhetju og eins konar píslarvætti fyrir sjálfstæðilandsins, ná engri átt. Það var kappgirni hans og óforsjálni sem varð honum að falli. En undarlegt er, að hin evangeliska-lúterska ríkisstjórn og kirkja skuli vera að halda þannig uppi minningu þess manns, sem lék svo illa fyrstu tvo lúterska biskupa landsins, Gissur dauðan og Martein lifandi. ----★——• Árið 1776 kom út tilskipun um póstferðir á íslandi, og í 175 ára minningu þess voru gefin út tvö frímerki (1951) að mestu leyti af sömu gerð; svndi annað gangandi póst með bvrði á baki. en hitt flug- vél á lofti, en bæði höfðu sömu snævl þöktu fjallahlíðar í baksýn. Þrjú nv frímerki. hef ég séð, en veit ekki ártal þeirra, eitt svnir Öræfajökul, annað Snæfellsjökul og hið þriðja Eiríksjökul, og yfir öUum svífur flugvél. Svo er að sjá sem póststiórninni séu iöklarnir og snjórinn sérlega hugðnæmt efni, því að hún kemur þessu að hvar sem hægt er. Máske vill hún með því sýna og sanna, að Flóki gamli Vilgerðarson hafði rétt fvrir sér, þegar hann gaf landinu þetta kalda nafn, sem það hefur borið síðan. Árið 1952 komu út fjögur frí- merki með mynd hins látna fyrsta forseta þjóðveldisins íslenzka, og var það vel til fallið. En alltaf skeður eitthvað nýtt. í hinum vikulega dálki um frí- merki í New York Times 2. ágúst síðastl. var prentað skeyti frá Jón- asi Hallgrímssyni í Reykjavík þess efnis, að ísland væri að undirbúa útgáfu frímerkja með myndum úr íslenzkum handritum, sem væru hjá háskólanum í Kaupmannahöfn og Danir vildu ekki láta af hendi við ísland. Háskóli íslands, sem hefði verið stofnaður 1911 vildi fá þessi handrit og væri reiðubúinn til að byggja sérstakt hús til að geyma þau í. Síðan 1944, þegar ís- land varð þjóðveldi, hafi það kraf- izt þessara handrita, en Danir væri ófúsir að láta þau af hendi, og þessi nýu frímerki væri gefin út til þess að vekja athygli heim^ins á þessu máli í þeirri von að Danir láti þá undan kröfum íslendinga. Þessa var aftur stuttlega getið i New

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.