Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 18
704 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Anastasia. keisaradóttir Er hún enn ú Itfí? hönd. Og svo var haldið til megin- landsins og slysalaust náðum við til Patras. Þar hafði jarðskjálftinn einnig gert vart við sig, en hafði hvergi nærri verið jafn æðisgeng- inn sem á eynni. Ég losaði mig í skyndi við farþegana, náði í lækni og nokkra hjálparmenn og lagði svo á stað aftur, en lögreglan náði í skyndi í tvo stóra báta og sendi þá með mér. Þegar við komum út að Chepha- lonia höfðu jarðskjálftarnir gert þar enn meiri usla. í Argostoliu geisuðu miklir eldar, en manngrúi bafði flúið niður að sjó, en þar var allt breytt, því að sjór flæddi nú yfir götuna, sem áður lá meðfram höfninni, en upp úr þessu flóði stóðu hús þjóðbankans og hafnar- innar. Þarna settum við á fót nokkurs konar hjálparstöð fyrir þá, sem slasast höfðu. Sjúkrarúm gerð- um við á þann hátt að leggja hurð- ir milli kassa. Þarna gerði læknir- inn að sárum manna, og svo voru þeir bornir gætilega niður í bát- ana. Það var aumkunarverður far- þegahópur, sem við fluttum í land, deyandi menn og stórslasaðir, kon- ur og börn og örvílnuð gamal- menni. I mínum báti var prestur nokkur. Hann var sjálfur slasaður, en hann skeytti ekkert um það, heldur gekk hann stöðugt milli manna, huggaði þá og hughreysti. Margir höfðu fengið taugaáfall svo að þeir höfðu tapað sér. Þeir sátu á þilfarinu og hreyfðu sig ekki eins og þeir vissu hvorki í þennan heim né annan. Sumir höfðu misst mál- ið. Ég sá eina konu, sem þreif barn sitt og stökk í sjóinn, þegar átti að koma henni um borð. Hún var sýnilega brjáluð og helt að nú æt+i að gera sér eitthvað illt. Ég fleygði mér út á eftir þeim, en tókst að- eins og bjarga barninu. Það var grátlegt að horfa upp á alla þessa eymd og hörmung. En í L I T L U þorpi í norðanverðum Myrkviði í Þýzkalandi á heima kona, sem er kölluð Anna Ander- son. Hún er 52 ára að aldri og farin að heilsu bæði á sál og líkama. En ef sagan, sem um hana gengur er sönn, þá er hún engin önnur en Anastasia, yngsta dóttir Nikulás- ar Rússakeisara, sem bolsivikar myrtu 1918. 3Í3 Sagan hefst eitt hlýtt júlíkvöld sumarið 1918 austur í Ekaterin- burg, smáborg, sem stendur við rætur Úralfjalla. Borgarastyrjöldin jarðskjálftarnir heldu stöðugt á- fram, veggir hrundu, grjót kastað- ist langar leiðir og rotaði suma, sem uppi stóðu, en aðrir köstuðust í sjóinn. Allir voru þarna í sama háska, þeir sem bjarga skyldi og hinir, sem reyndu að bjarga. Ég var stöðugt á ferðinni milli eyar og lands — fór 21 ferð þar á milli, en þá var ég orðinn svo úrvinda að ég hneig niður. Ég hefi ekki minnstu hugmynd um hve mörg hundruð manna ég flutti frá eynni til Patras. Næsta morgun komu hjálpar- skip og þá var ekki þörf á minni aðstoð framar. En þegar ég hafði náð mér, fór ég ásamt hermönn- um út í eyna til að leita í húsa- rústunum. Móður mína fann ég ekki. En ég fékk útvarpið til að lýsa eftir henni, í þeirri von, að hún kynni að hafa komizt í land með einhverjum öðrum báti. Og ef ég get fundið hana, þá er mér fulllaunað allt, sem ég gerði. í Rússlandi var í algleymingi og bolsivikar voru hræddir um sig, því að „hvíti herinn“ sótti fram að austan. Þeir höfðu komið keisara- fjölskyldunni fyrir hjá kaupmanni nokkrum, sem Ipatiev hét. Þar var keisarinn og drottningin, sonur þeirra og fjórar dætur. Þau voru fangar. Þetta kvöld gaf foringi uppreisn- armanna þarna á staðnum skipun um það að fjölskyldan skyldi flutt niður í kjallara hússins, og þar var allt keisarafólkið skotið. Menn vita ekki hvort þessi morð voru fram- kvæmd eftir skipan byltingar- stjórnarinnar í Moskvu, eða það var yfirforinginn þarna, sem réði því. — Síðan voru líkin tekin og brennd — öll, nema eitt, að því er sagan segir. Lík Anastasiu prins- essu var ekki brennt. Einn af hermönnum rauðhða tók eftir því, að afstaðinni skothríðinni, að líf leyndist með Anastasiu. — Hann tók hana og bar hana út í kerru, faldi hana þar í hálmi og ók á brott. Ekkert er vitað um það hvort hann ætlaði að bjarga lífi hennar, eða hann gerði þetta til þess að geta komizt yfir þá skart- gripi, er hún kynni að hafa á sér. Þetta komst skjótt upp að líkami Anastasiu var horfinn, og segja menn, sem þá voru í Ekaterinburg, að þegar hafi verið festar upp aug- lýsingar um alla borgina, þar sem tilkynnt var að hún hefði strokið og háum verðlaunum heitið hverj- um þeim, sem gæti vísað á hana, eða fært hana herstjórninni dauða eða lifandi. m

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.