Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 20
706 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS GISPRETTUPLÁGUR hefur tekið upp baráttu gegn vágcstunum EN S.Þ. ÞÁ MÆLTI Drottin við Móses: rétt út hönd þína yfir Egyptaland, svo engispretturnar þjóti upp og komi yfir landið, og upp eti allan jarðar- gróða og allt það, scm haglið eftir skildi. Þá rétti Móses staf sinn yfir Egyptaland, og Drottinn lét austanvind standa upp á landið allan þann dag og alla nóttina, en með morgninum kom austanvindurinn með engispretturnar. Þær liðu yfir allt Egyptaland, og komu niður i öllum álfum landsins; var af engisprettum svo mikill grúi á yfirborði jarð- arintiar, að aldrei Jiafði slíkur verið, og mun ékki hér eftir verða. Þser huldu allan jarðveginn, svo landið varð svart, og átu af allt gras jarð- arinnar og allan ávöxt tránna, sem haglið hafði eftir skilið, svo að í öllu Egyptalandi var ekkert lauf eftir á trjánum og ekkert grsen- gresi á akrinum. (2. b. Móse, 1Ö. kap.)< Hér segir frá 8. plágunni, og þeirri næst seinustu, sem kom yfir Egyptaland, áður en Faraó vildi gefa ísraelsmönnum heimfarar- leyfi. En þótt svo segi þar, að aldrei muni slíkur grúi engispretta koina fram, þá hafa engisprettur þó gert ærin spjöll víða, sérstak- lega í Asíu og Afríku. Og í fyrra kom þar svo mikil engisprettu- plága, að menn jafna henni til þeirrar er yfir Egyptaland gekk. En sá er munurinn á, að nú eru en alls konar erfiðleikar og sífelld- ur ótti við launmorðingja gerði hana sturlaða. Og nú eyðir hún seihustu dögum ævinnar í Suður- Þýzkalahdi, sGm vogrek á ólgusjó lifsins. Iíætt er við að eftir þetta fáist engar sannanir fyfir því hver hún er. En saga hennar hefur þótt svo merkileg, að Sir Laurence Olivier í London hefur skrifað leikrit um hana og hefur það Verið sýnt í sjón- varph en nú er Verið að taka það á kvikmynd. — Það heitir „Ana- stasia“. menn farnir að geta varizt engi- sprettunum. Þeim hefir að vísu ekki tekizt að sigra þær, en þeim hefir tekizt að halda þeim í skefj- um. Og baráttan gegn þessum skaðræðis kvikindum, er einhver fegursti votturinn um hvað al- þjóðasamtök megna, því að það eru hinar Sameinuðu þjóðir, sem standa fyrir herferðunum gegn engisprettunum. Það verður að herja á engi- spretturnar, hvar sem þeirraverður vart eigi aðeins til þess að bjarga því landi, þar sem þær eru í þann svipihn, heldur til þess að bjarga mörgum öðrum löndum, því að engispretturnar fara í • herskörum land úr landi. I fyrra spratt plágan upp í Austur-Afríku, ög barst það- an til ÁUsturlanda og hafði þá far- ið yfir landsvæði, sem er um 2.550.000 fermílur (enskaf). Af þessu má ráða, að ef habgt er að stöðva pláguna, þar sem hún kem- ur upp, þá er þar með bjargað löndum, sem eru í allt að 2000 mílna fjarlægð. í fyrra tókst mönnum að eyða 3000 mökkvum af ungum engi- sprettum, en margir hópar komust þó undan og hafa aukið kyn sitt. Menn voru því við öllu búnir, og snemma í vor sem leið, urðu eftir- litshienn varir við hópa af engi- sprettum í Indlandi, sem þyrluðust þar upp og „bárust með austan- vindinum“ í áttina til Pérsaflóa. Af þessu varð mönnum ljóst, að nú vofði hætta yfir stóru svæði, aiit frá Assam í austri til norðvestur- hluta Afríku, allt frá sunnanverðu Rússlandi til Suður-Afríku, og allt þar á milli. Fyrir nokkrum árúm var því haldið fram, að hættan af engi- sprettum færi minnkandi eftir því sem löndin yrði þéttbýlli og betur ræktuð. En það hefir nú komið í ljós, að með aukinni ræktun eru sköpuð enn betri lífsskilyrði fyrir engispretturnar en áður. Umskiftingar. Engispretturnar eru mönnúm ráðgáta. Þær eru í sjálfu sér ekki sérstakt kyn, heldur eru þær um- skiftihgar frá öðru kyni, sem er meinlítið. En af einhVerjum ástæð- um verður þetta meinlausa kyn allt í einu að stefnivargi, sem safn- ast í stórhópa og fer eins ög log yfir akur. Þetta var fyrst upþgötv- að árið 1921. En Umskiftihgarnir koina elcki fram á hverju ári, héld- ur líður nokkuð á milli, ög féir það eftir veðráttu og gróðurfari. Umskiftin verða með snöggum hætti. Hin litlu og meinleysislegu kvikindi fara allt í einu að vaxa og verða ófrýnileg ásýndum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.