Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Page 1
13. tbl.
Sunnudagur 4. apríl 1954
XXIX. árg.
* A
y^RIÐ 1733 var í lögréttu á Al-
þingi lýst manni þeim, er Ás-
grímur hét Böðvarsson og var tví-
tugur að aldri. Hafði hann orðið
sekur um merkurþjófnað í Vest-
manneyjum og fyrir það dæmdur
útlægur úr Sunnlendingafjórð-
ungi.
Honum er svo lýst að hann sé
dökkur á brún, móeygur og með
jarpt hrokkið hár, með hærri
mönnum og þykkur að því skapi,
fótamjór og hátt til hnésins, ekki
ókarlmannlega vaxinn og sýnilega
efldur, hagtækur á smásmíði, lítt
læs en þó kostgæfur um að taka
sér fram þar um, glaðlyndur í sinn
hóp og sýnilega orðfár.
Ásgrímur mun þá hafa verið far-
inn úr Sunnlendingafjórðungi og
seztur ^ð á Snæfellsnesi. Er hans
getið þar tveimur árum seinna fyr-
ir það frábæra kfrek, að hann hafi
klifið upp á stærri Lóndrangann.
Var það á þriðja í Hvítasunnu (31.
maí 1735). Hafði hann með sér
fertugt færi og renndi því fram af
drangnum og vantaði þá hér um
bil 4 faðma upp á að það næði alla
leið niður. Ásgrímur hefir sjálfsagt
verið vanur bjargmaður í Vest-
manneyum og þess vegna hefir
*
honum ekki blöskrað að klífa upp
á drangann, þótt það þætti svo
mikið afreksverk þar vestra, að
þess er getið í annálum. Máske
hefur þetta og þótt enn meira af-
reksverk, er annar maður, sem ætl-
aði að ganga á dranginn nokkurum
árum seinna, hrapaði þar til bana.
Nú var það veturinn eftir að far-
ið var í hinar mannlausu kaup-
mannabúðir í Ólafsvík og stolið
þaðan 200 ríkisdölum í peningum
og um 30 vættum af varningi. Ekki
sá nein missmíði á verslunarhúsinu
og komst þetta ekki upp fyr en um
vorið, er kaupmaður kom og sakn-
aði þessa.
Þá var sýslumaður í Snæfellsnes-
sýslu Guðmundur Sigurðsson lög-
sagnara Sigurðssonar á Brjánslæk.
Hann hafði verið Alþingisskrifari
árið sem Ásgrími var lýst þar, en
fekk Snæfellsnessýslu 1734 og bjó
á Ingjaldshóli. Hann var röggsamt
yfirvald, skörulegur maður og siða-
vandur svo, að þá þótti varla við
hóf.
Þegar þjófnaðurinn komst upp
mun sýslumaður þegar hafa fengið
grun um að Ásgrímur væri þar við
riðinn. Lét hann þá grípa Ásgrím
um sumarið og hafði hann í varð-
TLAGI
haldi hjá sér á Ingjaldshóli. Ekki
sannaðist neitt á hann og ekki ját-
aði hann sig valdan að þjófnnðin-
um, en honum tókst að strjúka úr
varðhaldinu og lagði hann þá leið
sína norður í Strandasýslu og kom
fram í Trékyllisvík. Segir Gísli
Konráðsson svo frá komu hans
þangað:
„Þá bjó í Krossnesi sá maður
er Ásgrímur hét, vitur maður og
drengur góður. Jörundur hét mað-
ur, er var á vist með Ásgrími. Hann
var Ásbjarnarson og átti fyrir konu
systur Ásgríms bónda. Hann var
kallaður margvís og þó drengur
góður. Ásgrímur seki bað nú nafna
sinn viðtöku. Tók bóndi því fálega
í fyrstu en þá lagði Jörundur til að
honum yrði veitt nokkur umsjá um
tíma. Kom þá svo, að Ásgrímur tók
við nafna sínum.“
Sumarið eftir, 1737, komst svo
upp hverjir voru valdir að þjófnað-
inum í Ólafsvík. Náðist þá maður,
er Halldór hét Snorrason úr Mýra-
sýslu og játaði hann á sig að hafa
farið í búðina ásamt Ásgrími
Böðvarssyni og stolið þar. Fyrir
þetta var Halldór dæmdur til að
kaghýðast tvisvar sinnum og
brennimerkjast. Fór önnur hýðing-