Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Qupperneq 2
230
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
in fram þegar eftir dómsuppsögn
og markaður var hann þá um leið,
en seinni hýðingin skyldi fara fram
á vorþingi. Það þing var háð að
Ingjaldshóli á þriðja í páskum vor-
ið 1738. Þann dag brast á vestan-
stórviðri upp úr logni og fylgdi stór
hríð. Lentu bátar þá víða í miklum
hrakningum og fórust margir
menn. Þetta var hinn 9. apríl. En
ekki frestuðust réttarstörf Guð-
mundar sýslumanns fyrir stórviðr-
ið, og var Halldór hýddur á þing-
inu og annar þjófur líka.
— ★ —
Þegar Guðmundur sýslumaður
komst að því hjá Halldóri, að Ás-
grímur hefði verið með honum í
þjófnaðinum í Ólafsvík, fór hann
að halda spurnum fyrir um hvar
Ásgrímur mundi niður kominn, og
sannfrétti þá að hann væri á
Krossanesi í Trékyllisvík. Gerði
sýslumaður þá ferð sína þangað
norður sumarið 1737 til þess að
grípa Ásgrím. En Ásgrímur varð
var við ferðir þeirra og tók á rás
frá bænum og upp í fjall og höfðu
þeir hans ekki. Sýslumaður stefndi
honum þá til þings, en auðvitað
hafði Ásgrímur það að engu og kom
ekki.
— ★ —
í Strandamannasögu hefur Gísli
Konráðsson frásögn um þessa að-
för að Ásgrími. Er þar víst bland-
að saman frásögnum um tvær að-
farir til að ná í Ásgrím, en vegna
þess að nokkur fótur er fyrir frá-
sögninni, skal hún birt hér.
— Það er sagt að amtmaður
syðra fengi spurt um síðir að Ás-
grímur var á Ströndum. Sendi
hann þá mann þann, er Eyvindur
hét, allröskan og góðan dreng,
norður og menn eigi allfáa með
honum á fund Einars Stranda-
sýslumanns að leita Ásgríms. Stóð
Einar þegar upp og höfðu þeir
margt manna og komu á Krossnes.
Þá voru þeir Ásgrímur bóndi og
Jörundur á sjó, en Ásgrímur seki
sat á palli hjá konum, er unnu tó.
Brá hann sér eigi er mannaferðin
var sén, en greip kefli, risti á rúnir
og gól galdra yfir. Aðkomumenn
skipuðust fyrir dyr og Eyvindur
leitaði laundyra með sínum mönn-
um. En er lið þeirra hafði skipazt
um bæinn, varpaði Ásgrímur rúna-
kefli sínu í ræfur upp, en jafnskjótt
rifnaði þekjan fyrir og varð á
gluggi mikill, að því er konum
sýndist. Stökk Ásgrímur þar út, en
þeir sáu til hans og eltu hann, en
hann brá fyrir sig handahlaupum
og höfðu þeir ekki við honum þótt
ríðandi væri. Komst hann upp í
Krossnesmúla og grýtti á þá með
æsingi miklum stórgrýti, svo að
þeir komust ekki að honum. Meidd-
ust margir af grjótinu og Eyvind-
ur mest.
Kom þá að Ásgrímur bóndi og
flutti þá er meiddir voru heim í
Krossnes, en hinir fóru heim með
Einari sýslumanni. Lá Eyvindur í
Krossnesi til þess hann var gróinn
og skildu þeir Ásgrímur bóndi með
kærleikum. Reið Eyvindur suður
og sagði sínar farir ekki sléttar. Og
kölluðu menn Ásgrím eigi vera
meðalskata og ei mundi dælt við
hann að fást.
Eftir það dvaldist Ásgrímur í
ýmsum stöðum í klyftum, gjám og
hellum, því að enginn þorði að
taka við honum. Lagði og Einar
sýslumaður bann fyrir allar bjarg-
ir við hann.----
Það var 13 vetrum áður en hér
var komið, að Ásgrímur gekk á
drangann 1735.---------
— ★ —
Samkvæmt því hefði þessi saga
átt að gerast árið 1748 og er ekki
fyrir að synja að þá hafi enn verið
gerð för að Ásgrími. En annars er
hér á þjóðsögukenndan hátt bland-
að sanaan frásognum af tveimur
aðförum við hann árið 1737. Hefur
fyrri aðförinni þegar verið lýst, er
Guðmundur sýslumaður fór sjálf-
ur norður þangað. — En nokkru
seinna var það, að Guðmundur
sýslumaður sendi marga menn
norður í Trékyllisvík til að hand-
sama Ásgrím og fór þá svo að þeir
náðu honum. Var Ásgrímur þá
hinn spakasti og hafði ekkert á
móti því að fara með þeim á fund
Guðmundar sýslumanns.
Lögðu sendimenn sýslumanns
svo á stað með hann og segir nú
ekki af för þeirra fyr en þeir komu
að Kleifum í Gilsfirði. Þar höfðu
þeir náttstað: Ásgrímur var látinn
vera í baðstofu og var hann járn-
aður á höndum og fótum, svo að
hann skyldi ekki sleppa. En auk
þess var vörður haldinn við út-
göngudyr um nóttina og þótti það
öruggt.
Þetta dugði þó ekki, því að þegar
menn komu á fætur um morgun-
inn, var Ásgrímur horfinn. Hafði
hann rofið baðstofuþekjuna um
nóttina og skriðið þar út. Fannst
hann ekki hvernig sem leitað var.
Þótti þetta með hinum mestu ólík-
indum, að maðurinn skyldi komast
þarna út í tvennum járnum og geta
forðað sér. Munu sumir hafa ætlað
að hann væri ramgöldróttur, enda
segir Gísli Konráðsson hiklaust að
hann hafi verið galdramaður. Og
að þessum atburði mun lúta frá-
sögn hans um það, að Ásgrímur
hafi kastað rúnakefli í ræfur upp
og þekjan jafnskjótt rifnað, enda
þótt það hafi átt að gerast á Kross-
nesi.
Ekki er nú vitað hvernig Ás-
grímur hefur náð járnunum af sér,
en farið mun hann hafa norður í
Strandasýslu aftur. Segir sagan að
hann hafi komið þar á einhvern
bæ og beðið bónda að Ijá sér
smiðju, því að hann ætlaði að
smíða öngla. Dró hann síðan hand-
járn upp úr vasa sínum og kvaðst