Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Side 4
232 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kvæði fornskáldanna VÍ miður hafa útgáfur fornrit- anna ekki verið svo vel skipu- lagðar sem æskilegast hefði verið. Ýms hinna merkustu þeirra hafa aldrei verið gefin út hér á landi, jafnvel þó að til séu af þeim marg- ar útgáfur erlendis, og má þar til nefna slíka gersemi sem Konungs- skuggsjá og svo ágætar sögur sem Orkneyingasögu og Færeyinga- sögu. Aldrei hafa heldur Morkin- skinna og Fagurskinna verið prent- aðar hér á landi, og ekkert þeirra rita, sem nú voru nefnd, eru fáan- leg í erlendum útgáfum heldur. — Ekki hefur heldur neinn forleggj- ari ráðizt í að endurprenta Forn- mannasögurnar í hinni frægu 12 binda útgáfu, scm Sveinbjörn Eg- ilsson átti svo mikinn þátt í, og er hún þó búin að vera ófáanleg um hálfrar aldar skeið. Samt er það augljóst mál, að fyrr eða síðar verður að endurprenta hana íhelzt ljósprenta) með öllum ummerkj- um, því að í fimm aldarfjórðunga er búið að vitna til hennar sí og æ. — Fleira mætti nefna þessu líkt. En að því er til íslenzkrar alþýðu kemur, er það máske nevðarlegast af öilu, að hér skuli aldrei hafa verið gerð heildarútgáfa af kvæð- um fornskáldanna. Engin viðun- andi útgáfa þeirra var í rauninni til fyrr en Finnur Jónsson gaf þau út í Kaupmannahöfn á árunum 1912—15. Og hvar og hvenær sem þessi kvæði verða gefin út fram- vegis, er augljóst mál, að alltaf verður útgáfa Finns í rauninni undirstaðan, en hún seldist upp á tíu eða tólf árum og komst aldrei nema í fárra manna hendur hér á landi. Almenningur hafði heldur ekkert við stafrétta textann að gera. Tvö bindin af fjórum voru því aðeins fyrir sérfræðinga. Jafnskjótt og útgáfa Finns var uppseld, kom það í ljós, hvílík nauðsyn það var að endurprenta hana. Af því hefur þó ekki orðið í Kaupmannahöfn ennþá, víst aðal- ljóst vitni, að honum hefur ekki verið neitt umhugað að ná í Ás- grím, þykist hafa gert skyldu sína með því að banna mönnum að hýsa hann, og skipað hreppstjórum að grípa hann, en því sé ekki gegnt. — ★ — Guðmundur sýslumaður Sigurðs- son átti ýmislegt mótdrægt og eitt af því fléttast einkennilega inn í sögu Ásgríms. Það var eitt vor er bjargarskortur var á nesinu, að sýslumaður ákvað að opna kaup -mannsbúðir í Ólafsvík og miðla mönnum björg þaðan. Hann hafði lykla að búðinni, en innsigli voru fyrir lásum og vildi hann ekki brjóta þau og opna svo hurðina, heldur fór hann inn um glugga og afhenti kornmatinn út um hann. Var þetta að vísu gert í margra manna viðurvist. En illar tungur spunnu þá upp óhróðurssögu og aðdróttanir til sýslumanns. Sögðu þær, að fyr hefði* verið farið inn um glugga á búðinni til stulda og vissi enginn hver gert hefði, en nú væri sýnt að sýslumaður kynni lag- ið á þessu. Varð hann því meðal almennings bendlaður við þjófnað- inn, og tók hann sér það mjög nærri. — Steðjaði þá og ýmislegt fleira mótdrægt að honum. Haust- ið 1753 andaðist hann snögglega yfir matborði að Staðarstað og var það almannarómur, að hann hefði sjálfur stytt sér aldur. Á. Ó. Ernst A. Kock lega vegna þess að nauðsyn þótti að leiðrétta ýmislegt í stafrétta textanum, þeim hlutanum, sem al- menningur lætur sig litlu varða. En prófessor Ernst A. Kock endur- prentaði lagfærða textann í tveim bindum í Lundi á árunum 1946 til 1949, þó með mörgum breytingum eftir því sem hann taldi að lesa bæri. Um sumar þessar breytingar mun ekki orka neins tvímælis með- al norrænufræðinga, en aftur á móti mjög um aðrar. Svo mun lengi verða, eða öllu heldur svo mun alltaf verða um texta forn- kvæðanna. Þar er svo margt úr lagi fært. Þegar frá eru taldar orðabreyt- ingar í textanum, hefur Kock fylgt útgáfu Finns nákvæmlega, en þó hefur hann gert við sína útgáfu hentugri registur heldur en var í hinni. Og að ytra útliti er hún stór- um fallegri, enda standa Svíar fremstir allra Norðurlandaþjóða um bókagerð. Lítið hefur borizt af þessari út- gáfu hingað til lands, og nú var hún einnig að seljast upp. Fyrir milligöngu Ohlins bókaverslunar í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.