Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Page 5
v LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
233
Austri hinn mikli
ar vildu ekki sjá það ....
Nokkrir leynilögreglumenn
höfðu verið ráðnir til þess að hafa
eftirlit með vasaþjófum. Einn
þeirra kom þar sem fjöldi manns
var að spila. Hann komst að því
að menn höfðu rangt við og kærði.
Þá komst allt í uppnám. Menn
fleygðu spilunum og handalögmál
hófust og þessu lauk með því að
leynilögregluþjónninn var lokaður
inn í gripastíu uppi á þilfari.
Hinir reyndari og gætnari gengu
til náða, en þá hófust nú vandræðin
fyrir alvöru. Það voru ekki til rúm
Skipsbáknið,
elti frá
Frh.
Skemmtiferð.
Seint í júlí var tilkynnt að Austri
hinn mikli ætlaði að fara í tveggja
daga skemmtiferð til Cape May og
kostaði 10 dollara að fá að vera
með, en farþegar yrðu auk þess að
kaupa fæði um borð. Tvö þúsund
farmiðar seldust.
Daniel Gooch skrifar í dagbók
sína um þessa skemmtiferð: „Allt
gekk að óskum í byrjun. Fólk réði
sér ekki fyrir kátínu um kvöldið,
Lundi eru síðustu eintökin af þessu
verki nú komin hingað til lands og
eru þau seld í bókaverslun Snæ-
bjarnar Jónssonar í Hafnarstræti 9.
Er nú tækifæri fyrir bókasöfn og
bókamenn að eignast bækur, sem
óvíst er að verði á boðstólum á
næstu áratugum.
• Ó. B.
sem ógæfan
upphafi
enda var veður yndislegt, tungls-
ljós og blæalogn“. Svo var lúður
þeyttur til merkis um að allir far-
þegar ætti að koma inn í stóra sal-
inn. Þar átti að vera mikil kvöld-
veizla og þjónar úr landi höfðu
verið leigðir til þess að ganga um
beina.
Farþegar streymdu inn í salinn
og skipuðu sér við veizluborðið.
En þjónarnir stóðu eins og mynda-
styttur og hreyfðu sig ekki. Þá
réðust farþegar að brytanum og
spurðu hverju þetta sætti. Hann
varð þá að segja þeim frá því að
óhapp hefði komið fyrir. Það hafði
sprungið vatnsleiðsla í forðabúri
skipsins og eyðilagt allan matinn.
Þetta var að vísu ekki eina forða-
búrið. Og nú var farið í annað og
þangað sóttir vindþurkaðir fuglar,
morkið nautakjöt, ólseigt saltkjöt
og kex, sem var hart eins og grjót.
Þetta var borið á borð, en farþeg-
handa öllum þessum sæg, því að
skipið var aðeins ætlað 300 far-
þegum. Sumir höfðu pantað rúm
fyrir fram, en allt hafði farið í
handaskolum um úthlutun þeirra,
svo að þegar memi ætluðu að
ganga til hvílu voru annara manna
konur fyrir í rúmum þeirra. Marg-
ir höfðu fengið ávísan á sama klef-
ann. Þjónarnir voru dauðadrukkn-
ir og gátu ekkert greitt úr þessu.
Menn fóru þá að berjast um svefn-
klefana og þess voru dæmi að kon-
ur voru rifnar upp úr rúmum með
harðri hendi og fleygt á dyr.
Nú var gripið til þess ráðs að
breiða þunnar ábreiður á þilfarið
svo að menn gæti sofið á þeim.
En ekki var það ókeypis, menn
urðu að borga 50 cent fyrir að fá
ábreiðu. Og ef einhver þurfti að
víkja sér frá var það víst mark
að einhver þjónn stal ábreiðunm
og leigði hana öðrum. Enginn
reyndist farþegunum vinur í raun
nema skozk stúlka, sem átti að sjá
um kvennasalinn. Hún kom nokkr-
um konum þar fyrir og varði þær
fyrir ollum ásoknum.