Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 235 lagðist flatt út í aðra hliðina, varð fyrir hinni miklu skrúfu og skrúf- an festist í því. Skipstjóri skipaði að stöðva skrúfuna og nú var skip- ið alveg bjargarlaust. Það hafði nú ekki aðrar vélar en dæluvélarnar. Allt var á tjá og tundri í skip- inu. Inni í hinum mikla sal losn- aði píanóið stóra og fór að dansa fram og aftur um gólfið. Það renndi sér sem hrútur á húsgögn- in og braut þau hvert af öðru. Sjálft varð það jafnframt fyrir miklum skakkaföllum. Fyrst brotn- uðu lappirnar undan því, svo fór lokið af því og seinast brotnaði það í spón. Þjónarnir voru að reyna að binda föst þau húsgögn sem losnuðu, eins og þau væru mannýg naut. Svo losnaði ofninn í stóra salnum og renndi sér eftir gólfinu. Margir menn réðust að honum til að stöðva hann, en það varð til þess að þeir bárust með honum á fleygi- ferð yfir gólfið og lentu á einum stóru speglanna. Hann fór auðvit- að í þúsund mola og mennirnir skaðskárust á glerbrotunum og mörðust meira og minna við á- reksturinn. Ein holskeflan braut gripaskýl- ið á þilfari og þeytti tveimur kúm niður í kvennasalinn. Þeim var tosað upp aftur og varpað fyrir borð. Björgunarbátarnir brotnuðu og slitnuðu úr gálgum sínum. Þannig liðu dagarnir hver af öðrum. En þegar öll von sýndist úti ber að þeim lítið skip, sem „Magnet“ hét og var frá Ncfva Scotia. Það sýndist ekki stærra en björgunarbátarnir, sem Austri hafði misst. Nú kom það svo nærri, að skipstjórarnir gátu kallast á. Og Wilkins skipstjóri á hinu mikla hafskipi hrópaði: „Viljið þér hjálpa okkur?“ Og skipstjórinn á litla bátnum kallaði á móti: „Já, við skulum hjálpa ykkur.“ Einn af farþegunum á stóra skipinu æddi út að borðstokk og hrópaði: „Ég skal borga yður 100 pund á dag, ef þér yfirgefið okkur ekki.“ Annar tók af skarið: „Ég vil kaupa skip yðar með farmi og öllu sam- an.“ Litla skipið sigldi umhverfis hafskipið. Fölir og guggnir farþeg- ar stóðu út við borðstokkinn og mændu vonaraugum á þetta litla skipskríli. En það heíði þó ekki getað veitt mikla hiálp, ef stón skipið hefði sokkið. Það hafði ekki rúm nema fyrir nokkra menn af áhöfn og farþegum hins stóra skips. En það helt sig í námunda við „Austra“ í margar klukku- stundir og seinast þegar sýnt var að það gat ekkert gert, varð það að samkomulagi að það mætti halda áfram för sinni. Og svo sigldi það á stað á fullri ferð, en mörg augu störðu á eftir því meðan nokkuð sást til ljósa þess. Þegar skipið var horfið kom einn af farþegum og krafðist þess að fá að tala við Walker skipstjóra. Hann hét Towle og var vélfræðing- ur. Honum hafði komið ráð í hug til að bjarga skipinu, með því að koma stýrinu aftur í samt lag. Skipstjóri felst á ráðagerð hans og bað hann að stjórna verkinu. Towle gat komið keðjum á stýrið og snúið því svo að skrúfan iosn- aði. Hann tilkvnnti vélstjóra að nú mætti setja skrúfuvélina í gang. Þetta var laust eftir miðaftan. sunnudaginn 15. september, og þá hafði skipið rekið stjórnlaust í 75 klukkustundir. Þeir voru þá stadd- ir 200 sjómílur vestur af Cape Clear í írlandi. Með keðjunum, sem komið hafði verið á stýrið, var unnt að hreyfa það svo að skipið lét að stjórn. Og nú fór skrúfan í gang og knúði skipið á- fram með 8 sjómílna hraða. Stefna var tekin á írland. Enn einu sinni hafði skipið orð- r~\ -------------------------------3 ið fyrir skakkaföllum, sem kost- uðu útgerðina stórfé. Nýtt skakkafall. Enn var skift um skipstjóra og hét sá Walter Paton, er við tók. Hann sigldi skipinu vestur um haf í júnímánuði 1862 og gekk sú ferð svo vel, að félagið græddi 45.000 sterlingspund á henni. Öðru sinni sigldi Paton vestur um haf í ágústmánuði. Hann var kominn vestur hinn 27. ágúst og lá framundan Montauk vita og beið hafnsögumanns. Skammt það- an eru hinar svonefndu Endeavour grynningar og þar er ekki nema 19 feta dýpi. Hafnsögumaður kom um borð um nóttina og lét setja allar vél- ar í gang. Hálfri stundu síðar heyrðist eitthvert urgandi hljóð og skipið hallaðist nokkuð á bak- borða. En það mjakaðist þó áfram og hafnsögumaður sagði að það mundi hafa tekið niðri á einhevrj- um sandskafli, sem straumar hefði myndað þar í botni. Skipstjóri sendi fyrsta stýrimann að athuga hvort nokkrar skemmdir hefði orðið á skipinu. Hann kom aftur með þær fréttir að hvergi hefði komið leki að því. Farþegar höfðu ekki orðið varir neins, þeir voru allir í værum svefni. Skipið lagð- ist fram undan Manhattan og far- þegar voru fluttir í land á bátum og enginn vissi um áreksturinn. Skipið hallaðist nokkuð, svo að skipstjóra þótti vissara að fá kaf- ara til að athuga botninn í því. Þá kom í ljós að á byrðingnum var glufa, álíka löng og meðalskip voru í þá daga. En innri byrðingurinn var óskemmdur. Þess vegna höfðu menn ekki orðið varir við leka. Viðgerðin kostaði 70.000 sterl- ingspund og stóð yfir í 63 daga. Paton skipstjóri kom því heim með þungan bagga á bakinu. Félags- stjórnin reyndi eins og hún gat að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.