Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
237
um kaup lengur, og þá skildi hann
við skipið.
Hafnarstjórninni í Milford var
afar illa við að hafa þetta ferlíki
þarna. Hún skoraði hvað eftir ann-
að á eigendur þess að flytja það
burt, en þeir vildu það ekki, eða
gátu það ekki. Árið 1876 var verk-
fræðingur nokkur, Frederick
Appleby, fenginn til þess að gera
þurkví fyrir skip í Milford Haven.
Þá kom upp úr kafinu, að Austri
hinn mikli lá einmitt þar sem
hentugast var að gera skipakvína.
Nú þótti hafnarstjórninni bera vel
í veiði, þetta var næg ástæða til
þess að reka skipið burtu. En
Appleby bað hana blessaða að gera
það ekki. Honum hafði hugkvæmst
það snjallræði að smíða skipa-
kvína utan um skipið. Það var gert
og þegar skipakvíin var fullger,
fyllti Austri hinn mikli hana al-
veg. — Nú þurfti að koma hon-
um þaðan. Vatni var veitt inn í
kvína svo að skipið flaut. Þá kom
í ljós að skipið gat ekki komizt
út fyrr en skófluhjólskýlin voru
tekin af því. Skipakvíin er enn í
notkun. Hún er nú hið eina sýni-
lega tákn um stærð skipsins.
Átta þúsund pundum var varið
til þess að hreinsa Austra og dubba
hann upp. En 1880 gafst Gooch
upp. Fimm árum seinna var skipið
selt á uppboði fyrir 26.200 sterl-
ingspund. Kaupandinn var Ed-
ward de Mattos og hafði hann
keypt það fyrir London Trad-
ers Ltd.
Hann leigði nú skipið manni,
sem Louis Cohen hét, og var jafn-
vel í ráði að hann keypti það.
Cohen réði á það skipstjóra sem
Duff hét, og honum tókst að sigla
því frá Milford til ósa Mersey. Þar
komu dráttarbátar á móts við það
og drógu það upp til Liverpool, en
manníjöldi stóð á árbakkanum til
þess að horfa á. Skipinu var lagt
úti á fljótinu og þar skyldi það
vera hverjum manni til sýnis og
kostaði aðgangurinn 1 shilling.
Koma skipsins til Liverpool
var hinn mesti merkisatburður.
Það voru nú 18 ár síðan það hafði
sést þar og unga fólkið var hrifið
af því að fá að sjá það. En gamla
fólkinu þótti skipið hafa tekið
stakkaskiftum, því að um það allt
voru málaðar auglýsingar — á
hiiðunum, á reykháfunum, á
skófluhjólaskýlunum, á yfirbygg-
ingunni og alls staðar. Cohen hafði
stórfé upp úr þessum auglýsing-
um. Og hann hafði líka drjúgan
skilding upp úr aðgöngumiðum.
Rúmlega fimmtíu þúsundir manna
komu að skoða skipið fyrsta mán-
uðinn. Og um Hvítasunnuna komu
þangað 20.000 gestir. Fólkið dans-
aði á þiljum skipsins og skemmti
sér kostulega.
Um haustið var leigutíminn út
runninn og Cohen skilaði skipinu
aftur til Edward de Mattos. Hann
vissi hreint ekki hvað hann átti
við það að gera. En vegna reynslu
Cohens helt hann að bezta ráðið
væri að hafa það til sýnis. Og vorið
eftir var það dregið norður á Clyde
og haft til sýnis þar sem það lá
fyrir festum milli Helensburgh og
Greenock. Skotar tóku því vel,
þeir minntust þess að það var Skoti,
sem hafði smíðað það, prófessor
Scott Russell.
Um haustið var auglýst uppboð
á því. Hæstbjóðandi varð maður
er Craik hét. Hann bauð 26.000
sterlingspund. En sá var hængur
á, að hann hafði boðið í það fyrir
skipseigendur. Seinna fékkst í það
16.000 sterlingspunda boð, og því
var tekið með þökkum. London
Traders Ltd. var sjöundi eigandi
skipsins, sem hafði stórtapað á því.
Hinir nýu eigendur, Henry Bath
& Sons, ákváðu að láta sigla skip-
inu frá Clyde til Liverpool. Voru
ráðnir á það alveg óvanir menn.
Skipið komst þá 4 sjómílur á
klukkustund og ekki þótti annað
vogandi en láta annað skip fylgja
því, og seinast varð þetta aðstoð-
arskip að draga það upp eftir
Mersey.
Skipið var enginn aufúsugestur
í Liverpool, því að kviksögur gengu
um að enn ætti að reyna að dubba
það upp til siglinga. Hafnarstjórn
vildi losna við það, svo að eig-
endur flýttu sér að augiýsa að
þeir mundu láta rífa skipið.
En það var ekkert áhlaupaverk
að rífa þetta ferlíki. Talið var að
200 verkamenn mundi þurfa til
þess að rífa það á einu ári, og
kostnaðurinn mundi verða 20.000
pund til viðbótar kaupverðinu. Þá
kom eigendum snjallt ráð í hug.
Þeir auglýstu eftir tilboðum fyrir-
fram í hina ýmsu hluta skipsins.
Fjöldi kaupenda gaf sig fram.
Sumir keyptu koparinn í skipinu,
sumir aðra málma, enn aðrir járn-
plöturnar úr byrðingnum, siglu-
trén, reykháfana, akkerin, vélarn-
ar. Og þegar allt var selt nam
upphæðin 58.000 sterlingspundum.
Seinasti eigandinn græddi 35% á
kaupunum, eini eigandinn, sem
græddi á skipinu.
Beinagrind finnst í skipinu.
Byrjað var að rífa skipið á önd-
verðu árinu 1889 og voru þá liðin
tæplega 31 ár síðan það hljcp af
stokkunum. Það hafði því náð
sæmilega háum aldri.
Eftir 18 mánaða vinnu við skip-
ið voru niðurrifsmenn komnir að
hinum tvöfalda botni þess. Þar
gekk allt seinna, því að verkið varð
miklu erfiðara vegna skilrúma og
steinsteypu.
Svo var það einn dag þegar verið
var að losa um skilrúm á bakborða
að einn af verkamönnum rak upp
óp mikið. Allir hættu að vinna og
hlupu þangað til þess að sjá hvað
að væíi.
Og hvað var að sjá? Beinagrind,