Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Qupperneq 12
240 '
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Baldur Ingólísson írd Víðihóli:
FERÐ TIL HELGGLANDS
pjÖLMARGIR íslendingar, sem
siglt hafa út mynni Saxelfar á
leið frá Hamborg, hafa séð Helgo-
land gnæfa úr sjó, en þó hala áreið-
anlega ekki margir stigið þar fæti
á land. Helgoland, hið heilaga land,
er lítil klettaey, aðeins 0.7 ferkíió-
metrar að flatarmáli, leiiar miklu
stærri eyar, sem brimið hefur sorf-
ið og brotið niður á þúsundum ára,
svo að nú eru ekki nema litlar leif-
ar eftir og væru enn miklu minni,
ef ekki hefðu verið reistir ramgerir
öldubrjótar umhverfis hana henni
til verndar.
Alkwin ráðgjafi Karls mikla seg-
ir í ævisögu hins heilaga Willi-
brord, postula Helgolands, að þar
hafi verið svo helgur staður í heiðn-
um sið, að enginn hafi þorað að
leggja eign sína á nokkuð þar,
hvorki skepnur þær, sem höfðust
við á eynni né annað, og enginn,
sem tók vatn úr einu uppsprettu-
lindinni, sem þarna var til, þorði
að mæla orð á meðan. Tvö hundruð
árum seinna gecur söguritarinn
Ad_m irá Bremen þess, að jafnvei
sjóræmngjar haíi iórnað eynni ein-
um tíunda hluta ránsfengs síns.
Það töíravaid, sem Helgoland
hefur frá upphaíi haít yfir mönn-
um, er auðskilið þeim, sem komið
hefur þangað. — Næstum lóðrétt
gnæfa rauðir klettaveggirnir úr
haíi. Sæbarin björg og dimmir
hellar bera þögult vitni um lát -
lausa og miskunnarlausa baráttu
náttúruaílanna, árásir brimsins á
hinn harða stein. Enn stendur Der
Hengst* eins og einmana bardaga-
* = Folinn, stakur klettur út af norð-
urodda eyarinnar.
hetja, sem enn verst á flóttanum.
Að ofan var Helgoland þakið ið-
grænum grassverði, og í austur af
því liggur Die Dúne, gulhvítar
sandeyrar, þar sem baðgestir njóta
sjávarlofts og sólskins á sumrum.
Green es deát Lunn
Road es de Kant,
Witt es deát Sunn;
Deát es deát Woapen
Van’t Hillige Lunn!
Það merkir: „Grænt er landið,
rauður er kletturinn, hvítur er
sandurinn. Þetta eru litirnir í
skjaldarmerki Helgolands", — og
þetta er eins konar þjóðsöngur
eyarskeggja.
— ★ —
Fáir blettir jarðar munu hafa
skift eins oft um eigendur og
Helgoland. Árið 1231 er það talið
í jarðabók Valdemars II. Danakon-
ungs, og um 1350 er þess getið, að
danskur riddari, Valdemar Zappi
að nafni, hafi víggirt eyna, en
Hamborgarar mótmælt því. —
Skömmu síðar ná sjóræningjar
henni á sitt vald, en eru gjörsigr-
aðir af Hamborgufum. Síðan var
Helgoland ýmist undir dönskum
eða þýzkum yfirráðum og tilheyrði
lengst af hertogunum í Slésvík.
Á fyrri öldum voru akuryrkja og
kvikfjárrækt mikið stundaðar á
Helgolandi, en þó var sjávarútveg-
urinn frá upphafi aðalatvinnuveg-
urinn. Því meira sem hafið molaði
niður af eynni, því minna varð
landrýmið, svo að lokum nægði
það ekki nema til þess að rækta dá-
lítið af kartöflum og beita nokkrum
rolluskjátuna. Þetta knúði menn því
Báturins nálgast Helgoland