Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Page 13
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 241 Folinn stendur enn nyrzt á eynni til að beina huganum enn meir en áður að sjónum, sem á þessum slóð- um er sérstaklega auðugur að alls konar fiski og öðrum sjávardýr- um. Fiskurinn var verkaður á hinn ólíkasta hátt: hertur, saltaður og reyktur. Auk þess voru sumar teg- undir skelfisks etnar hráar, og helzt sá siður enn í dag. í ferðalýsingu frá 18. öld er sagt þannig frá sér- kennilegum þjóðarrétti Helgolend- inga: „Þegar þeir hafa mikið við, fylla þeir þorskmaga með graut og ýsuhausa með mjöli, sjóða svo allt saman og eta þetta svo með sýróoi og þykir herramannsréttur.“ Ef til vill hefðu íslenzkar húsmæður gam -an af að reyna þetta. Á tímabili voru ostruveiðar mjög stundaður og arðsamur atvinnu- vegur á Helgolandi, og voru ostru- miðin seld á leigu fyrir ærið fé, en sökum ofveiði er þeim nú löngu hætt. Ein er sú tegund fiskveiða, sem enn er einkennandi fyrir Helgo- land, en það eru humraveiðarnar. Grunnið umhverfis eyna er klettótt og býður humrinum hin áskjósan- legustu lífsskilyrði, enda hafa um langt skeið að jafnaði veiðzt um 75.000 stykki á ári. Humarinn er veiddur í gildrur úr grófriðnu neti, sem spennt er yfir járngrind. Inni í gildrunni er agn, og kemst hum- arinn að því inn um trektarmynd- uð op á hliðum gildrunnar. Þegar hann er svo kominn inn, kemst hann ekki út aftur, vegna þess að hann skortir lægni til þess að smeygja „töngunum“ í gegn um opið. Sem kunnugt er, er humar mesta lostæti og eftirsóttur af sæl- kerum, svo að útflutningur hans hefur fært Helgolendingum drjúga björg í bú. — ★ — Um 1800 hófust ævintýralegir tímar á Helgolandi. Eyarskeggjar höfðu til þessa lifað heldur róiegu lífi og þótzt öruggir á sínu af- skekkta eylandí, en nú var því lok- ið. í átökunum milh Frakka og Englendinga settust enskir kaup- menn þar að, er Frakkar höfðu hernumið Hannover og Cuxhaven og heldu verslun við Norður-Þýzka -land áfram þaðan. Einnig varð ey- an aðsetursstaður brezkrar flota- deildar, sem hindra átti siglingar til hafna við Saxelfi og Weser. Þetta færði Helgolendingum góðar tekjur, því að hafnsögumenn þeirra sem voru fjölmenn stétt, gátu kraf- izt hás kaups fyrir starfa sinn. Þegar svo Napóleon ætlaði alger- lega að hindra verslun Englend- inga við meginlandið, myndaðist vel skipulögð smyglarastarfsemi með samvinnu milli þeirra og meg- inlandsríkjanna, og varð Helgó- land aðalmiðstöð hennar í Norður- Hofmn, sem nú er veriö að endurreisa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.