Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Síða 22
250
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
hernámsstjórnir Vesturveldanna
þaðan. Berlín er eins og ey inni í
hernámssvæði Rússa — Austur-
Þýzkalandi — og þess vegna gátu
þeir stöðvað allar samgöngur á
landi og eftir skipaskurðum. Og
með því að hindra alla aðflutninga
á matvælum, fatnaði og eldsneyti
hugðust þeir koma á hungursneyð
meðal hinna 2.500.000 íbúa Vestur-
Berlínar og neyða þá til að leita á
sínar náðir. Jafnframt yrði þá her-
námsstjórnir Vesturveldanna að
hrökklast þaðan með vansæmd. —
Þannig hugðust Rússar ná allri
Ber’í ' .mdir sig. En Vesturveldin
svöi neð því að koma á hinni
svok u „loftbrú“ milli Vestur-
Þýzkala; ds og Vestur-Berlínar, og
tókst það svo vel að fyrirætlanir
Rússa fóru út um þúfur.
Sumarið 1949 var svo komið að
hvert mannsbarn hefði getað séð
þann mun, sem orðinn var á Austur
-Berlín og Vestur-Berlín. Munur-
inn var orðinn svo mikill að menn
gátu séð hann út um glugga á járn-
brautarlestum, sem gengu milli
borgarhlutanna. — Allar búðir í
Vestur-Berlín voru fullar af vörum
og menn gátu gengið þar inn og
keypt hvað sem þeir girntust. En
í Austur-Berlín var það hæpið að
menn gæti fengið þær vörur, er
þeir höfðu fengið skömmtunarseðla
fyrir.
Þá um haustið var stofnað hið
svokallaða „þýzka lýðræðisríki“
fýrir austan járntjaldið og þá var
kallað að Austur-Berlín væri mið-
depill lýðræðisins. En það varð
brátt Ijóst að þar var ekkert lýð-
ræði. Þar var allt stjórnarfyrir-
komulag sniðið eftir rússneskri fyr-
irmynd. Her var stofnaður, konur
voru skyldaðar til að vinna karl-
mannsverk og ganga í hinar svo-
kölluðu vinnufylkingar, sameign-
arbúskapar var fyrirskipaður að
rússneskri íyrirmynd, njósnarlög-
regla var stofnuð til að snuðra um
menn, menn voru teknir á götum
úti og leitað á þeim, eða sóttir heim
til sín og látnir hverfa. í staðinn
fyrir lýðræði var hér komið lög-
regluríki.
Nú þótti það ekki lengur henta
að hernámssvæðin lægi saman,
heldur var nú gert belti á milli
þeirra allt frá Eystrasalti til landa-
mæra Tékkóslóvakíu. Voru bændur
reknir af þessu svæði, en lepp-
stjórnin í Austur-Þýzkalandi lagði
það undir sig. í staðinn fyrir af-
mörkun hernámssvæða, var Þýzka-
land þar með klofið og gerð landa-
mæri milli Austur- og Vesturhluta
þess. Jafnframt þessu voru reist
varnarvirki á þessum landamær-
um að rússneskri fyrirmynd. —
Kennsla í vopnaburði var fyrir-
skipuð í verksmiðjum, skólum o. s.
frv. Þarna var verið að vopna al-
þýðu, alveg eftir fyrirmynd Hitlers
sáluga.
Eftir því sem harðstjórnin í Aust-
ur-Þýzkalandi færðist í aukana,
eftir því jókst flóttamannastraum-
urinn til Vestur-Berlínar. Árið 1959
komu þangað 300 flóttamenn dag-
lega að meðaltali. En árið 1952
komu þangað 124.300 flóttamenn.
Einn dag í júní nam tala flótta-
mannanna 5000. Þessir menn höfðu
flúið heimili sín og jarðir, þar sem
forfeður þeirra höfðu búið mann
fram af manni, vegna þess að þeir
vildu ekki ganga í samyrkjubúin
og voru hræddir um að þess vegna
mundu þeir teknir höndum og sett-
ir í þrælkunarvinnu. En það voru
ekki aðeins bændur, sem flýðu. —
Meðal flóttamannanna voru kaup-
sýslumenn, læknar, menn af öllum
stéttum, konur og börn, og höfðu
ekki annað með sér en fötin, sem
þeir stóðu í. Þetta fólk var að flýa
„paradís“ kommúnismans og vann
til að yfirgefa allar eignir sínar til
þess að komast burtu. Meðal flótta-
mannanna voru éinnig ungir menn.
sem höfðu verið neyddir í hinn
svokallaða „alþýðuher“, ungir
menn í einkennisbúningum hers og
lögreglu, og báðu um griðastað í
Vestur-Berlín. í septembermánuði
1952 komu þangað 397 einkennis-
klæddir lögregluþjónar, þar af 167
á einum degi.
Hvað gat svo Vestur-Berlín boð-
ið þessum flóttamönnum? Hið dýr-
mætasta á jarðríki — frelsið.
Hinn 16. júní 1953 risu verka-
menn í Austur-Berlín upp gegn
harðstjórn og kúgun. — Þeir fóru
kröfugöngur til leppstjórnarinnar.
Þeir kröfðust frjálsra leynilegra
kosninga, afnáms þrælkunarvinnu
og betra stjórnarfars. Almenningur
dreif að úr öllum áttum til þess að
skipa sér í fylkingar kröfumanna,
og menn rifu niður rússneska fána,
sem alls staðar voru á lofti. Þetta
var það, sem allur almenningur í
Austur-Þýzkalandi hafði beðið eft-
ir og „uppreisnin" breiddist óðfluga
út um landið. Tugþúsundir manna
tóku þátt í henni á hverjum stað.
Þetta var fyrsta tilraunin að brjót-
ast úr viðjum kommúnismans.
Mikill fögnuður var í Austur-
Berlín. En hann varð skammvinn-
ur. Stórir rússneskir skriðdrekar
voru sendir á vettvang og þeir
skutu á varnarlaust fólkið. Kröfu-
göngurnar tvístruðust. Herlög voru
sett í borginni. Bannað var að fleiri
menn en þrír kæmi saman á götu
og öllum var bannað að vera á ferli
eftir að skyggja tók.
Uppreisnin fór út um þúfur. —
Kröfur verkamanna voru barðar
niður með rússnesku vopnavaldi.
Menn voru handteknir hundruðum
saman, og þar með var sögu þeirra
lokið. Hinir áttu sér engrar vægðar
von. Hér var beitt þeirri aðferð að
„berja börn til ástar“. Krafan um
almenn mannréttindi var kæfð með
grimmd. En enn lifir vonin hjá
Austur-Þjóðverjum um að endur-
heimta frelsi sitt og að Þýzkaland
sameinist aftur.