Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1955, Side 2
174 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í þessu húsi fæddist H. C. Andersen. „Minnisstæður má Grímur vera Dönum fyrir það handarvik, þegar hann (1855) kenndi þeim að meta H. C. Andersen og ævintýragerð hans. Andersen hafði orkt og ritað ævintýr nær í heilan mannsaldur, en borið það eitt úr býtum, að Danir höfðu skammað hann jafnt og þétt út sem fábjána og hálfvita. Að vísu átti hann nokkra góða vini, sem studdu hann og könnuðust við hæfileika hans, en þeirra gætti svo sem ekki. Útlendingar, bæði Eng- lendingar og Þjóðverjar, kunnu þar á móti miklu fyrri að meta Ander- sen en Danir, en yfir því var vitan- lega þagað og það að engu haft, eins og vant er stundum að vera, þangað til einhver kemur, sem þorir nógu einarðlega að rífa sund- ur moðreykinn, sem oft er þyrlað upp af eigingirnd og öfund, eða, þegar bezt lætur, af hreinni van- þekkingu og hirðuleysi um að vita sa»n á því, sem um er talað, því að hver etur oft eftir öðrum. Rit- dómur Gríms um Andersen er einn af þeim, sem þýðingarmestir hafa ritaðir verið, því að skoðun Dana á skáldskap hans sneri upp frá því svo algerlega við, að Andersen varð síðan og mun jafnan verða ljúf- lingsskáld Dana, og þess utan eru rit hans nú víðlesnari í veröldinni en nokkurs annars skálds sem Dan- ir hafa átt fyrr eða síðar.“ Um aðdragandann að því, að Grímur skrifaði þennan ritdóm, hefur Andersen sjálfur sagt svo frá: „Örsted er víst sá maður, sem mér hefur þótt vænzt um. Ég man svo glöggt eftir einu sinni, þegar ég hafði verið rifinn niður í „Kors- aren“; það var miðvikudagur og ég átti að borða hjá Örsted. Ég var mjög hnugginn og gat þess undir borðum, en Örsted tók lítið undir það, það var eins og hann tæki lítið eftir því, sem ég sagði. Kona hans vorkenndi mér mjög, þar á móti. Ég fór heim og allt kvöldið lá mjög illa á mér. Klukkan hálf- ellefu var barið að dyrum hjá mér, og þar var kominn Örsted gamli. Hann hafði svo síðla dags farið hinn langa veg heiman frá sér í Stúdíustræti (Andersen bjó þá víst í Hotel du Nord). Hann kom inn til mín og sagði: „Ég veit ekki hvernig á því stendur, en konan mín hefur sagt mér, að það hafi legið illa á yður í dag. Ég veitti því svo sem enga eftirtekt — ég var að hugsa um eitthvað viðvíkj- andi vísindum mínum. Hún segir að ég hafi ekki verið nógu alúðleg- ur við yður. Þér vitið þó að mér þykir vænt um yður, og að ég er sannfærður um, að þér eigið mikla skáldlega framtíð fyrir höndum. Ég er viss um að ég veð ekki reyk í þeirri ætlan minni, en heimurinn dregur sig þar á tálar“. Og svo hældi hann mér svo að ég hug- hreystist. Hann faðmaði mig. kyssti á enni mér og fór svo brott. Ég var svo hrærður að ég íleygði mér á legubekkinn og grét. Grímur Thomsen, sem bjó í herbergi við hliðina, kom inn og spurði mig hvað um væri að vera. Ég sagði honum upp alla sögu, en hann viknaði og mælti: „í kveld ætla ég að heita yður einu; ég skal aldrei bera pennan að blaði til þess að rita neitt á móti yður“. (Danmarks Illustr. Kalender for 1887). En Grímur gerði meira. Hann ritaði sinn fræga ritdóm um An- dersen og í bréfi dags. 6. apríl 1855, sem Andersen skrifaði Henriette Wulff, segir hann svo um þetta: „Ég liafði annars mikið gleðiefni í fyrradag. Ég fekk seinasta heftið af mánaðarriti Steenstrups, sem er nýkomið út, og þar í er fyrsti rit- dómur í Danmörku er viðurkennir að ég sé skáld. Það er grein um rit mín, vel rituð og smekklega með þekkingu og mannúðleik. Öll- um, sem hana hafa lesið, fellur hún mætavel í geð.... Greinin er eftir Grím Thomsen. í henni er farið með mig eins og farið er með mig á Bretlandi og Þýzkalandi. Ég sé vel að ég er þar í ofmiklu ljósi, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.