Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 189 Gömul mynd. Hér er litla húsið enn virðulegt kaupmannshús, með hlerum fyrir gluggum. ekkja Hinriks Hansens, að maður sinn hefði selt Teiti þann þriðjung sem hann átti í eigninni. Hefir Teitur því eignazt hús og lóð 1864, og þá um vorið flytur hann í húsið, og bjó þar síðan til dauðadags. Skipti þá húsið um nafn, og var altaf kallað Teitshús. Teitur var dóttursonur Teits Sveinssonar vefara. Faðir hans var Finnbogi Björnsson, sem Finnboga- bær í Grjótahverfi var við kennd- ur. Kona Teits var Guðrún Guð- brandsdóttir Stefánssonar smiðs, og bróðurdóttir Kristínar konu Símonar Hansens. Börn þeirra voru: Arndís kona W. Fischers kaupmanns, Guðbrandur verslun- arstjóri hjá mági sínum, séra Jak- ob á Melum, Ásgeir á Lambastöð- um og síðar á Lundum í Borgar- firði, Kristófer bóndi á Fjalli. Teitur var einn af merkustu borg- urum bæarins á sinni tíð. Hann var sundmaður mikill og er sagt að hann hafi fyrstur manna synt úr Engey upp í fjöru í Reykjavík. Synir hans allir voru og vel synd- ir. Teitur andaðist 1883. Meðan Teitur bjó þarna, voru ýmsir kunnir menn leigjendur hjá honum og má nefna þessa: Hjörtur Jónsson, síðar læknir í Stykkishólmi, var þar 1864. Hann var þá að nema læknisfræði hjá Jóni landlækni Hjaltalín. Sigurður Sivertsen, síðar aðstoð- arprestur á Útskálum, var þar 1865. Hann var þá í prestaskólan- um. Sigfús Eymundsson ljósmyndari og síðar bóksali, var þar árin 1868 og 1869. Jón Jónsson ritari, átti þar heima í sex ár, eða 1873—1878. Eftir fráfall manns síns fekk Guðrún að sitja í óskiptu búi og bjó þarna til 1887. Voru hjá henni ýmsir leigjendur og var flest fólk 1 húsinu 10 manns á þeim árum. Póststræti. Árið 1861 var lagaður nokkuð „den lange Sti fra Nord til Kirk- en“, svo gata mátti heita frá Aust- urstræti og suður úr. O. P. Fin- sen verslunarstjóri keypti hús Schevings 1865 (nú Hótel Borg) * og flutti þangað pósthúsið, er hann varð póstmeistari 1872. Mun þá götustúfurinn frá Austurstræti að kirkjunni hafa verið kallaður Póststræti. Og eftir fráfall Teits er hús hans kallað Póststræti í kirkju- bókinni, en ekki tölusett Sennilega hefir pósthúsið verið Póststræti 1 og Teitshús þá Póststræti 2. En það nafn helzt ekki lengur en meðan Guðrún bjó þar, en hún dó 18. apríl 1887. Pósthússtræti 15. Barnaskóli Reykjavíkur (nú lög- reglustöðin) var reistur 1883 og upp úr því var Póststræti fram- lengt alla leið niður að sjó. En nafnið Pósthússtræti hefir það ekki fengið fyr en 1887, samkvæmt kirkjubókinni. Þá eru húsin þar tölusett og þá verður Teitshús að Pósthússtræti 15. Árið 1887 selja þeir W. Fischer (tengdasonur Teits) og Guðbrand- ur Finnbogason (sonur Teits) eign- ina og er J. Jónassen læknir kaup- andi. Er tekið fram í kaupsamn- ingnum að það sé íbúðarhús, hest- hús og útihús, með tilheyrandi lóð umgirtri. Sama ár selur Jónassen læknir eignina aftur, en tekur und- an sneið sunnan af henni, þar sem smiðjan stóð. Kaupandi var Kol- beinn Þorleifsson frá Háeyri. Tveimur árum seinna reistu þeir Guðmundur Thorgrimsen og Tóm- as Hallgrímsson læknir, tengdason- ur hans, húsið Pósthússtræti 13 í norðvesturhorni lóðarinnar. Það hús (og lóðina með Teitshúsi) keypti svo Kristján Jónsson dóm- stjóri 1894 og bjó þar lengi. Eftir hann eignaðist Carl Sæmundsen eignina og á hana enn. Vorið 1887 fluttust þær systur Þórunn og Martha Stephensen í Teitshús. Þær voru systur Magnús- ar landshöfðingja. Þær giftust aldrei, og áttu heima þarna fram á árið 1908. Síðar áttu ýmsir þarna heima: Katrín Einarsdóttir, móðir Ein- ars Benediktssonar skálds, var þar árin 1908—1910. Þórunn Nielsen ekkja (amma Erling Bengtson cellóleikara) bjó þar með börnum sínum 1910— 1917.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.