Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Qupperneq 1
10. tbl. Einar Bogason frá Hringsdal; FORN VERSTÖÐ I EYDI ÚR SÖGU KÓPAVÍKUR Yztidalur — Kópur — Kópavik í LANDNÁMU segir: „Ketill il- breiður, son Þorbjarnar tálkna, nam dali alla frá Kópanesi til Dufansdals“. í landnámi þessu er Ketildalahreppur. eða mestur hluti hans, kenndur við Ketil landnáms- mann. Hreppurinn nær frá Gelti, sem er standbergsklettur um 4 km. fyrir utan Bíldudal, og að Kálfa- dalsá, sem rennur skammt fyrir utan Krossadal í Tálknafirði. LiggUr sá hluti hreppsins, sem nær frá Kálfadalsá norður að Kópa- nesi því í landnámi Þorbjarnar tálkna, sem nam Tálknafjörð og var faðir Ketils ilbreiðs. Á þessari strandlengju frá Kálfa- dalsá að Kópanesi er Kópavík, um 2 km. fyrir sunnan Kópanesið. Er fjallshlíðin frá Kálfadal að Kópa- nesi kölluð Selárdalshlíðar, því að þær liggja í Selársdalslandi. Inn í hlíðarnar skerst dalur, sem kallast Skandadalur, og skiptir hlíðunum í tvennt, syðri og nyrðri hlíðar. Fjöllin þar upp af heita Lágna- fjöll, en Skandi heitir fjall nyrzt á syðri hlíðunum. Munnmæli eru um að á 16. öld hafi Selárdalshlíð- ar verið svo grasi grónar, að séra Halldór Einarsson, sem var prestur í Selárdal á síðari hluta 16. aldar, hafi, er hann reið um hlíðarnar, hvergi getað fundið stein til að hnykkja með nagla í hófum á hesti sínum. Séra Halldór var bróðir Gissurar Skálholtsbiskups. Yzti dalur hreppsins er óbyggð- ur og nefnist Yztidalur. Hann ligg- ur vestur með Kópnum, fjallinu fremst á skaganum (458 m). Úr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.