Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Side 4
152 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ari, bezta skytta og búinn fleiri íþróttum. Auk þess var hann mesti mannkostamaður. Símon Sigurðs- son, faðir Bjarna, var frá Grund í Eyafirði, lærður skipstjóri, lista- og íþróttamaður. Bjó hann á Dynjanda. Frá Snæbjarnarsonum Þótt ekki hlytist altaf banaslys af, er menn urðu of seinir að flytja sig úr verinu í Kópavík, þá má nærri geta, að það hefir vakið ugg hjá mörgum, ef allt í einu rauk upp með norðangarð og stórsjó, er þeir voru í brottbúnaði, svo ekki var viðlit að komast þaðan. Stundum urðu menn að liggja þarna að- gerðalausir í 2—3 vikur, eða upp undir mánuð. Var þeim þá heldur ekki rótt í skapi að vita sveitunga sína vera farna að slá, eða langt komna að slá tún sín. Eina sögu ætla eg að segja hér af því er ver- mönnum legaðist í Kópavík. Fyrir, um og eftir miðja 19. öld bjó í Feigsdal í Ketildalahreppi Nikulás Snæbjörnsson. Kona hans var Valgerður dóttir Guðbrands sýslumanns og kammerráðs í Feigs dal. Nikulás var bróðir Markúsar kaupmanns á Geirseyri, þess mikla dugnaðarmanns, og Hákonar Snæ- björnssonar, þess mikla ákafa- manns og vinnuvíkings. Hákon var afi Hákonar fyrrv. alþingismanns í Haga og hans mörgu systkina, sem Eiríkur Kristófersson skip- herra, bróðir Hákonar, segir að hafi verið 17 alls og þar af 15 komist til fullorðinsára. en 13 enn á lífi. Einn af þessari ætt er Guð- bjartur Snæbjörnsson, skipstjóri á „Drang“ frá Akureyri, sem mikið hrós hefir fengið fyrir dugnað í þeirri stöðu. Var Gísli afi hans bróðir þeirra Snæbjarnarsona. Nikulás Snæbjarnarson varð eitt sinn seint fyrir að flytja sig úr Kópavík, því að þegar hann ætlaði að fara þaðan í 11. viku sumars gerði norðangarð, sem stóð í þrjár vikur. Þegar hann komst svo heim í 14. vikunni, höfðu nábúar hans flestir lokið túnaslætti. Svo sögðu nábúar Nikulásar mér, að þá hefði verið hamast við túnsláttinn í Feigsdal. Sérstaklega tóku þeir til hvað þeir bræður Nikulás og Jón, sem var afburða sláttumaður, hefði hamast. Ekki var svefntíminn annar, en að um lágnættið fleygðu þeir sér í öllum fötum undir galta á túninu og fengu sér fuglsblund. Matinn létu þeir færa sér út á tún og engjar og glefsuðu hann í sig með hinum mesta hraða og undir eins stokkið upp að lokinni máltíð, en kaffi var drukkið standandi við orfið. Þann- ig var haldið áfram allan sláttinn, en þá hafði Nikulás líka fengið eins mikil hey og vant var. Draugasaga Fyrir nálægt 140 árum bjó bóndi sá að Öskubrekku í Dala- sveit við Arnarfjörð, sem Sigurður hét. Hann var vanur að róa til fiskjar á sumrin út undir Kópa- flögu. í róðri einum sáu skipverj- ar hvítleitt rekald fljóta ofansjáv- ar. Sigurður hugði að þetta væri mjöltunna, og skipaði hásetum sín- um að innbyrða hana, en þá er til kom, var þetta sjódauður maður í hvítri peysu, silfurhnepptri. Átján silfurhnappar voru á peysunni og skar Sigurður þá af henni, en flutti líkið út fyrir Flögu í Kópa- vík og lét fleygja því í fjöruna eins og hverju öðru hræi, þá er þeir komu til lands. Ekkert gat Sig- urður um fundinn né hásetar hans. Nóttina eftir sótti sá sjódauði svo að Sigurði og öllum hásetum hans, að þeir höfðu engan frið. Næsta morgun helt Sigurður út með Arnarfirði, kom við að Skeiði í Selárdal snemma morguns og kvaðst vera í kindaleit. Þaðan helt hann til Kópavíkur og lamdi líkið miskunnarlaust, en stakk þó mold- arhnausa að því að iokum. í heim- leiðinni kom hann aftur við á Skeiði og kvaðst hafa fundið sjó- dauðan mann. Um þessar mundir var séra Gísli Einarsson prestur að Selárdal (1785—1829, d. 1834). Hann og hreppstjórinn hlutuðust til um að smíðað var utan um líkið, og sendi prestur formann sinn, sem Einar hét, hugaðan mann og harð- geran, með kistuna á báti út í Kópavík, til þess að sækja líkið. Þeir Einar kistulögðu nú líkið og heldu því næst heimleiðis, en þá er þeir komu fram úr Kópavíkinni, versnaði veður, svo að nærri lá, að þeir færist. Þá greip Einar til kistunnar og kvaðst skjótt mundu losa sig við þann farm, heldur en þeir færi í sjóinn. Við þetta brá svo, að sjó og veður lægði snögg- lega og komust þeir Einar heilu og höldnu heim i Krók við Selár- dal. Síðan var líkið grafið að Sel- árdalskirkju. Það var af manni, sem hafði heitið Ólafur, og var hann úr Patreksfirði, en ekki er þess getið með hverjum hætti hann hafði farizt. Ekki linnti aðsókn að Sigurði og skipverjum hans, þótt Ólafur væri grafinn, en lítið vann hann á Sig- urði sjálfum. Aftur hafði kona hans engan frið, og varð hún að flýa frá Öskubrekku í Tálknafjörð. Þar dó hún í eymd og volæði. Trú manna er, að Ólafur hafi lagzt á ætt Sigurðar og fylgi henni. Svertingi sem hét Sambo, hafði feng- ið léð stígvél hjá öðrum Svertingja, sem hét Móses. En svo leið og beið og stígvélunum var ekki skilað. Svo hitt- ust þeir einu sinni. — Hvenær ætlarðu að skila mér stígvélunum mínum? sagði Móses. — Þú átt engin stígvél hjá mér, sagði Sambo. Eg hafði skifti á þeim og mínum eigin stígvélum. t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.