Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 6
154 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS færa þeim mat og vinna síðan með þeim til kvölds. Heita má því að öll þorpin sé yfirgefin á daginn, þar eru ekki aðrir en karlar og kerlingar og börn. Konurnar fara heim nokkru á undan karlmönnunum til elda kvöldmatinn, en það er aðal- máltíð dagsins. Þegar karlmenn- irnir koma heim, setjast þeir að mat sínum, og konur í öðrum stað, því að það þykir ekki hæfa að karlar og konur matist saman. Þegar dagsett er, hverfa þorp- in í myrkur skógarins, nema hvað einstaka ljósker sýnir hvar þau eru. Og þá hefjast kvöldvökur íbúanna. Þá segja karlar og kerl- ingar sögur, sem eru sambland af skáldskap, lífspeki, trúarkenning- um og hjátrú. En ef tungl er fullt, safnast allir saman utan við hús- in, hefja söng og dans og bumbu- slátturinn bergmálar 1 skóginum. Gömlu siðirnir leggjast þó smám saman niður. í hverju þorpi var áður sjálfkjörinn höfðingi. Nú lúta þorpin stjórn opinberra embættismanna. í þorpunum rísa kirkjur, enda þótt gamli blótstað- urinn sé enn við hliðma á þeim. Víða eru komnar lyfjabúðir, en fólkið virðist þó enn hafa meiri trú á lækningufn töframanna sinna og skottulækna. En nýi tím- inn kemur með skólunum, sem nú eru alls staðar að rísa. Hann kem- ur einnig með bættum samgöng- um, og nú eru komnir akvegir milli borganna og þessara þorpa og bilar annast flutninga. Ekki verður sagt að lífið í borg- unum hafi tekið á sig fast- mótaðan svip, það er enn í deigl- unni. En um borgirnar liggur leið menningarinnar til innri héraða landsins. Úthverfi borganna líkjast mest sveit. Húsin eru dreifð. Þar lifa menn á landbúnaði, þar búa alls konar iðnaðarmenn, og þar búa daglaunamenn, sem stunda atvinnu inni í borginni. í borgunum ganga menn klæddir eftir Evróputízku og eru með hvítt um hálsinn. Ber þar mest á verslunarfólki, skrif- stofufólki og kennurum. Margt af þessu fólki hefir komið langt inn- an úr landi og hefir orðið að byrja á því að semja sig að siðum borg- arlífsins. En það heldur þó tryggð við æskustöðvar sínar og ættingja, og dvelst oft með þeim tímunum saman. Þetta fólk lifir því í tvenns konar heimi. í borgunum vinnur það ákveð- inn tíma á dag. Og sé komið inn í búðir eða skrifstofur, þá eru vinnubrögð þeirra í engu frábrugð- in vinnubrögðum í borgum hvítra manna. Og þarna tala allir ensku. En þeir, sem giftir eru, láta kon- ur sínar selja vörur og mat á torg- um og gatnamótum, og þær eru í engu frábrugðnar þeim sölukon- um sem alls staðar eru út um landið. Þó er hér eitt athyglisvert. Konurnar eiga sjálfar ágóðánn af starfi sínu og mega verja honum eins og þær lystir. Þegar „hvítbrystingarnir“ koma heim á kvöldin að afloknu starfi, fara þeir oftast úr hinum vest- rænu fötum og klæðast búningi innborinna manna, og um leið leggja þeir enskuna á hylluna og tala ekki annað en mál kynstofns síns. Mönnum er þar, ekki síður en annars staðar, gjarnt á að halda í gamla siði, sem þeir hafa alizt upp við. Þannig fylgja þeir oft gömlum vígslusiðum, er þeir ganga f hjónaband, en til vonar og vara láta þeir svo prest gifta sig á eftir, einkum ef annað hvort hjónanna hefir tekið kristna trú. Þannig togast á gamlir og nýir siðir. Allt bendir þó til þess, að með tímanum muni þessir siðir bræðast saman á einhvern hátt og skapa sérstaka þjóðmenningu í landinu. Auðugt land Gana er sem stendur auðugt land, og það er eingöngu að þakka hinni miklu kókórækt, sem þar er. Tekjur ríkisins af útfluttu kókó, eru helmingi meiri en útgjöld þess til landbúnaðar, menntamála, fé- lagsmála og heilbrigðismála. Kókó-rækt hófst þar í landi á þessari öld og hefir altaf verið í höndum innborinna manna. Þar hafa engin erlend gróðafyrirtæki komið nærri. Og nú er framleiðslan orðin svo mikil, að hún nemur þriðjungi af heimsframleiðslunni. Ræktunin er aðallega í höndum smábænda. Hver bóndi verður að rækta ýmislegt sér og sínum til lífsviður- væris — svo sem banana, yams og cassava — en allir rækta þeir líka kókótré, því að kókó er þeirra eini gjaldmiðill. Nú hafa verið gerðar um 13.000 km. langar akbrautir í landinu, en þær ná þó ekki inn í frumskógana í norðurhéruðunum. Bændur bera því uppskeruna á höfðum sér lang- ar leiðir þangað sem tekið er á móti uppskerunni. Kókótréð ber ekki ávöxt fyr en það er fimm ára gamalt. Aðal uppskerutíminn er í nóvember og desember, og svo aftur snemma sumars. Þá hafa bændur nóg að gera. Það er einkennilegt', að ávextir kókótrjánna eru á stofnum þess en ekki greinunum. Um uppskeru- tímann vinna allir, sem vettling geta valdið, að því að safna ávöxt- unum um leið og þeir eru full- þroskaðir. Bóndinn sker þá af trjánum, en börnin bera þá í körf- um á höfðum sér á einhvern viss- an stað, þar sem aðrir úr fjöl- skyldunni taka hýðið af ávöxtun- um og breiða kjarnann til þerris á ábreiður gerðar úr trefjum. Þeg- ar þar er komin stór hrúga, er breitt yfir hana og þar er hún

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.