Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1964, Blaðsíða 6
ég fer fram S, að borgari Brodsky sé
látinn ganga undir læknisskoðun, til að
komast að raun um heilsufar hans, og
sjá, hvort það hefur bannað honum
reglulega vinnu. Auk þess fer ég fram
á, að Brodsky borgari sé látinn laus
án tafar. Að mínu viti hefur hann eng-
an giæp framið og honum hefur verið
haldið ólöglega í varðhaldi. Hann hefur
JEast heimilisfang, og haegt er að stefna
honum fyrir réttinn, hvenær sem vera
vilb
(Rétturinn gerir hlé til að ræða málið.
Kemur síðan inn aftur og dómarinn
les úrskurðinn):
„Að senda (Brodsky) í opinbera
sáiarrannsókn, sem skeri úr um, hvort
hann þjáist af nokkrum sálrpenum sjúk-
dómi, eða ekki, og hvort sjúkdómur
hindri það, að hann verði sendur til
fjarlægs staðar í nauðungarvinnu.
Með tilliti til þess, að samkvæmt sjúkrá
sögu hans kemur það fram, að hann
hefur forðazt að leita til sjúkrahúss,
fynrskipast hér með, að 18. deild heima
vamarliðsins færi hann til opinberrar
geðrannsóknar.“
DÓM.: Hafið þér nokkrar spurning-
ar?
BRO.: Ég fer aðeins fram á, að ég
fái að hafa pappír og penna í klefanum
mínusm.
DÓM.: Það verðið þér að eiga við
forir gjann úr heimavamarliðinu.
BiiO,: Ég bs3 h&ttn bg h^nn neit-
aði. Ég þarf að hafa pappír og penna.
DÓM.: (mýkist) Ég skal segja það
við hann.
BRO.: Þakka yður fyrir.
Þegar allir voru famir út úr dóm-
salnum sást mikill mannfjöldi —
aðallega trngt fólk, í göngnunum og
í stigunum.
DCM.: Skárri er það nú hópurinn!
Ekki datt mér í hug, að aðsóknin yrði
svona mikil.
RÖDD ÚR HÓPNUM: Það em nú
ekki heldur réttarhöld yfir skáldi á
hverjum degi.
DÓM.: Okkur gildir það einu, hvort
hann er skáld eða ekki.
Samkvæmt áliti verjandans, frú
Z.N. Toporova, hefði Saveleva dóm-
ari átt að leysa Brodsky úr haldi,
svo að hann gæti sjálfur farið, dag-
inn eftir, á geðrannsóknastofnunina
til rannsóknar, en Saveleva leysti
hann ekki úr haldi, og því var
hann sendur til sjúkrahússins und-
ir lögreglueftirliti.
ANNAÐ RÉTTARHALD í IOSIF
BRODSKY-MÁLINU
Fontanka 22. Salurinn í Byggingar-
’mannaklúbbnum.
Ályktimin af geðrannsókninni
hlióðar þannig: Geðveikiein-
kenna gætir að vísu hjá houm,
en hann er vinnufær. Því er ó-
hætt að gera opinberar ráð-
stafanir honum viðvíkjandi.
Þeir sem kooma til réttarhalds-
ins geta lesið á spjaldi á dyrun-
um:
„Réttarhald yfir sníkjudýrinu Brodsky“
Stóri salurinn í Byggingarmanna-
klúbbnum er alskipaður.
RÉTTARÞ J ÓNN: Standið upp!
Dómararnir eru að koma!
Saveleva dómari spyr Brodsky, hvaða
beiðnir hann hafi til réttarins. Það
kemur í ljós, að hvorki fyrir fyrra
réttarhaldið né hið seinna hefur
hann fengið neinar upplýsingar um
mái sitt. Dómarinn boðar hlé.
Brodsky er leiddur út, svo að hann
geti kynnt sér mál sitt. Eftir nokkra
stund er komið með bann aftur og hann
segir, að kvæðin á bls 141, 143, 155, 200
og 234 séu ekki eftir sig. Ennfremur
óskar hann þess, að dagbókin, sem
hann skrifaði 1056, eða þegar hann var
16 ára, komi ekki til álita við þetta
mál. Verjandinn tekur undir þessa
beiðni.
DÓM.: Hvað snertir svokölluð kvæði
Brodskys, munum vér taka þetta til
greina, en hvað minnisbók hans snertir,
er engin þörf á að halda henni fyrir ut-
an málið. Borgari Brodsky, þér hafið,
síðan 1956, skipt um starf þrettán sinn-
um. Þér unnuð í verksmiðju eitt ár og
gerðuð þar næst ekkert i hálft ár. Um
sumarið voruð þér í jarðfræöileiðangri
og gerðuð svo ekkert í fjóra mánuði ...
(Hún telur þvínæst upp það, sem hann
hefur unnið við, og hiéin á milli, þeg-
ar hann vann ekkert). Skýrið þér nú
réttinum frá því,- hversvegna þér unnuð
ekki, heldur lifðuð eins og sníkjudýr.
3RO.: En ég vann í þessum hléum.
Alveg eins og ég geri núna. Ég orti
Ijóð.
DÓM.: Þýðir það, að þér hafið þá
ort þessi svokölluðu kvæði? En til
hvers var_ að skipta svona oft um starf?
BRO.: Ég fór að vinna 15 ára gamall.
Ég hafði gaman af öllu. Ég skipti um
starf Vegna þess að ég vildi gjarna
kyrmast sem bezt lífinu og fólkinu.
DÓM.: Og hvaða gagn hafið þér gert
föðuriandinu?
E”C.i Eg úrti Ijóð. þp.g er mitt starf.
Ég er sannfærður.... ég trúi því, að
það, sem ég hef skrifað, geti orðið þjóð-
inni til gagns, ekki einungis í bráð,
heldur og komandi kynslóðum.
RÖDD ÚR HÓPNUM: Heyrið þið það!
Hann skortir ekki ímyndunaraflið, pilt-
inn;
ÖNNUR RÖDD: Hann er skáld, og þá
á hann að hugsa svona.
DÓM.: Svo þér haldið, að þessi svo-
kölluðu kvæði yðar komi þjóðinni að
gagni?
BRO.: Hversvegna þurfið þér að kalla
þau _,,svoköl1uð“ kvæði?
DÓM.: Við nefnum þau svo vegna
þess, að þanhig eru þau í okkar aug-
um
SOROKIN ákærandi: Þú talar um
komandi kynslóðir. II /að ertu sjálfur?
Firjiijrt þér fólk ekki skilja þig nú?
BRO.: Það voru ekki min orð, heldur
er hitt, að ljóðin mín eru enn ekki kom
in út og fólk þekkir þau ekki.
SOROKIN: Heldurðu, að ef þau væru
þekkt, mundu þau hljóta viðurkenn-
ingu?
BRO.: Já.
SOROKIN: Þú segist vera mjög for-
vitinn. Hversvegna vildirðu þá ekki
vera í sovéthernum?
BRO.: Svona spurningum svara ég
ekki.
DÓM.: Svarið!
BRO.: Ég fékk frest á herþjónustu.
Það var ekki um það að ræða að vilja
ekki. Ég fékk frest og það er allt ann-
að Ég fékk tvisvar frest. í fyrra skipt-
ið af því að faðir minn var veikur, og
í síðara skiptið var ég sjálfur veikur.
SOROKIN.: Er hægt að lifa á þessu,
sem þú vinnur þér inn?
BRO.: Já. Á hverjum degi, sem ég var
í fangelsinu, undirritaði ég viðurkenn-
ingu þess efnis, að 40 kópekum hefði
verið eytt mín vegna, daginn þann, og
ég vann mér áður inn meira en 40 kóp-
eka.
SOROKIN: En það verður nú að
kaupa skó og föt.
BRO.: Ég á ein gömul föt, en föt eru
það nú samt, og meira þarf ég ekki.
VERJANDINN: Hafa ljóðin þín verið
metm af sérfræðingum?
BRO.: Já. Chukovsky og Marshak
hafa hrósað mjög þýðingunum mínum,
og meira en ég á skilið.
VERJ.: Hefurðu haft nokkurt sam-
hand við þýðendadeild Rithöfundafé-
lagsins?
3RO.: Já. Ég hef komið út í kvæða-
safni. sem kallað er „í fyrsta sinn á
rússnesku", og svo las ég upp þýðingar
úr pólsku.
DÓM.: (við verj.) Það er ætlazt til,
að þér spyrjið hann um gagnlega vinnu
hans, en svo eruð þér að spyrja hann
um það, sem hann hefur komið fram
opinberlega.
VERJ.: Þýðingamar hans heyra und-
ir gagnlega vinnu.
DÓM.: Það væri betra, Brodsky, ef
þér vilduð-útskýra fyrir'réttinum, hvers
vegna þér voruð iðjulaus milli virmu-
kaflarina.
BRO.: Ég var ekki iðjulaus. Ég orti
ljóð.
DÓM.: Ekki hefur það getað staðið
fyrir almennilegri vinnu.
BBO.: Já, en ég var að vinna. Ég
var að yrkja.
DÓM.: Nú eru margir, sem vinna í
verk&miðjum og yrkja samt ljóð. Hvað
hindraði yður í að fara eins að?
BRO.: Mennirnir eru svo misjafnir.
Jafnvel háraliturinn og andlitssvipur-
inn.
DóM.: Það er ekki yðar uppgötvun,
heldur vita það allir. En þér ættuð held
ur að segja okkur, W/ernig við eigum
að meta þátttöku yðar í hinni miklu
framsókn okkar til kommúnismans.
BRO.: Uppbygging kommúnismans er
ekki í því einu fólgin að standa við
vinnuborð eða plægja akur. Þar þarf
líka til að koma hugarstarf, sem......
DÓM.: Ekki svona háfleygur! Segið
okkur heldur, hvernig þér ætlið að haga
starfi yðar og framkvæmdum í fram-
tíóinni.
BrG.T Ég ttúeÁÍ: méí að vrkja kvæði
og þýða. En ef þetta stríðir gegn al-
mennt viðurkenndum reglum, þá ætla
ég að fá mér fasta vinnu og samt yrkja
kvæði. _—
TJAGLY meðdómandi: Hér í landi
vinna allir. Hvernig stendur á því, að
þú eit búinn að vera svona lengi iðju-
laus?
BRO.: Þér teljið það ekki vinnu, sem
ég geri. Ég hef ort kvæði og tel það
vinnu.
DÓM.: Hafið þér dregið nokkrar álykt
anir sjálfur af því, sem hefur verið
skrifað í blöðin?
BRO.: Grein Lemers var ósannindi.
Það er eina ályktunin, sem ég hef dreg
ið.
DÓM.: Svo þér hafið ekki dregið nein
ar aðrar ályktanir?
BRO.: Nei, það hef ég ekki. Ég tel
mig ekki vera mann, sem lifir lífi
sníkjudýrs.~
VERJ. Þú sagðir, að greinin með fyr-
irsögninni „Hálíbókmenntalegi dáð-
leysinginn“, sem kom í blaðinu „Kvöld-
Leningrad", sé ósönn. Að hvaða leyti?
BRO.: Það eina, sem rétt er í henni,
er nafnið mitt. Jafnvel aldur minn
er skakkur. Jafnvel kvæðin eru ekki
eftir mig. í þessari grein er fólk, sem
ég þekki varla eða aills ekki, kallað vin-
ir mínir. Hvernig get ég talið þessa
grein sanna og dregið af henni álykt-
anir?
VERJ.: Þú telur verk þitt þarft. Geta
vitiiin sem ég hef kallað staðfest þetta?
DÓM.: (háðslega við verj.) Er það
eina ástæða yðax til að kalla vitni?
SOROKIN: (við Bro.) Hvernig gaztu
gert þýðingu úr serbnesku, án þess að
styðjast við annarra manna verk?
BUO.: Þér spyrjið fávislega. Öðm
hverju er gerður samningur við útgef-
endur, sem láta svo í té orðrétta þýð-
ingu. Ég kann pólsku og serbnesku líka,
þótt ekki sé það eins vel, en málin eru
svo skyld, og með því að styðjast við
orðrétta þýðingu gat ég gert mína þýð-
ingu.
DÖM.: Vitnið _ Gmdnina!
GRUDNINA: Ég hef haft eftirlit með
verkum ungra skálda (tayrjenda) í
meira en 11 ár. f sjö ár var ég í nefnd
um verk ungra skálda. Nú sem stend-.
ur er ég að leiðbeina,skáldunum í efri
bekkjunum í 3rautiyðjendahöllinni, og
eintug leiðbeini ég hópi ungra bók-
menntaáhugamanna úr Svetlana-verk-
smiðjunni. Samkvæmt beiðni útgefanda
tók ég saman og ritstýrði fjórum safn-
ritum ungra skálda, þar sem meira en
200 nöfn komu við sögu. Þessvegna er
ég gagnkunnug verkum næstum allra
ungi'a skálda hér í borg.
Ég þekki kvæði Brodskys frá 1959 og
196U sem verk efnilegs skálds. Þessi
kvæði vom enn með nokkrum vió./an-
ingsbrag, en þau báru vott um glæsi-
legan fmmleik í myndum og líkingum.
Ekki tók ég þau samt í safnritin, en
engu að_ síður taldi ég höfundinn vel
gefirm. Ég hitti ekki Brodsky persónu-
lega fyrr en haustið 1963. Eftir að þessi
grein, Hálfbókmenntalegi dáðleysing-
inn, kom út í Kvöld-Leningrad, gerði
ég Brodsky boð að koma og tala við
mig, af því að unga fólkið var að hríð-
ast í mér að taka upp hanzkann fyrir
manninn, sem verið var að níða. Við
spurningu minni um, hvað hann hefð-
ist nú að, svaraði Brodsky, að hann
hefði verið að læra tungumál og vinna
að bökmenntalegum þýðingum í um
það bil hálft annað ár. Ég tók við
r.okkrum handritum af þýðingum hans,
til þess að kynna mér þær.
Sem atvinnuskáld Og bókmenntafræð
ingur fullyrði ég, að þýðingar Brodskya
eru í háum atvinnumannaflokki. Brod-
sky hefur alveg. sérstaka gáfu til að
þýða ljóð, og slík gáfa er sjaldfundin.
Hann sýndi mér verk, sem hann hafði
unnið og var 368 ljóðlínur að lengd og
auk þess las ég 120 línur af Ijóðum,
sem hann hefur þýtt og komið hafa á
prent í Moskvu.
Samkvæmt persónulegri reynslu
minni af bókmenntaþýðingum, veit ég,
að þýðing á svona verki mundi taka
hfifund minnst há.íft 6$ því að-gera
ekki annað, en auk -þess fer timi í að
fá verkin útgefin og að ráðgast við sér-
fræðinga. Og tímann, sem í það fer,
er ómögulegt að áætla. Ef við metum
þessar þýðingar, sem ég hef séð með
eigin augum, og jafnvel á lægsta verði,
sem útgefendur greiða, hefur Brodsky
þegar unnið sér inn 350 nýrúblur, og
þá er bara eftir spurningin, hvenær
verk hans komist öll á markaðinn.
Auk samninga um þýðingar sýndi
BrocLsky mér samnimga við útvarp og
sjónvarp, sem hann var þegar búinn
að vinna, en hafa heldur ekki verið að
fullu greiddir.
Af viðtölum við Brodsky og fólk,
sem þekkir hann, veit ég, að Brodsky
lifir mjög spart, og neitar sér um bæði
föt cg skemmtanir, en situr mestallan
tímann við skrifborðið að vinnu. Það
sem hann fær í aðra hönd, gengur til
fjölskyldu hans.
VERJ.: Er það nauðsynlegt að hafa
almenna þekkingu á verkum höfundar,
til þess að geta gert bókmenntalegar
þýðingar á verkum hans?
GRUDNINA: Já, fyrir góðar þýðing-
ar, eins og hjá Brodsky, verður að
•þekkja verk höfundarins og öðlast til-
finningu fyrir stíl hans.
VERJ.: Er greiðslan lægri ef notaðar
hafa verið orðréttar þýðingar á kvæð-
unum?
GRUDNINA: Já, það er lægra borgað.
Þegar ég þýddi verk ungverskra skálda
eftir orðréttum útleggingum, fékk ég
einni gamalrúblu minna á línuna.
VERJ.: Er það algengt hjá þýðend-
um að þýða eftir avona orðréttum út-
leggingum?
GRUDNINA: Já, það gerist allsstaðar,
Eirm fremsti þýðandi í Leningrad, A.
Gitovich, þýðir úr fornkínversku og
notsi svona útleggingar.
LEBEDEVA meðdómandi: Er hægt
að læra erlenda tungu hjálparlaust?
GRUDNINA: Ég hef lært tvö tungu-
mál hjálparlaust, auk þeirra, sem ég
lærði í háskólanum.
VERJ.: Ef Brodsky kann ekki serb-
nesku, getur hann þrátt fyrir það gert
fyrsta flokks bókmenntalega þýðingu?
GRUDNINA: Já, auðvitað.
VERJ.: En finnst yður ekki það að
nota orðrétta þýðingu vítaverð notkun
á annarra manna verkum?
GRUDNINA: Fjarri fer því!
LEBEDEVA meðdómandi: Hér ee
bók sem ég hef verið að athuga. Þar
eru aðeins tvö smákvæði eftir Brodsky.
Framihald á bls. 13.
6 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
29. tbl. 1964