Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1964, Síða 11
•Saga
Empress Josephine. Ernest John
Knapton. Harvard University
Press. 1963. $6.95.
Ævi bessarar konu varð marc-
breytt og furðuleg. Hún var upp-
runnin í Vestur-Indíum, dóttir
plantekrueiganda. Hún hverfur
frá Martiniq þegar hún giftist
Alexander de Beauharnais og
flytur til Parísar skömmu fyrir
frönsku stjórnarbyltinguna. Hún
er sett 1 fangelsi, maður hennar
hálshöggvinn og henni voru
ætluð sömu örlög, en fall Robes-
pierres forðaði því að svo yrði.
Hún kynnist Napóleon á þjóð-
stjóratimabilinu, giftist honum
og verður drottning Frakklands.
Þau skilja 1810 og hún deyr fjór-
um árum síðar. Höfundurinn
lýsir bakgrunninum ágætlega,
þvi þjóðfélagi, sem Josephine
elst upp í á Martiniq; í París á
síðustu árum Lúðvíks 16. og
timabili þjóðstjóranna. Og svo
kynnist hún Korsíkumanninum,
og hefst til hæstu metorða. Hún
hafði mikinn áhuga á listum og
safnaði málverkum og höggmynd-
um, einnig hafði hún áhuga á
húsagerðarlist og garðrækt.
bréfasöfn við samningu bókarinn-
ar; bréf Josephine og Napó-
leons og bréf hennar til barna
sinna. Bókin er skemmtileg
aflestrar og vönduð um heim-
ildir. Heimildaskrá fylgir. Mynd-
irnar erq samtíma kopar- og stál-
stungur.
Bókmenntir
Everyman's Dictionary of Sake-
speare Quotations. Compiled by
D.C. Browning. J.M. Dent & Sons.
25s. 1964.
Þetta er ný útgáfa, bókin kom
fyrst út 1953, og er nú endur-
prentuð í tilefni 400 ára minning
arhátíðar Shakespeares. Þetta
er allt í senn, orðabók, úrval og
orðalyklar. Þekktustu kaflar úr
ritum skáldsins eru hér prentað-
ir, en eins og allir vita, þá er
ijiagn þeirra það mikið, að bókin
er um 460 síður, og svo eru fjöru
tíu síður umsagnir og ýmiskonar
fróðleikur um skáldið ásamt orða
safni og orðalyklum. Auk þessa
er bókin myndskreytt, myndir
valdar af Phyllis Hartnoll. Það
er mikið komið út af ritum um
og eftir skáldið á þessu ári, bæði
I heimalandi þess og annarsstað-
ar. Þessa bók má telja til þeirra
fremstu, auk þess ódýr.
Náttúrufræði
Animal Worlds. Marslon Bates.
Thomas Nelson. 1963. 84s.
Þetta er með fegurstu bókum,
sem út hafa komið um dýr og
dýralíf. Hún lýsir umhverfi því
sem hinar margvíslegustu dýra-
tegundir búa við. Bókinni er
skipt í kafla eftir umhverfi, sjór
inn og sjávardýr, eyðimerkur,
kóralrif, háfjöll, steppur og frum
skógar. Dýrunum er lýst í um-
hverfi þeirra og greind áhrif
þess á mótun dýranna. Hvernig
halda pólardýrin á sér hita,
hvernig fara eyðimerkurskepnur
að ná vatni, hvernig þola djúp-
sjávarfiskar þrýstingi'nn? Þess-
um spurningum og mörgum fleiri
svarar höfundurinn. Hann byrj-
ar á lýsingu hafsins og fiskanna,
síðan lýsir hann ám og vötnum
og dýralífi þar og á þurru landi,
allt frá frumskógum til norður-
hjara. Loks er ágætur kafli um
samskipti manns og dýra, aðlög-
un dýra að mannaverkum og
framkvæmdum. Höfundur slítur
ekki skepnurnar út úr umhverf-
inu heldur tengir dýr og um-
hverfi í Jýsingum sínum. Marston
Bates hefur ferðazt víða, verið
í Honduras og Guatemala, Egypta
landi og Albaníu. Hann er nú pró
fessor í dýrafræði við Michigan
háskólann. Bók þessi er ákaflega
skemmtileg aflestrar og er prýdd
hinum ágætustu myndum. Dýrin
eru sýnd I eðlilegu umhverfi ©g
er það í samræmi við byggingu
bókarinnar. Þetta er ein sú
skemmtilegqsta dýrafræði sem út
hefur komið og myndirnar ein-
stakar, mjög vel gerðar og ógæt-
lega prentaðar.
Jóhann Hannesson:
... ÞANKARÚNIR
„HIMINNINN er hár og leiðin til keisarans löng“, segja Kín-
verjar. Þetta þýðir að erfitt er að ná til valdhafa, sem vilja láta
menn ná rétti sínum. í lýðræði er leiðin til ráðamanna hins
vegar stutt. Og fljótlegt er að ná fundi Gúðs. Til eru velviljaðir
blaðamenn, sem vilja hjálpa mönnum í vandræðum.
Vera má þó að inn hjá nokkrum mönnum hafi smeygt sér
tilfinning skyld hinni kínversku þegar skattasýkin tók að brjót-
ast hér út. Fyrstu dagana hitti ég menn af mörgum stéttum.
Inæknir kvað inntöku róandi lyfja hafa aukizt. Vísindamaður
kvaðst þekkju legmann, er hefði til umráða hundrað krónur á
'mánuði að opinberum gjöldum greiddum. VSTSltinermenn voru
ýmist ánægðir eða kvíðandi. Sagt var mér frá einum manni er
hafði orðið rúmfastpr upp úr sköttunum, en held þó að fremur
hafi flensan þjáð hann en skattsýkin. Sjálfur átti ég von á all-
háum skatti og taldi ekki ranglátt, enda varð upphæðin ekki
vonum minni. Held þó ráði og rænu, þar sem eiginkonan held-
ur lífi í fjölskyldunni, líkt og eiginkonur sumra stúdenta, sem
heppnir eru. Og ég er hlynntur velferðarríkinu og vil að það
geti búið vel að bágstöddum og sjúkum.
Fám dögum eftir að talið um skattinn tók að skemmta
mönnum, steig ég upp (í flugvél), enda ferðin ákveðin og far-
seðill greiddur. Þegar niður kom í Noregi, gaf þar að líta í
blöðum að skattavöldin væru að greiða umframupphæðir, sem
allmargir áttu inni. „Slyngari eru skattheimtumenn hjá þeim
en oss“, hugsaði ég, „og væri ekki vanþörf á að koma þessu á
fyrir kosningar heima, svo menn hafi nokkuð í flokkssj'óði“.
Mikla skatta greiða menn þó þar í landi, og sumir ranglega háa,
af því að villur komast inn í vélarnar og ganga aftur ár eftir ár.
Ungur tæknifræðingur greiðir 40% af eftirvinnutekjum jafn
óðum. Skrifstofustúlka fékk launahækkun, en skattarnir átu
allt upp og tvö hundruð krónum betur. En innheimtan gengur
eins og smurð vél. Hjá oss varð of mikið kast á illa smíðuðum
hjólum, og mun oss vanta réttar vélar og rétta menn. Annars
væru ekki auglýst lögtök hjá neinum, sem hafa uppfyllt allar
kröfur um greiðslur í sambandi við vegabréf. Skattar hljóta að
Höfundur hefur notað útgefin
vera allþungir með öllum þeim aldingörðum skóla, sjúkrahúsa
og annarra stórra stofnana, sem ríkið rekur. En réttlátir þurfa
skattar að vera, svo að þeir fari ekki illa með suma, án þess að
snerta aðra.
Daginn sem ég hélt heim, stakk kunningi að mér metsölu-
bók: „A NATION OF SHEEP“, en það merkir ÞJÓÐ SAUÐA
á voru máli. Ekki er bókin samtímasaga af vorri þjóð, heldur
annarri, miklu stærri og voldugri, en höfundi finnst þjóðin
fremur sljó í viðbrögðum. Bók um oss yrði heldur að heita:
„A NATION OF SHEEP AND FOXES“, þjóð squða og refa,
enda kvað refum hafa hraðfjölgað með eyðingu sveitanna. En
bændur eru svo friðsamir sumir hverjir að granda alls ekki
refum, heldur segja þeir af þeim sögur. Að sauðkindum er auð-
velt að ganga, smala með hundum, rýja, marka og slátra þegar
við á. Lítið er af refum að hafa, en einfaldast fyrir þá að hafa
gren í friði og takmarkalaust frelsi innan um sauðina, því sauð-
ir virðast öllu gleyma, en líta refi með undrunarsvip.
Þegar heim kom, hélt ég að allt hjal um skatta væri hjaðn-
að. Annað kom þó upp úr kafinu. Annars vegar er ánægjan svo
mikil að menn biðia um meiri skatta: sjónvarp eftir tvö ár —
og veix Ghginn hvar kostnaður endar, fremur en Noromenn og
Danir vissu það hjá sér. Menn virðast hafa fé til að sækja dýr-
ustu skemmtistaði, hvolfa dýrum bílum, greiða 35% vexti,
bjóða ævintýralegar upphæðir í hús. Hins vegar eru aðrir, sem
jarma líkt og sauðir. Rithöfund hitti ég og spurði hvort nokkur
talaði nú orðið um skatta. „Ég heyri varla um annað rætt“,
sagði hann. Stúlka ein heldur eftir áttatíu og fimm aurum af
sínum mánaðargreiðslum. Við má bæta sumu af því, sem
blöðin hafa rætt um. — Skattahjalið virðist með sumum álíka
alvarlegt og andarnir á Saurum, en full alvara hjá öðrum. En
er sú alvara nokkur alvara eða aðeins jarmur sauðheimskrar
hjarðar í rétt? Gætu ekki sextíu sauðir safnazt saman og sent
Alþingi bréf um skynsamlegri skattheimtu en þá, sem nú er?
Leiðin til keisarans er ekki löng. Menn kynnu að óttast að ref-
irnir, sem vilja leika lausum hala innan um sauðina, sendu
annað ávarp — e.t.v. fimm hundruð saman — en í þá gildru
ganga refirnir ekki.
„Sveltur sauðlaust bú“ segir íslenzkt máltæki. Það hefur
verið mælikvarði á skynsamlega (og óskynsamlega) stjórnun
ríkis frá Mencíusi til Parkinsons hvort menn flytji úr landi eða
ekki sökum skatta. Ríkið þarf því að hyggja að sínum sauðum,
svo þeir rölti ekki upp í loftið og til annarra landa. Og að orð-
um Ljóðaljóðanna: Náið fyrir oss refunum, yrðlingunum, sem
skemma víngarðana, því að víngarðar vorir standa í blóma.
SIGGI SIXPENSARI
1) — Galúnn vW þlg *r, nff þú treystir mér ekkl! Hveis virði er hjónabandið án trausts? 2) — Nei, heyriði nú! Hver er að tala um traust? _ I*.-að áttu við?
S) — Hver er það sem aldrei spilar póker á aimarra manna spil? 4) — Þú sigrar, elskan!
29. tbl. 1964
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 11