Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1965, Page 11
„Ég er kom-
inn til að
biðja afsökun-
ar, vinur. Þeg
ar ég kom
heim í gær-
kveldi fletci
ég upp í kapp-
leikjaskránni
— og þú hafð-
ir á réttu að
standa!!
Bókmenntir
The Thin Red Line. James Jones.
Collins. Fontana Books 1965. 5/—
Höfundurinn er einn frægasti
höfundur eftirstríðsáranna í
Bandaríkjunum og víðar. Hann
varð frægur með bók sinni ,From
Here to Eternity", sem kom út
1952 og var afburðavel tekið.
Þessi bók kom út 1963 og er nú
endurprentuð í Fontana útgáf-
unni. Þetta er saga bandarískrar
herdeildar á Guadalcanal. Her-
deildin var þar í nokkra mánuði
og höfundurinn segir frá atburða-
rásinni, allt frá því að herdeildin
lendir og þar til leifar hennar
hverfa þaðan. Sagan er mjög sönn
og lýsir vel nútíma hernaði og
öllum þeim hryllingi, sem honum
fylgir. Höfundur notar hermanna-
málið og nær með því enn meiri
áhrifum. Sagan er gróf og rudda-
leg og helztu persónurnar verða
m„nni minnisstæðar.
Stríðsreynsla verður flestum
minnisstæð og mörg beztu verk
sem sett hafa verið saman undan-
farna áratugi má telja til stríðs-
bókmennta og þetta er eitt þeirra.
From Here to Eternity. James
Jones. Collins. Fontana Books
1965. 6/—
Þessi bók kom í fyrstu út 1952
og höfundurinn varð þegar heims-
frægur. Hann gekk í bandaríska
herinn 1939. Hermannsferill hans
var skrykkjóttur, ýmist hækkað-
ur eða lækkaður í tign. Hann tók
þátt í bardögunum á Guadalcanal
og særðist. Eftir stríðið settist
hann að i fæðíngarbæ sínum Rob
insson í Illinois-fylki og hóf skrift
ir. Hann var átta ár að setja sam-
an þessa bók. Þetta er löng saga,
rúmar átta hundruð blaðsíður og
það furðulega er að spennan helzt
allt til bókarloka. Mússólíni segir
í minningum sínum, að sannasta
vinátta mótist og skapist í skot-
gröfunum andspænis dauðanum.
Við slíkar aðstæður birtist innsta
eðli manna og sumir telja, að þá
6éu menn sannastir. Því er ekki
furða að margt það bezta í heims-
bókmenntunum er sprottið upp
úr slíkum jarðvegi.
Þessi bók hefur farið sigurför
um allan heim og hefur verið
meira lesin en flestar aðrar stríðs
bókmenntir.
Simplicius Simplicissimus. Hans
Jacob Christoffel von Grimmel-
hausen. Translated from the orig-
inal German edition of 1669 by
Hellmuth "Weissenborn and Les-
ley Macdonald. With engravings
by Hellmuth Weissenborn. John
Calder 1964. 50/—
Þessi bók var skrifuð fyrir
tæplega þrjú hundruð árum. í
nær tvö hundruð ár var ekki vit-
að hver höfundurinn var. Það
var ekki fyrr en á 19. og 20. öld
að höfundurinn fannst. Þar áttu
hlut að von Arnim, von Eichen-
dorf, Scholte og Echtermeyer. Á
19. öld var tekið að meta ritið að
verðleikum, mikið fyrir tilverkn-
að þeirra tveggja, sem fyrst eru
nefndir hér að ofan. Lítið er þó
vitað um höfundinn, hann fæddist
1622 í Þrjátíu ára stríðinu. Tólf
ára gömlum var honum rænt af
soldátum og var neyddur til þess
að fylgja hernum ásamt öðrum
flækingum, hórum, pröngurum
og ruslaralýð, sem eltu herina á
þessum tímum. Hann gerðist síð-
ar hermaður í liði keisarans og
tekur að líkindum þátt í ýmsum
frægum orrustum. Eftir stríðið
sezt hann að í Svartaskógi.
Hann deyr 1676 þá fimmtíu og
eins árs. Hann setti saman fleiri
bækur svipaðs efnis og urðu þær
og þessi bók hans vinsælar.
Þetta er stríðssaga og segir frá
hryllingi Þrjátíu ára stríðsins.
Þorp og sveitabýli liggja í auðn,
akrar ósánir, skepnur fallnar úr
hor og mannfólkið farið á ver-
gang, myrt eða dautt úr pestinni.
Glæpir, grimmd, hatur og saur-
lifnaður eru daglegir og eðlileg-
ir viðburðir. Höfundurinn elzt
upp í þessu andrúmslofti og dreg
ur af því þann lærdóm og reynslu
sem fram kemur í þessari bók
hans. Á þessum ömurlegu árum
álitu margir að heimsendir væri
í nánd og ekki að ófyrirsynju.
Eitt var það sem einkenndi her-
ferðir þessara tíma, sem var sá
stóri hópur ruslaralýðs, sem
fylgdi herjunum á ferðum þeirra,
hermennirnir höfðu oft hyski sitt
með í förinni og svo var hópur
hóra, prangara, fífla og annarra
skemmtikrafta með í förinni. Sá
er munurinn nú á dögum, að á
stríðstímum heldur þetta hyski
kyrru fyrir i bæjum og borgum.
Þetta er litauðug bók, málið
gróskumikið og iðandi af lífi, bar
okk gróskan blómgast á þessum
síðum. Þetta hefur lengi verið tal
in frægust stríðsbóka og það
með réttu.
Roxana, The Fortunate Mistress.
Daniel Defoe. Edited with an
Introduction by Jane Jack. Ox-
ford English Novels. Oxford Uni-
versity Press 1964. 25/—
Þessi útgáfa er prentuð eftir út
gáfunni frá 1724, sem er mjög
sjaldgæf. Höfundurinn er líklega
fæddur 1660 og deyr 1731. Hann
skrifaði fjölda bóka og margar
undir dulnefni. Sú vinsælasta er
Robinson Krúsó, sem hefur und-
anfarin rúm tvö hundruð ár verið
vinsælasta unglingabókin í
Evrópu og víðar. Hann var ævin-
týramaður, áróðursmaður bæði
fyrir Whigga og Toría, braskari,
uppfinningamaður, blaðamaður og
oft gjaldþrota og gisti fangelsi
ekki ósjaldan og svo setti hann
saman fjölda bóka.
Þessi bók segir frá ævintýra-
kvendi sem gengur milli manna,
hún er ástmey .heiðarlegs gim-
steinasala1 sem síðar er rændur
og myrtur. Síðan lendir hún upp
i rúm til fransks prins, ensks lá-
varðar og gefið er í skyn að hún
hafi verið í tygjum við konung-
inn um tíma. Loks giftist hún hol-
lenzkum kaupmanni, sem er heið
arlegur og einfaldur og gengur
þess dulinn hver eiginkona hans
er í raun og veru. í bókarlok er
benni spáð óblíðum örlögum.
Mórallinn er: „æ kemur mein
eftir munað.“
Bókin er vandlega útgefin, með
ágætum formála og athugagrein-
um, bókalistum og skrám.
Island. Aldous Huxley. Penguin
Books 1964. 4/6.
Aldous Huxley fæddist 1894 og
dó á síðasta ári. Hann var kom-
inn af menntamannaættum. Fékk
menntun sína í Eton og Bajliol og
gerðist síðan einn mikilvirkasti
og frægasti rithöfundur Breta á
þessari öld. Hann vakti í fyrstu
á sér eftirtekt með smásögum sem
komu út 1920. Síðan rak hver
bókin aðra, skáldsögur og greina-
söfn. Þessi bók er andstæða við
eina frægustu bók hans, Brave
New World, sem var lýsing á
framtíðarríkinu, helvíti tækni og
skipulags. Aðalpersóna þessarar
bókar er blaðamaðurinn Will
Farnaby, hann er á ferðalagi um
Austurlönd lendir í hvrfilbyl og
kemst við illan leik til eyjunnar
Pala sem aðeins er þekkt af af-
spurn og enginn blaðamaður hef-
ur nokkru sinni heimsótt. Þar rík
ir ánægjan og gleðin, mennskan
og lífsnautnin. Þetta er skemmti-
leg bók og er síðasta skáldsagan,
sem Huxley setti saman kom fyrst
út 1962.
Jóhann Hannesson:
ÞANKARÚNIR
„EINS og til eru mannhatarar (misanþropoi), þannig eru einn-
ig til hugsjónahatarar (misologoi, þeir sem hata LOGOS), og
sprettur hatur beggja af sömu rót, sem er vanþekking á veröld-
inni“. Þannig mælir Platón í bókinni „Fædón“, en samhengið
sýnir skilning höfundarins á þessu máli. Einstaka menn hafa
reynzt svo ósannir, hafa svo illilega brugðizt vonum, sem við
þá voru tengdar, að upp úr vonbrigðunum hafa sprottið marg-
vísleg vandræði, tortryggni og hatur, sem erfitt er að uppræta.
Þó eru illmenni ekki svo mörg að almennt mannhatur verði
réttlætt með illsku þeirra. Hins vegar magnast mannhatrið
— einnig hatur milli þjóða — með því að mjög margir menn,
sem ekki eru illmenni, ljá illskunni fylgi sitt og láta draga sig
og ginna til illra verka.
Víðtæk þekking á veröld og mönnum getur veitt góðviljuð-
um mönnum mikla hjálp til að greina sáðmenn hatursins frá
öðrum, án þess að úr verði almenn mannfyrirlitning. En yfir-
borðsþekking nægir hér ekki, þótt mikið af henni sé á borð bor-
ið. Þannig er t.d. með áróðurinn. Oft er hann byggður upp á
því að fyrir hendi sé nokkur þekking, yfirborðskennd og ein-
hliða, en ekki raunverulegt manngildismat eða verðmæta.
Er nú hugsjónahatrið runnið af sömu rót og mannhatrið, eins
og Platón vill vera láta? Vera má að svo sé oft að verulegu
leyti. Menn kunna að vera — og eru reyndar víða — aldir upp
við hugsjónahatur eða hugsjónafátækt. Mörgum er ekki kennt
neitt um hugsjónir, sérleik þeirra, ætterni, sögu þeirra og
áhrif. „Hún er að því komin að eignast barn, en veit ekki hvað-
an börn koma“, sagði ein stúlka um aðra. Ekki mun þetta þykja
mikil þekking í nútímanum varðandi mannlega líffræði. Samt
eru margir lýðræðissinnar vor á meðal, sem vita alls ekki
hvernig á þvi stendur að lýðræði er til, hvaðan það er komið né
hvað lýðræði þarf til að lifa og þrífast, svo að ekki verði úr
því einhver óskapnaður.
Ég hef í fórum mínum litla bók um hugsjónasögu Evrópu,
bók, sem kennd er við suma erlenda menntaskóla. Ég fæ ekki
betur séð en að margir hérlendir jafnaldrar þeirra ungmenna,
sem þessi bók er ætluð, viti varla hvað hugsjónasaga er né
frá hverju hún greinir. — Að vísu eru sumar hugsjónir kunnar
vor á meðal, svo sem hinar stærðfræðilegu. Sumar þeirra eru
sameiginlegar mönnum um víða veröld, t.d. sú sem almennt
finnst með því að telja saman fingur á báðum höndum. Það er
mikill kostur við margföldunartöfluna að hún er jáfn sjálf-
sögð í Japan, Vesturheimi og í Surtsey, yfirleitt alls staðar
þar sem menn eru staddir. Skýrleiki, einfeldni og öryggi ein-
kenna hinar stærðfræðilegu hugsjónir, en því fer víðs fjarri að
þetta eigi við um allar hugsjónir manna. Einfalda stærðfræði
og reikning telja menn hins vegar sjálfsagt að læra nú á dög-
um, af því að svo margir verzla og taka við launum og vilja vita
nokkur skil á fjárhagslegum verðmætum.
Að dómi Platóns átti uppeldið að stefna að því marki að opna
augu manna fyrir hugsjónum, svo að æskulýðurinn gæti snúið
sér frá blekkingum og fordómum, hártogunum áróðursins og
niðurlægingu siðspillingarinnar. Platón kunni vel að meta gildi
stærðfræðinnar, og hugsjónakenning hans er að verulegu leyti
mótuð af stærðfræðilegum hliðstæðum (analogíum). En vanda-
mál mannlegs lífs verða ekki leyst með eintómri stærðfræði —
og því síður með eintómri málfræði — heldur þarf einnig hug-
sjónafræði að koma til. En í hugsjónafræðinni fást menn við
margt, sem vér nútímamenn nefnum öðrum nöfnum en Forn-
Grikkir gerðu, þótt viðfangsefnin séu að verulegu leyti hin
sömu. En þau eru uppeldi barna og æskulýðs, breytni ein-
staklinga og samfélagshópa, stjórnun samfélags og ríkis, frelsi
manna og ábyrgð, þekkingin, listirnar, markmið og tilgangur
lífsins. Nú voru fjölmargir aðrir en Platón, sem lögðu margt
fram til hugsjónafræðinnar, þeirra á meðal spámenn ísraels,
postularnir, kirkjufeðurnir, spekingar miðalda, siðbótarmenn,
vísindamenn, rithöfundar og hugsuðir síðari alda. Á tilteknum
tíma og tilteknu svæði verður mönnum ljóst að þeir eru ekki
aðeins „erfingjar" Grikkja, Hebrea og Rómverja, heldur sjálf-
stætt vinnandi menn — og þá fer að mótast vestræn menning.
Lýðræðishugsjónir eru gamlar, en lýðræði tiltölulega ungt,
enda mjög sennilegt að það sé líka viðkvæmt og ekki þurfi
ýkja mikið af innri upplausn né mjög harðar árásir utan frá
til að eyðileggja það.
Þess vegna þarf sérhver ný kynslóð að fást við hinar sígildu
hugsjónir og spyrja: Hvað er rétt, fagurt og satt, fullkomið og
gott?
23. tbl. 1965
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H