Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 6
Af gömlum blöSum — Eftir Mannes Jónsson „i*cið væri réff ciÍS é®p gæfi |>ér á kjjcsffSnn" Þegar maður er dauður er litla sögu hægt a'ð segja. Og þó, lífið heldur endalaust áfram. Ég skakkaðist um á tveim hækjum uppi á loftinu á Lauga vegi 30, en niður stigann komst ég ekki. Svo sló mér niður aft- ur var orðinn grindhoraður og svo máttlaus að ég gat ekki hreyft líkamann og varla höfuðið. En svo rétti ég við, fór að fitna og var orðinn 90 pund, þegar ég gat komizt út í búðina á Laugavegi 33 og viktað mig. En þá var ég líka orðinn feitur og sprækur. Það getur lengi gott batnað. Mig minnir það væri 1929 sem ég lét skrá mig í Bygg- ingafélag alþýðu, og hefi verið þar félagi síðan. Ég fór niður eftir á tveim hækjum í timbur- skúrinn, þar sem nú er Alþýðu- húsið. Mikið áttd ég bágt með að komast upp og niður tvær tröppurnar, sem voru við skúr- inn, en ég lét ekki undan og hafði það. Og svo keypti konan eystra steinhúsið, sem Geir Pálsson byggði á Grettisgötu 57, for- eldrar hennar léðu henni féð. Verðið átti að vera 32 þúsund, en Geir féllst á að innrétta risið og setja á húsið rúmgóð- an kvist, svo verðið varð 37 þúsund. Útborgunin var 5 þús- und. Það hafa margir talað illia um Geir fyrr og síðar, og víst var hann harður við mig, af því hann hélt að ég hefði síol- ið undan og ætti peninga. Okk ur lenti saman eitt sinn og ég fór að vola. Síðan þekki ég Geir. Honum verður léttara um að gera upp að lífinu loknu, heldur etn öðrum, sem eru tald- ir betri. Hann átti líka góða móður. Eitt sinn var ég að skakk- ast á hækjunum upp Vitastíg- inn, ætlaði að sjá hvað bygg- ingunni liði. Þá mætti ég Matt- híasi lækni í litla bílnum. Hann hvessti fyrst á mig augun hefir vafalaust haldið að ég væri löngu dauður og hann sæi draug. Hann stöðvaði bílinn, kom til mín og sagði:“ „Nú, hvernig gengur það?“ Ég fékk ágæta íbúð á Grett- isgötu 57, rishæðina og kvist- inn leigði ég út. Tvær lit’lar búðir voru niðri, aðra leigði ég fyrir fiskbúð, hina hafði ég fyrir brauðaútsölu. Mig vant- aði fé og komst ekkert í gang. Sex dögum fyrir Alþingishátíð- ina 1930 fæddust tvíburarnir mínir, þá átti ég erfitt og fann sárt til fátæktarinnar. Um haustið veiktist annar tvíbur- anna, læknirinn sagði mér að ef ég vildi ekki láta hann deyja óskírðan skyldi ég ná' í prestinn strax. Það var kalsa- rigning og ég hringdi til séra Bjarna, sem lofaði að koma strax. Hann kom fótgangandi, skírði drengina í rúmunum og aðeins við foreldrarnir vorum viðstödd. Ég spurði um borg- unina, 7 krónur, það var fyrir annað barnið og enginn bílkostn aður. Eftir hálftíma fór drengn um að létta og er lifandi enn. Séra Bjarni hefir skírt öl’l börnin mín tólf, þau eru öll hraust og góð. Það fylgdi hon- um séra Bjarna eitthvert lán og Guðsblessun. Þegar ég var orðinn félaus 1927, skrifaði ég blöðum og tímaritum, sem ég hafði verið áskrifandi að, og bað að hætta að senda mér þau, því ég gæti ekki greitt. Öll blöðin hættu að koma, nema Alþýðublaðið, sem með bréfi þakkaði mér við skiptin og kvaðst senda mér blaðið ókeypis. Þetta gladdi mig, og mér hefir alltaf þótt vænt um Alþýðub'laðið síðan, þó ég hafi oft verið illyrtur við einstaka Alþýðuflokksmenn. En svo þegar ég var fluttur í Sogamýrina 1931, var ég kraf- inn um greiðslu, ég var þá auralaus og bað um frest. Nokkru seinna kom sami mað- ur aftur, og hreytti þá í mig ónotum yfir að láta tæla sig að óþörfu. Ég gat ekkert sagt, því þetta var lamaður maður, ekkert betur á sig kominn en ég. Svo hætti blaðið að koma. Fátækrafuilltrúarnir komu til mín 1927, voru víst hvattir til þess. Það voru Jón Jóhanns- son og Samúel Ó'lafsson. Ég man enn hvað Jóin var inni- lega góður, Samúel var þurr- ari á manninn, en þó hlýr. Ég sagði þeim, að eignir mínar ættu að vera meiri en skuld- irnar, þar ætti ég að fá fram- færi, en þeir vildu ekki, eða gátu ekki, aðgætt það. Ég man ekki til að ég fengi sveitar- styrk fyrr en 1930, það er svo erfitt að áitta sig á því, að hrapa frá því að vera matta- dór og verða hundur. Ég vann mér dálítið inn með umboðs- sölu, og svo voru vinir, ætt- ingjar og venzlamenn mér góð- ir. En eftir að tvíburarnir fæddust varð ég að fá styrk, þá þýddi ekkert stórlæti. Ég hitti Samúel söðlasmið og hann tók af mér skýrsiu. Hann var þurr og önugur í spurningum, og er ég hafði talið upp 9 börn, sem ég átti þá fór ég að vola. „Nú, þau eldast þá um níu ár á einu ári,“ sagði Samúel glaðlega. Mér létti, þetta var ekki vonlaust. Samúel var góður maður, hafði reynt veik- indi í heimili sínu og skildi til- finningar annarra. Frá því var ég styrkþegi til 1938, þá fékk elzti sonur minn vinnu í bæjarvinnunni, „vegna heimilisins" hann var þá 16 ára og_ ég átti að lifa á vinnu hans. Ég hefi áður sagt frá því, hvernig er að standa í biðröð- um sveitalima, mig langar ekk- ert til að endurtaka þá frá- sögn. Allltaf var dreginn af mér nokkur hluti þess, sem mér bar samkvæmt reglugerðinni, nema einu sinni, er Guðrún heitin Lárusdóttir fátækrafu'lltrúi gerði aðsjón hjá mér. Hún lét hækka í það, sem réitt var, en svo var lækkað aftur. Guðrún Lárusdóttdr var líknarmóðir smælingjanna, sem margir sótt- ust eftir að komast í hennar hverfi. Bn svo gátum við ekki greitt af skuldinni á Grettisgötu 57 og urðum að selja. Við flutt- um þaðan að Sogabletti 4, sem við keyptum af Geir Pálssyni. Þetta var 10. maí 1931, húsið var lítið og snoturt timburhús, sem kostaði 11 þúsund krónur og 4 þúsund útborgun. Þar leið okk/hr vel um sumarið, en vet- urinn var erfiður. Einu sinni var ég afvelta í skaflinum við Laugabrekku, gat enga björg mér veitt, en þá hirti Ólafur Einarsson mig þar, og studdi mig inn að Múlla. Það var hörku útsynningur, og ég beið þar eftir Sigurjóni Ólafssyni, sem var á ferðinni inneftir með mjólkurbrúsa á sleða. Og svo studdi annar Sigurjóm mig yfir á Sogab'lettina. Já, þeir eru margir Samverjarnir. Það voru ekki tök fyrir okkur að búa í Sogamýrinni, það var svo útúr, svo við seld- um húsið, enda gat ég fengið íbúð í verkamannabústöðunum. Ég átti að vísu ekki nema 300 krónur til að leggja í íbúð- ina, hitt sníkti ég saman, sein- ast 150 krónur hjá kunningja mínum _ suður á Grímsstaða- holti. Ég bauð honum viður- kenningu fyrir skuldinni, en hann sagði, að það væri ekkert af mér að hafa, enda borgaði ég honum aldrei. Fyrst var ég númer 100 í félaginu, þá 59 og númer 7, er ég fékk íbúðina. Þá voru margir fátækir og treystu sér ekki.. Þetta eru bestu kaupin, sem ég hefi nokk urntíma gert. Við fluttum í verkamanna- bústaðina 8. maí 1932, vorum með þeim fyrstu, sem fluttu inn. fbúðin mun vena um 63 fermetrar, og þar vorum við um tíma tólf í heimili. Þar hef ir okkur liðið vel, þrátt fyrir fátækt og basl meðan börnin voru ung. Það sér ekki á börn- unum mínum, þau eru hraust, og ég get sannarlega sagt, að þar hefi ég verið hjá góðu fólki. Þó þa'ð hafi sletzt upp á vinskapinn í pólitíkinini, brosa al'lir tiil mín á götunni, rótt eins og ég sé „einn af oss“. Ég var um tíma með búðar- holu á Grettisgötu 2, en ábati var lítill, af því ég gat ekki keypt vörur. Það var fyrir jól- in 1933, ég gat ekkert skaffað heimilinu, var að bíða eftir ágóðanum á aðfangadaginn. Klukkan var orðin 6, ég var með tvo stóra bréfpoka og var að gefast upp við Uppsalahorn- ið, er Guðmundur Pétursson rímritiari gekk fram á rnig, var að koma af vakt. „Helvíti berðu mikið, fáðu mér annan pokann", sagði Guðmundur og ég varð grátfeginn. Og svo sagði hann rétt á eftir „fáðu mér hinn líka.“ Og svo gat ég aldrei skammað hann á félags- fundum, af því hann bar báðia pokana. 1935 getrði réttvísin síðustu tilraunina til að koma mér í tugthúsið, og fyrirskipaði lækn isskoðun á mér. Hún var ræki- leg, en skýrsla læknisins var víst ta'lin sönnun þess, að ég þyldi ekki refsingu. Síðan hefi ég ekki heyrt tugthúsið nefnt. Mér er enn í minni 9. nóv- ember, það var ömurlegur dag- ur. Við vorum báðir staddir niður í Vonarstræti Guðjón heitinn Pálsson og ég, og öll okkar samúð var með atvinnu- lausum og hungruðum verka- mönnunum, en báðir fórum við í burtu hryggir og vonsvikn- ir. Við sáum kommúnistana á bak við raðir verkamannanna, Mæðða þykkum kapum og með niðurbrettar loðhúfur, útstopp aða með vaitti eins og ullar- poka, svo ekkert meiddi þeirra dýrmæta kropp. Æsingaræður þeirra hefðu hæft djöflinum, en ekki ísilendingum. Við sá- um Hermann Jónasson þjóta af fundinum og upp í tugthús, til að dæma í röngu máli. Æsinga- ræða hans á fundinum var ekki ætluð verkamönnum til gagns, heldur til að ryðja ein- ræðisherranum braut tiil met- orða. Og við sáum uppæsta og örvona verkamenn berja sak- 'lausa menn, en ekki beina sókn inni að íhaldinu, sem var eins og draugur í veginum. Héðinn stóð fremstur verkamannanna, hann einn brást ekki og gekk hann þó nauðugur til ledks, því hann sá að aðfariranr voru ekki til neins gagns fyrirverka menn, nema síður væri. Á þessum árum var mér illa við íhaldið, fannsit það hafa níðst á mér, þó það væru að- eins nokkrir einstaklingar. Mér var hlýtt til Alþýðuflokksins, en fannst hann alltof hægfara. Ég hélt að kommúnistar væru framtíðin, en eftir nokkrar kröfugöngur, sem ég tók þátit í, og marga Fjalakattarfundi sá ég að það voru ekki hags- munir alþýðu og bættur hagur sem barizt var fyrir, heldur djöfuil'legt vald nokkurra ein- staklinga, sem sótzt var eftir. Þá var mér öllum lokið. Ég lærði þó mikið í Fjalakettin- um, það kom mér að gagni síð- ar að læra aðferðir kommún- ista. Ég beitti þá sömu brögð- um og þeir noituðu, og ég þekkti veiku blettina á flokksstarf- inu. Karlarnir í verkamannabú- stöðunum þóttust vera orðnir húseigendur, þá líkaði ekki að vera meðhöndlaðir eins og leigjendur, fá ekki kaupsamn- ing, eins og þeim bar. Svo var ýmislegt, sem þeir settu út á af því þeir voru eigend- ur. Þeir voru að nauða á mér að krefjast réttar okkar, vissu sem var „að fíflinu skal á for- aðið etja“. Ég skrifaði bréf til félagsstjórnarinnar, þar sem við fórum fram á 'leiðréttingu á ágöllum. Yið vorum um 20, sem skrifuðum undir bréfið, en það var tekið óstint upp, talið að ég væri höfuðpaurinn og flugumaður íhaldsins, því flestir, sem skrifuðu undir gugnuðu, svo þetta lenti allt á mér, er til aðalfundar kom. Kommúnistar heimtuðu tvívegis af Héðni, að mér væri hent út. Aðalfundurinn var haldinn í Iðnó, og aðalmálið var bréf, sem mér var kennt um. Fyrst hélt Héðinn skammaræðu yfir mér og svo hver af öðrum, sem úthúðuðu mér sem argasta úr- þvætti. Er ég svo bað um orð- ið, og ætilaði að bera af mér byrjaði hávaðinn, menn æptu og stöppuðu, ég hafði aldrei tálað á fundi áður og var að gugna. En þá kölluðu tveir sjó- menn frammí með dirynjandi röddu, þeir Jón Erlendsson og Guðmundur H. Guðmundsson, og heimtuðu að ég fengi að gera grein fyrir máli mínu. Þeir voru mér þó andsnúnir eins og aðrir, en þeim líkuðu ekki aðfarirnar. Ég hresstist við þetta og tók það fram, sem okkur íbúðaeigendum fannst vera að, m.a. um kaup- samning um íbúðirnar. Máli Framh. á bls. 15 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. jan. 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.