Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 10
Meðan við bygíjum Hallgrímskirkju, er fróðlegt að sjá, hvað anaarsstaðar er á döfinni í samskonar byggingum. I>að ér með kírkjubyggingar eins og flest í nútímalist, að margar stefnnr eiga fylgi að fagna í einu og menn eru sem betar fer að komasf frá þeirri sannfæringu, að kirkjubyggingarstíll eigi að vera mjög ein- skorðaður. í samanlagðri byggingarlistinni eru kirkjubyggingar með miög sérstökum hæíli og nú er svo komið, að Iíklega er hvergi meira tjáningarfrelsi. Af þeim sökum hlýtur að vera eftir sóknarvert verkefni íyrir snjallan arkltekt að teikna kirkju, einkum þegar mikiS verður í lagt. Það er úr sögunni að byggja kirkjUr fortakslaust í kross og láta turninn gnæfa uppúr framendanum. Nýjar kirkjur eru alveg eins kringlóttar eins og ílangar, þær eru til lágar og víðáttumiklar, en einnig eins og eldflaug á skotpalli. Bústaðakirkja, sem nú er í smíðum, ætti raunar að vera okkur nægileg sönnun þess, að hið hefðbundna kirkjuform hefur löngu verið kvatt. Grundvallarformið í Bustaðakirkju er hinsvegar örkin eins og vel kemur í ljós, þegar kirkjan er skoðuð. Hinsvegar vantar ennbá tum, sem standa á laust vestan við kirkjuna og mun gefa henni mikinn svip. A meðfylgjandi myndum eru nokkrar nýjar eða nýlegar kirkjur, sem byggðar hafa verið í nokkrum Evrópulöndum. Ein illræmdasta útrýmingasstöð nazista stóð í Dachau í Þýzka- landi. í fangabúð'juium þar lézt fólk svo skipti hundruðum þús- unda, bæð: af völdum hungurs. harðréttis og þeirrar gasmeðferðar, sem Gyðingum var útrýmt með. Mörgum Þjóðverjum fannst eftir stríðið, að staðir eins og Dachau mundu verða um framtíð blettur á þýzku þjóðinni. Fangabúðirnar voru að vísu rifnar niður og allt sléttað og þar sáust í rauninni engin verksummerki. Npkkru eftir stríðið fékk sú skoðun byr undir báða vængi, að rétt væri að reisí* minningarkirkju í Dachau. Þessi kirkja er nú staðreynd orðin og talsvert ti hún með sérkennilegum hætti. Arkitektinn, sem heiðurinn á af þessu verki heitir Helmut Striffler. A neðri myndimii sé:-.t inngangur í neðanjarðarhvelfingu, en á myndinni til hæsrri er kirkjan eins og hún lítur út í umhverfi sínu. Kaþólski söfnuðurinn í Liverpool á frumkvæði ad hinni nýju Kristskirkju, sem þar hefur risið mitt í einu iðnaðarhverfinu. Þessi nýja kirkja er með þeim sérkennilegri, sem byggðar hafa verið á siðari tímum og minnir óneitanlega talsvert á eídflaug, eða jafnvel eldflaug í byggingu. Formið er mjög einfalt; kirkjan er hringlaga og er að innan svipuð' Panþeon í Róm, sem upphaflega var heiðið hof, en síðar kirkja. Michelangelo dáðist að hvelfingu þeirrar byggingar, og sagði, að þar mundu englar hafa verið að verki, en ekki menn. í Kristskirkju í Liverpool er hinsvegar ekki um bogahvelfingu að ræða og gerir það framkvæ mdina að sjálfsögðu mun einfaldari. ÖU stendur yfirbyggingin á steyptum súlum, en gluggar með steindu gleri ná á milli súlnanna, allt um kring. Sömuleiðis er steint gler í turninum og spýrurnar, sem teygja sig áfram til himins, setja sérstæð- an svip á bygginguna og minna að sumu leyti á spýrur þær, sem einkenna margar gotneskar kirkjur. Efnt var til samkeppni meðal arkitekta 1960 og teikning Fredericks Gibberds var valin úr 300 tiliögum. Það vill svo til, að Gibbert er sjálfur í söfnuðinum; hann er sextugur að aldri og hefur meðal annars teiknað Heathrow flugvöll við Lon don. Kirkjan er mjög stór; að minnsta kosti voru 2.500 manns við vígslualhöfnina og ekki sakar að geta þess fyrir alla þá, sem finnst miklu fé varið til Hallgrímskirkju, að Kristskirkja í Liverpool kostaði sem svarar 985 milljónir króna samkvæmt núgildandi gengi. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. jan. 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.