Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 5
Jónas Guðmundsson, stýrimaður DÁIÐ a miðvikudog SMÁSAGA Það dou tveir í kvöld sagði vökukonan dapurlega, er hún gekk framhjá á hvitskúruðum ganginum, og þegar líkmennirnir birtust með þessi undarlegu kvik- tre, ur grofum smíðaviði og segli, flýtti ég mér inn á stofuna aftur. Þetta var undarlegt hús. Undarlegt hús, þar sem menn deyja á miðvikudögum. Berbergið mitt er stofa, eða að minnsta kosti nefnt stofa og þar græt ég mig í syefn hvert kvöld, líka hér falla víxlar hverja nótt. Ég er dauður maður. Eg er lifandi maður og blóð mitt ólgar og þytur fer um sálina eins og hraðbyr yfir haf. Ég gat ekki sofnað þetta kvóld. í rauninni hafði dauði hinna tveggja ekki minnstu áhrif í þeim skilningi. Ég hefði heldur ekki sofnað þótt tvö börn hefðu fæðzt þetta kvöld, svo ég fór fram og þar sat hann þá *nn gamli pósturinn og reyndi að ná andanum. Andlit hans var undarlega kalt og harðneskjulegt, einsog venjulega. Gróft svartgrátt hárið stóð fastri rót í þykku brúnu skinninu. Af hverju var hann svona brúnn? Hann sem þoldi ekki sólskin? Og þegar hann gekk másandi undir nöktum trjánum eftir gangstígnum virti hann þrestina, sem skutust grein af grein ekki viðlits, fremur aðra vistmenn, sem eigruðu um túnið, einsog kviðfullt sauðfé. Herbergið mitt er stofa. Undarleg stofa og þú liggur einn og hugsar um heita sólina og kve kveljandi þessi bjarta haustnótt Ieggst yfir hjarta þítt. Frammi á ganginum dynur fótatak mannanna sem bera líkin eftir göngum hússins og þú heyrir hvernig þeir gefa hverjir öðrum stuttar skipanir á beygjunum, og hvíslið leggur að vitum þínum af kyrrlátri ógn. Hinar heitu tilfinningar morg- unsins, þegar þú ýmist varst vitstola af harmi, eða gleði hafa fjarlægzt með öllu og í rauninni veiztu það eitt að þú dóst ekki þetta kvöld, heldur einhver annar. Klukkan var farin að ganga þrjú um nóttina og þá fór ég fram til að reykja. Ekkert hljóð heyrðist, einsog húsið hefði verið yfirgefið í áratug. Björt ganga- Ijósin stungu undarlega í stúf við þessa miklu kyrrð. Gamli pósturinn sat enn á stól í skolinu, keðjureykti og barðist við að ná andanum. lírjóslið' hafði sigið saman og þreklegar herðarnar krepptust að hálsinum. Einnig í nótt virti hann mig ekki viðlits og tortryggin augun störðu í gólfið. í fyrstunni þögðum við hvor við annan lengi, og sogin í brjósti hans urðu dýpri og hroðalegri og þögn okkar varð óbærileg. Myrkrið grúfði sig upp að húsinu og hjúfraði sig umhverfis okkur, og ég áræddi að segja eins guðrækilega og sorglega og hægt var: Þá hafa þeír fengið hvíldina. Hann leit snöggt upp, hvessti á mig augun og sagði kogandi: — Hvað veizt þú um hvíldina? Hvað veizt þú um þjáninguna? og ég skarnm- aðist mín fyrir að vera svona heilbíigður í þessu voðalega húsi, — og hann taldi sig hafa sagt nóg. Ekki ætlaði ég að særa þig, bætti ég við. Gamli pósturinn leit upp á ný og sama grimmdin og fyrirlitningin skein úr svört- um augunum. — Hvað v-eizt þú um þjáninguna, sagði hann aftur og sogaði loftið. Það getur vel verið að þú sért veiitur. Ekki hef ég spurt að því. Það getur verið, að það sem að þér gengur sé ekki betra en asminn, en þú getur aldrei þagað. Þú hleypur æpandi um gangana, meðan þeir hera út líkin. Hann var allt í einu orðlnn mælskur. — Við, sem höfðum barizt árum saman til þess eins að ná andanum, vitum að þetta er sjúkrahús. Fimm sprautur á dag, í holdið. Það sefar fáeinar mínútur og síðan hefst þjáningin á ný. Þér finnst ég kannske þögull, en ég er hér tíl að ná andanum, en ekki til að tala við heilbrigt fólk eða vitleysingja. — Trúirðu á guð spurði ég? — Guð. Ekki veit ég um það. Að minnstakosti veit ég þó eins mikið um hitt lífið og prestarn'ir. Það sem ég hef séð- Hann sogaði andann djúpt í morkin lungun, gerir allar kirkjur og alla presta að hismi. III. Og svo fór hann að segja mér frá móður sinni og köldu augun urðu undarlega djúp og mild. Hún dó — hér í bænum. Ég hafði lofað henni að láta grafa hana austur í Vík, við hliðina á föður mínum, en nú var ég orðinn of sjúkur til að það væri hægt^ Hvar átti ég að fá peninga fyrir bílnum til að halda jarðarför austur í Vík? Ég gat ekki einusinni verið viðstaddur útförina, því ég var hér til að ná andanum og fá sprautur í holdið. Ég hefi heyrt um konu sem aðeins gat náð andanum austur á Kriui. Ég hef líka heyrt um íslenzkan auðmann sem gat náð andanum í vissri hæfí í Klettafjollum. Ég hef ekki ráð á að yera í vissri hæð í Klcttaf.iölliinum. Ég verð að vera hér og fá fimm sprautur í hÓIdið hvurn dag og taka andköf þess á milli. — En móðir þín hvar var hún þá jörðuð? Hann leit hvasst á mig og svo færðist birta vi'ir þetta svarta þjáningarfulla andlit. Hann þagði örskamma stund, og hélt svo áfram. J^Í^^^W — Þar sem ég hafði engin ráð á útför í Vík, var ekki um annað að gera en grafa hana hér. Þá kemur allt í einu í heimsókn til mín kona, sem ég þekkti lítillega og hún spyr mig, hvort ég hafi ekki lofað móður minni að láta grafa hana fyrir austan? Ég sagði henni einsog var, að ég hefði ekki peninga fyrir bílnum og um það væíi því ekki að tala, að grafa í Vík. Þetta var rík kona og þá spurði hún hvort hún mætti ekki sjá um útförina og láta hana fara fram fyrir austan. Þetta var rík kona, svo ég samþykkti það og mamma var grafin fyrir austan við hlið föður míns. Hann þagði lengi og lyfti lokuðum augunum til himins. — Var ég viðstaddur útförina? Hann horfðl hvasst á mig. Já ég var við- staddur útförina, þó ég færi ekki beinlínis austur. Ég sat hérna uppi í rúminu mínu og þá sá ég þessa sýn. Yfir allt færðist heilög birta. Ég gekk með föður mínum látnum eftir kistunni að kirkjunni, en hann tók í höndina á mér, og ég skildi að okkur var ekki ætlað að fara inn. Athöfnin fór þó ekki framhjá okkur, við heyrðum sönginn og ræðu prestsins. Síðan gengum við hlið við hlið eftir kistunni, en er komið var að kirkjugarðshliðinu, stöðvaði hann mig á ný og mér skildist að ég mætti ekki fara í garðinn. Hann þagði djúpt um stund og tók andköf. — Ég fékk að sjá lítinn hluta af eilífðinni, en fann, að ég mátti ekki sjá allt. Ég hef i aldrei átt undursamlegri stund. — Ertu kannske spíritisti, spurði ég? •— Spírítisti. Hann gat naumast leynt fyrirlitningunni. Síðan sagði hann: — Allar kirkjur veraldar og allir prestar veraldar eru gjálfur. Um guð veit ég ekki. Eg veit ekki hver leyfði mér að sjá þessa sýn. Ég veit líka að ég mátti ekki sjá allt. Þeir grófu móður mína við hlið föður míns í litla kirkjugarðinum og meira veit ég ekki. Hann þagði á ný. Hann var að bíða eftir að klukkan yrði sjö um morguninn. Þá myndi hjúkrunarkonan koma og stinga nálinni á kaf i blátt holdið. Þangað til myndi hann þurfa að þjást. Berjast við að ná andanum. Ekki í Krím, eða vissri hæð í Klettafjöllum, heldur hér myndi hann berjast áfram við að ná andanum í morkin lungu. IV. Með óskiljanlegum hætti boðaði nýr dagur komu sýn. Þrestirnir hófu sönginn. Gangastúlkur helltu úr koppum. Þvoðu brúna þvagleggi af viðkvæmni, einsog kynfæri. Sumar voru að klæða þá veikustu, sem síðan myndi vera ekið um gang- ana í hjólastólum, hægt, einsog i konunglegri jarðarför. Þeir, sem fóru inní bæ til vinnu voru farnir að raka sig — voru ýmist þöglir eða óeðlilega háværir. Einn til viðbótar hafði kvatt heiniinn án þess ég vissi og skelfing næturinnar fjaraði út smám saman. Já smám saman myndi skelfingin fara úr þessum margbrotnu andlitum. Gamli pósturinn var horfinn úr sæti sínu. Hafði fengið nál'ina í svart holdið og naut þess að draga andann. Hálfviti valhoppaði eftir ganginum og lasburða hópurinn þokaðist einsog sauðfé að dyrum borðstofunnar, og beið þess að hurðinni yrði hrundið upp. t grautinn. Fregnin um dauðsföllin þrfu dreifðist einsog fjallaþoka yfir klettótta strönd. Hverjir eru dauðir og hverjir eru Hfandi, skiptir kannske ekki me*tu máli. Hér deyja menn á miðvikudöenm. Nvir og nýir úrvinda menn munu koma í þetta voðalega hús, sem hefur svo stíra sál og stórt hjarta. Það mun verða borið á höndum hjúkrunarliðs og lækna, sem reynir að sefa sorgir þess og sársauka. Ýmist með nál í holdi, lyfjum, eða hug- hreystingarorðum. Svo kemui miðvikudagur. 19. jan. 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.