Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 4
merkt dauða og eyðingu, Surrealistar reyndu að tjá sig í einhverskonar dáleiðslu- ástandi og reyndu á þann hátt að sigrast á hömlunum milli dulvitundar og meðvitundar, á milli innri og ytri heims. Raun- veruleikann var að finna í sam- runa beggja heima, milli vöku og draums. Áhrif surrealismans gætti áður en Breton birtir stefnuskrána, surrealisma var a'ð finna í „Les Chants de Mala- dor" eftir de Lautréamont og stefnan er frekari útfærzla á kröfu rómantíkurinnar um frjálsa tjáningu sjálfsins. Áhrif Bretons urðu mikil, þótt flestir fylgismenn hans hyrfu frá þeim surrealisma, sem hann prédikaði, þá gætti og gætir mjög áhrifanna víðast um heim. Dulvitundin hefur alltaf verið einkenni skáldlegrar sköp unar, hvort sem menn haf a gert sér það jafn Ijóst og dregið af því jafn ákveðnar ályktanir og Breton, eða hafa nefnt hana öðrum nöfnum. Freud gaf lausn arorðið og Breton taldi sig geta lokið upp innsta kjarnan- um. Surrealisminn var að nokfcru angi af expressionisman um, sem hefst á Þýzkalandi nokkru fyrir fyrri heimsstyrj- öldina til andstöðu við ipress- ionisma, nýrómantík og natúr- alisma. Expressionistar töldu þessar bókmenntastefnur aðeins tjá raunveruleika, sem væri ó- sannur vegna þess að tíðar- andinn væri siðferðilega spillt- ur og bókmenntirnar væru tján ing hans, yfirborðalegar og íalskar. Fyrstu expressionistarn ir settu saman leikrit, þar sem þeir tjáðu andúð sína á and- legri stöðnun og spillingu, þeir réðust á „vélamenninguna" og forheimskun fjöldans. Freud, Dostojevsky og Bergson ásamt Husserl og Strindberg áttu meira og minna þátt í mótun þessarar stefnu með verkum aínum og nýstárlegum kenning um. Expressionistarnir töldu ríkjandi verðmætamat óheilt og skildu að sannleiki feðranna var ekki sannur lengur. Þefck- ingin og vísindin höfðu kippt grundvellinum undan heims- mynd fortíðarinnar, þótt enn væri reynt að lappa upp á hana þá hlutu allar slíkar tilraunir að misheppnast því að hinn gamli heimur var að hruni kom inn. Þessi stefna var rómantískt tilbrigði, sem reyndi að skynja umheiminn dýpri skilningi oj tjá tilfinningar og kenndir á sannari og kraftmeiri hátt og með ýktum myndum og áherzl- um til meiri árangurs. Þetta var nýtt form sjálfstjáningar. Skáld in leituðu undir yfirborð hlut- anna og skynjuðu þá og af- stöðu sína til þeirra í samræmi við dulviitundar kenningar og draumkennt innssei. Svartsýni einkennir fyrstu skáld þessarar Stefnu, Trakl og Heym, önnur vonast eftir heirnsbyltingunni, sem muni færa allt til betri vegar. Stíll Trakls og Heyms er knappur þeir yrkja um eig- in heima og óttinn við yfirvof- andi ósköp ríkir í ljóðurn þeirra. Skáld þessarar stefnu binda sig ekki við tjáningu raunveru leikans, þau nota hann öllu frem ur til þess að styrkja tjáningu innri og persónulegri heima. Samfara expressionismanum á Þýzkalandi er futúrisminn á ftalíu og imagistahreyfingin á Englandi og í Bandaríkjunum. Imagistarnir stefndu að ná- kvæmni og trúrri tjáningu myndanna, orðin skyldu hæfa yrkisefninu og forðast bæri orðabruðl, fegurð mætti finna í hversdagslegustu hlutum og myndum. Helzti frumkvöðull þessarar hreyfingar var T.E. Hulme ásamt Ezra Pound og Amy Lowell. Þeir ömuðust mjög við fútúrisma og róman- tík og áttu mikinn þátt í því að forða ónákvæmni og notk- un óljósra hugmynda, en aftur á móti var kenning þeirra um notkun orða og inntak skáld- skapar fremur gagnrýni skáld- skapar heldur en frjóvgandi og aflvekjandi. Þeir sniðuljóð inu of þröngan stakk, sem mynd eða skissu. Flest ljóð imagista verka sem uppkast að ljóði. Stefna þessi er úr sög- unni fyrir lok fyrri heimsstyrj- aldar, sem bókmenntastefna, en nákvæmniskrafan hafði heilla- drjúg áhrif á síðari tíma skáld- skap. Expressionisminn rennur sitt skeið og ummyndast eftir styrjöldina. Andúðin á styrj- öldinni þjóðernisstefnu og þeim öflum, sem fylgismenn hans töldu þjá mannkynið mótaði pólitíska afstöðu þeirra ogþeir taka að berjast fyrir friði og bræðralagi allra manna undir merkjum kommúnisma og sósíal isma. Pólitísk átök magnast stórum eftir styrjöldina og rússnesku byltinguna, kapítalismi og kommúnismi, nasismi og f asismi marka tímabilið. Á Þýzkalandi gætti mest áhrifa expression- ismans fram um 1925 og þar náði þessi stefha hæst. Andúð- in á styrjöldinni og afleiðing- um hennar varð eðlilega á- kveðnust í sigruðu landi, þar sem þjóðfélagslegt og efnahags- legt öryggi var í upplausn og óttinn réð ríkjum. Expression- istarnir skiptust í tvær fylking- ar á Þýzkalandi, önnur lagði megin áherzluna á persónu- lega tjáningu tilfinninga og undirvitundar og taldi list- ina óbundna þjóðfélagi og um- hverfi, hinn hópurinn hneigð- ist til róttækra stjórnmálaskoð- ana og barðist fyrir réttlátari heimi bjartari framtíð í verk- um sínum. Þjóðfélagið verður mörgu skáldi tilefni til ljóða, þetta var ekki ný saga, drauma- heimur skáldanna frá fyrri hluta 19. aldar hafði nú breytzt í drauminn um réttláta þjóðfélagsskipun, jöfnuð og bræðralag. Áróður og auglýs- ingatækni eflist stórum og póli- tísk öfl gera sér þetta ljósara heldur en fyrrum. Keppzt er um að draga skáld og rithöf- unda í dilka, ef þeir urðu þá ekki fyrri til þess að skipa sér sjálfum í slíka. Um 1925 var svo komið að trúin á mannkær- leikann og bræðralagið var íekin að ganga sér nokkuð til húðar, enda hæpin kenning séu hafðar í huga þeirra tíma og nútíma skoðanir í sálarfræði. Upplausn verðmætanna og varnarleysi mannsins gagnvart fjandsamlegum heimi tjást í verkum Kafka, Joyoe og Eliots. Pólitískar skoðanir verða mörg- um ígildi trúar, skáldin leita sér öryggis ýmist í kommún- isina, fasisma eða kristinn ortó- doxíu. Skortur heillegrar og jákvæð ar heimsmyndar birtist í þörf fyrir nýrri skólaspeki, aga og Framh. á bls. 14 Jackson Pollock brautryðjandi í bandarískri myndlist Jackson Pollock var 44 ára ári'ð 1956, þegar bifreið hans ók út af veginum og á tré, varð honum sjálfum að bana og ann- arri stúlkunni sem með honum var. Hann var orðinn sagna- persóna löngu fyrir dauða sinn og sögur voru sagðar af ein- arðlegri afstöðu hans og uppá- tækjum. En sköpunargáfa hans var einnig efni í sögusagnir. Það var fyrst og fremst hans verk, að amerísk list öðlaðist það sjálfstraust og þá upphefð sem hún hafði aldrei áður þekkt og gerði New York að miðstöð listalífsins. Fyrir bragðið hefur nafn hans orðið allt að því samnefhari fyrir málara í vit- und amerísku þjóðarinnar. Enda þótt Pollock starfaði lengst af í New York, vax hann aettaður ú r vesturríkjunum. Hann f æddist í Wyoming og ólst upp í Arizona og Californíu, faðir hans var bóndi. Og það er ekki ólíklegt að meginuppi- staðan í verkum Pollocks sé afstaða mannsins fil hinnar víð áttumiklu og óspilltu náttúru, sem er eitt af hinum ríkjandi rómantízku stefum í amerískri list. En list hans fjallar vissu- lega af raunsæi og fegurð um þá skynjun sem legsteinn hans gerir að tilfinningamáli. Máln- ingartaumarnir á léreftinu eru einskonar ðkrift, sérstæð skraut ritun. En þessi verksumerki eins manns verða að ímynd grósk- unnar, frjóseminnar, hinnar ei- lífu endurfæðingar. Skrift Poll ocks er tjáning um bruðlunar- semi náttúrunnar. Hlutverkið sem Pollock lék í lífinu — hann var ekki hafinn yfir það að líta á sjálfan sig sem sagnahetju — var hlutverk hins göfuga villimennis, enda þótt sjálfsvitund hans sem lista manns væri mjög sterk. Hann hugsaði um það sem honum bæri að gera hann var vel kunraugur á söfnunum og sæmilega les- inn. Sennilega hefur atferli hans verið einskonar brynja, í ætt við Tarzanleik. f Ameríku finnst listamanninum hann enn óbæt- anlegar einangraður frá þjóð- félaginu sínu en í Evrópu (í evrópsku samfélagi kann að rí'kja tortryggni gagnvart lista- manninum og dyntum hans, en það er reiðubúið að lofa hann í orði og koma fram við hann eins og elskulegan sérvitring.) Ein leið hins ameríska lista- manns til að halda sjálfsvirð- ingu sinni er sú að sýna svart á hvítu að hann sé engin rola, geti verið jafn karlmannlegur og heimskulegur og hver annar. Þessi leið getur einnig verið gagnleg aem vörn hroka mennt aðra evrópumanna þeirrar trú ar að allir Ameríkumenn séu ósiðaðir ruddar. Fyrir málara eins og Pollock gat slíkt verið jafnvel nauð- synlegra en fyrir rithöfund eins og Hemingway, þar sem Hem- ingway hafði langa röð mikil- hæfra rithöfunda að baki sér. En fyrir tíð Pollocks var Am- eríka ekki álitin staður þar sem hægt væri að skapa list sem mark væri takandi á. Fram- gjarnir amerískir listamenn er höfðu að miesbu sótt til Evrópu allt frá átjándu öld, og á tuitt- ugustu öldinni vildi þetta skapa minnimáttarkennd hjá lista- mönnum sem héldu kyrru fyrir í Amerífcu. Þeir tóku upp varn- arstöðu með því að líta á sjálfa sig sem Ameríkumenn fyrst og fremst en listamenn þvínæst. Þeir sóttu fyrirmyndir í nán- asta umhverfi, þeir höfnuðu á- hrifum evrópskra samtíðarmann anna. Þegar kennari Pollocks, Thomas Hart Benton, málaði þjóðlífsmyndir sínar á þjóðleg- an hátt, var það ekki af heil- agri einfeldni. Það voru sjálf- ráð viðbrögð gegn nútímalist Parísar og evrópskri menningu eins og yfirlýsing mannsins: „Vindmylla, ruslahaugur og Rot arymaður hafa meiri merkingu fyrir mig en Notre Dame kirkjan og Parthenon hofið." Eitthvað af þessari and-mennta legu afstöðu varð eftir hjá Pollock. En ekki átthagafjötrarnir, ekki óttinn við utanaðkomandi áhrif. Pollock vildi að amer- ískum málara yrði mögulegt að starfa heima og verða jafn framt alþjóðlegur meistari og arftaki evrópskrar hefðar. Hann varð mikill listamaður vegna þess að hann gat ekki sætt sig við neitt minna, og var reiðubúinn að gera sjálfan sig að athlægi fyrir vikið. Og trú hans á eigin getu var nógu máttug til að vekja sjálfstraust hjá öðrum amerískum lista- mönnum. Þegar hann byrjaði að mála var amerísk list lít- ilvæg og yfirborðskennd. Um það leyti sem hann dó var hún máttug og sterk. Það varð hún fyrir hæfileika og áræðni tíu eða tólf listamanna sem fædd- ust á árunum 1903 til 1915 og var Pollock ef til vill ekki þeirra stórbrotnastur. En eins og einn hinna komst að orði: „Jackson braut ísinn". 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. jan. 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.