Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 12
„Viðfangsefni heimspekinnar, eins og það kemur mér fyrir sjónir, er að verulegu leyti rökleg skilgreining og rökleg sundurliðun. Heimspekin fjallar um innri tengsl og hugsanleg ar andstæður milli annarra vísinda- greina í rikari mæli en nokkur fræði grein önnur.... Heimspekin á að vera altæk og setja fram djarfar tilgátur um alheiminn, sem vísindin geta ekki enn sannað eða afsannað. En þær verða ætíð að koma fram sem til- gátur, ekki (eins og alltof oft ber við) sem óbreytanleg sannindi á borð vfð kenningar trúarbragðanna. En enda þótt yfirgripsmikil heimsmynd sé hluti af viðfangsefni heimspek- innar, tel ég það ekki þýðingarmesta hlutann. Merkasta viðfangsefni tel ég í því fólgið að gagnrýna og skýra hugtök, sem menn vilja gjarnan á- lita grundval'larhugtök og tileinka sér gagnrýnislaust. Sem dæmi get ég nefnt: sálarlíf, efni, meðvitund, þekk Jón Hnefill Aðalsteinsson Jean-Paul Sartre wf/iítM Charles L. Stevenson Skilgrein- ing hug- taka þýð- ingarmest ing, reynsla, orsök, vilji, tími. Eg tel öll þessi hugtök ónákvæm og ómarkviss, og tel að þau séu alltof óljós til að gegna hlutverki í ná- kvæmnisvísindum.“ Þannig kemst Bertrand Russell að orði í grein sinni, Röklegur atóm- ismi, sem út kom árið 1924. Tilvitn- unin er tekin úr fjórða bindi hins mikla safnrits Konrad Marc-Wogaus: Filosofin genom tidema. Strömningar och problemstallningar genom filoso- fins historia i tankarnas egna texter. 1900-talet. Albert Bonniers förlag 1964. f þessu bindi er fjallað um heimspeki þessarar aldar, helztu við- fangsefni og lýst því hve heimspeki- legri hugsun hefur þokað fram á við í samtímanum. Tilvitnun Russells hér að framan gefur nokkra hu.g- mynd um hverju heimspekin hefur einkum beinzt að á þessum tíma, en hann hefur verið í hópi afkastamestu liðsmanna á öndverðri öldinni sem kunnugt er. Aðrir heimspekingar, sem fjal'lað er um í þessu bindi og birt verk eftir, eru: G.E. Moore, Rudolf Carnap, Ludwig Wittgenstein, Gil- bert Ryle, J. L. Austin, W. V. O. Quine, Nelson Goodman, Charles L. Stevenson, Georg Henrik von Wright Martin Heidegger og Jean-Paul Sar- tre. f aðfararorðum segir Konrad Marc- Wogau, að við síðustu aldamót hafi raunverulega orðið bylting í heim- spekilegri hugsun, er hafi beinzt gegn hugsæi'legri heimspeki og brotið leið skilgreinandi heimspeki og röklegri reynsluþekkingu, sem hefur verið svo mikils ráðandi á þessari öld. Þar segir ennfremur á þessa leið: ,,f stórum dráttum er hægt að tala um fjórar meginstefnur í heimspeki samtímans. Tvær þeirra — nefni- lega díalektískur materíalismi, sem er opinberlega viðurkennd heimspeki kommúnistalandanna, og nýtómismi, sem er heimspeki kaþólsku kirkjunn ar — standa föstum rótum í eldri heimspeki, hin fyrri í kenningu Marx og Engels og hin síðari í kenningu Tómasar af Aquino. Þessar tvær stefn ur eru alveg bundnar af þessum eldri kenningum. Enda þótt þser telji nú stóran hóp málsvara og geti hreykt sér af gríðarmiklum bókmenntum hef ur hvorug þeirra þokað heimspeki- legum umræðum fram á leið svo að nokkru nemi. Þessvegna á hvorug þessi stefna heima í úrvali sem þessu. Þriðja stefna, existentialisminn, á marga fylgismenn í Þýzkalandi og rómönsku löndunum. Hugarheimur þessarar stefnu er á sinn hátt nýj- ung í samtíðinni, og hefur einnig markað djúp spor í bókmenntir ald- arinnar. Fyrir vísindalegar heim- spekiumræður hefur þessi stefna hins vegar tæpast haft nokkra þýðingu. Þó má teljast réttmætt að láta nokkur sýnishorn úr heimspekilegum ritum existentialista fylgja í þessu úrvali. — Fjórða stefnan er nefnd sameig- inlegu nafni skilgreinandi heijfcispeki. Hún má heita allsráðandi í engil- saxnesku löndunum, Hollandi, Skandi navíu og Póllandi. Einstakir talsmenn eru að sjálfsögðu einnig í öðrum löndum. Flestir textanna í þessari bók eru sóttir í ýmis rit þessarar skilgreinandi heimspeki.“ G.E Moore og Bertrand Russell eru fremstir í þessu bindi, báðir fæddir laust eftir 1870. Er þeir hófu nám í Cambridge var Hegelíanismi ríkjandi heimspekistefna þar við há- skólann og aðhylltust þeir þá stefnu báðir fyrst í stað. En að áratug liðn- um sagði Moore skilið við Hegelíam- ismann og skömmu síðar fylgdi Russ- ell dæmi hans. Hafa þeir sameigin- lega lagt grundvöll að nýrri aðferð að nálgast heimspekileg viðfangsefni, Cambridgeheimspekinni svonefndu, sem á fyrstu áratugum aldarinnar átti miklu fylgi að fagna í Englandi og utan þess. Tvær greinar eru þarna eftir Moore: Til varnar heilbrigðri skynsemi og Hugtakið innra gildi, en Russell á þrjár greinar í bókinni: Um merkingu, Röklegur atómismi og Rannsókn um merkingu og sannleik. Fáum árum eftir að Moore og Russ ell sögðu skilið við hugsæiheimspek- ina var grundvöllur lagður að Upp- sálaheimspekinni í Svíþjóð, sem að nokkru er hliðstæð Cambridgeheim- spekinni. Og nokkru síðar, eða laust eftir 1920, myndaðist öflug hreyfing gegn hugsæiheimspeki og háspeki á meginlandi Evrópu. Miðstöð þeirrar hreyfingar var í Vín og var þessi heimspekistefna því fyrst nefnd Vín- arhreyfingin, en hefpr síðar verið nefnd Röklega reynsluþekkingin. Hef ur þessi heimspekistefna haft mikil áhrif víða m.a. vegna þess að ýmsir talsmenn stefnunnar neyddust til að flytjast til Englands og Ameríku. Rudolf Carnap er þarna fremstur í flokki. Hann er fæddur 1891, var dósent í Vín en síðar prófessor við Þýzka háskólann í Prag frá 1931. Árið 1936 sá hann sér nauðugan kost að yfirgefa Evrópu af stjórnmálaá- stæðum og síðan hefur hann starfað við bandaríska háskóla, einkum í Chi- cago og Los Angeles. Framan af ævi þótti Carnap vera undir talsverðum áhrifum frá Russe'll og hefur unnið úr ýmsum hugmyndum hans og út- fært þær. Carnap á þrjár greinar í þessu safnriti, einn kafla úr hverri eftirtalinna bóka: Röklegri byggingu heimsins, röklegri setningafræði máls ins og Merkingu og nauðsyn. Oxfordhópurinn nefnast þeir heim- spekingar, sem hæst ber í enskri heimspeki um þessar mundir. Hafa þeim einkum lagt sig eftir rannsókn- um á málnotkun og könnun á ein- stökum blæbrigðum hugtaka. Helztu forvígismenn þessarar hreyfingar hafa verið Gilbert Ryle og J. L. Austin. Gilbert Ryle er prófessor í Oxford, fæddur 1900. Bók hans Sál- arhugtakið, er út kom 1949 hefur haft gífurleg áhrif í heimspekium- ræðum síðustu áratuga. Gagnrýnir hann í þessari bók hugmyndir Des- cartes um sálina og samband sálar og líkama. Telur hann mistök hans einkum í því fó'lgin, að blandað sé saman tveimur hugmyndagreinum, er í eðli sínu séu óskyldar. Viðfangs- efni Oxfordshópsins birtast ágætlega í eftirfarandi orðum Gilbert Ryles: „Margir menn geta talað skynsam- lega með hjálp hugtaka án þess að geta talað skynsamlega um þau, með æfingu hafa þeir komizt að því hvern ig á að nota hugtök, a.m.k. innan vel þekktra marka, en þeir geta ekki gert sér grein fyrir röklegum reglum notkunar þeirra. Þeir líkjast fólki, sem þekkir vegina í sveit sinni en getur ekki komið þeim saman á korti og rakið þá þar og þaðan af síður getur það gert sér grein fyrir veg- um á korti yfir álfuna eða landið, sem sveit þess er í.“ f hópi fulltrúa nýjustu viðfangs- efna heimspeki'legrar umræðu er Char les Leslie Stevenson, prófessor við Michigan háskólann í Bandaríkjun- um. Bók hans, Siðfræði og mál, er út kom 1944, hefur haft mikil áhrif og fleygt fram umræðum um mats- og merkingargildi yrðingar. í kafla úr verkum Stevensons, sem þarna er birtur, fjallar hann um merkingar- hugtakið og sama hugtak þegar það hefur einnig tilfinningarlegt innihald Bókinni lýkur á köflum úr verk- um existantialistanna, Heideggers og Sartres. Eins og í fyrri bindum er gerð góð grein fyrir hverju verki, sem þarna birtist. Gefur bókin eink- ar glögga mynd af því, sem mark- verðast er í heimspeki samtímans. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. jan. 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.