Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 7
í fyrri heimsstyrjöldinni háði 160.000 manna brezkur her harða viðureign við 3.000 Þjóðverja og 11.000 innfædda hermenn undir forystu Paul von Lettow-Vorbelks ofursta í auðnum Austur-Afríku. Bretum tókst aldrei að sigra hinn fámenna her Lettow-Vorbecks. Hann gafst ekki upp fyrr en vopnahléið 1918 neyddi hann til þess. Paul von Lettow-Vorbecks. Fyrri heimsstyrjöldinni lauk í réttu lagi í Afríku, um það bil hálfum mánuði eftir að vopna- hlé komst á í Evrópu 1918. Frá ófriðarbyrjun háði fámenn- ur nýlenduher Þjóðverja og innfæddra hermanna harða við- ureign við fjölmennt brezkt herlið í Þýzku Austur-Afríku, aem nú heitir Tanzanía. Þeir voru að lokum hraktir úr ný- lendunni, en Bretum tókst al- drei að brjóta þá algerlega á bak aftur. Þeir voru aldrei sigraði og gáfust ekki upp fyrr en vopnahléið neyddi þá til þass. Yfirmaður þýzku hersveit- anna var von Lettow-Vorbeck ofursti, og um tíma vtir viður- eignin nokkurs konar einvígi milli .hans og yfirmanns brezka liðsaflans, J.C. Smuts hershöfð- ingja, sem síðar varð tvíveg- is forsætisráðherra Suður-Afr- íku. Bretar höfðu Lettow-Vor- beck í miklum hávegum, þótt hann sé í hópi harðskeyttustu fjandmanna, sem þeir hafa átt í höggi við. Hann var á sínum 'tíma þjóðhetja í Þýzkalandi og gat sér á ýmsan hátt svip- aða frægð og Rommel í síðari heimsstyrjöldinni. Nú er viður- eign hans við Breta í frumskóg um Austur-Afríku að mestu fallin í gleymsku, en hún er á margan hátt forvitnileg, meðal annars í ljósi hinnar miklu þýðingar, sem frumskóga- og skæruhernaður hefur fengið á þeim 50 árum, sem liðin eru siðan henni lauk. Barátta Lettow-Vorbecks var mikið afrek. Hann var einangr- aður frá Þýzkalandi og varð að bjarga sér af eigin ramm- leik án þess að geta gert sér nokkra von um sigur. Tilgang- ur hans var einfaldlega sá, að gerta Bretum eins mikla skrá- veifu og hann gat og neyða þá til að sóa sem mestum tíma og kröftum lengst inni í myrkvið- um Afríku fjarri aðalvígstöðv- unum, þar sem þeirra var meiri þörf. Þetta tókst honum með þrautseigju og hersnilli. Tugir þúsunda hermanna Breta og bandamanna þeirra tóku þátt í baráttunni gegn honum, og þannig kom hann í veg fyrir, að þeir væru sendir til ann- arra vígstöðva (Suður-Afríku- menn sendu til dæmis aðeins eina stórdeild til Frakklands í heimsstyrj öldinni). „HEIÐUR FÖÐURLANDSINS" Paul von Lettow-Vorbeck er tvímælalaust í röð fremstu skæruliðaforingja sögunnar. Hann fæddist í Saarlouis í Vest- ur-Þýzkalandi 1870, og faðir hans var hershöfðingi. Hann var að ýmsu leyti dæmigerður þýzkur herforingi: samvizku- samur, ósérhlífinn og „trúr keisara og föðurlandi" en að öðru leyti var hann óvenjulegur. Hann braut allar viðurkennd- ar reglur og venjur hernaðar- listarinnar í stríðinu. Þannig er hann einn af fáum hugmynda- ríkum og sjálfstæðum þýzkum herforingjum, sem hafa unnið sér frægð á fjarlægum slóðum. Bretar geta aftur á móti bent á marga slíka, t.d. Kitchener og Wingate. Lettow-Vorbeck tók við stjóm setuliðsins (Schutzt- truppe) í Þýzku Austur-Afr- íku í ársbyrjun 1914, um það bil sjö mánuðum áður en heims styrjöldin hófst. Hann hafði barizt í Kína um aldamótin, þegar „Boxarauppreisnin" geis aði og stórveldi álfunnar sendu her þangað til að brjóta hana á bak aftur, og nokkrum árum síðar í Suðvestur-Afríku, þar sem Þjóðverjar bældu niður uppreisn Hereróa og Hottin- totta af miskunnarlausri grimmd. Hann var aðstoðarfor- ingi von Trotha, yfirmanns þýzka nýlenduhersins, en tók seinna þátt í bardögum, hlaut mikilvæga reynslu í skæruhem aði, kynntist hernaðaraðferðum innfæddra, sem hann dáðist að og fékk mikið álit á her- mennskuhæfileikum Búa þeirra, sem tóku þátt í herferðinni. ★ Atburðirnir í Suðvestur-Afr- íku voru Þjóðverjum í fersku minni, þegar heimsstyrjöldin skall á í ágúst 1914, og land- stjóri Þjóðverja í Austur-Af- ríku, dr. Heinrich Schnee, ótt- aðist, að blökkumenn gerðu uppreisn gegn hvítum mönnum, eins og þeir höfðu gert nokkr- um árum áður. Schnee, sem var um margt óvenjulegur þýzkur nýlenduherra Vegna áhuga á framförum í nýlend- unni, sagði við Lettow-Vorbeck „Álit hvíta mannsins er í veði Ef blökkumenn komast að raun um, að þeir gefca sigrað hvífca manninn í bardögum, fá þeir hugmyndir, sem verða háskaleg ar framtíð allra Evrópumanna i Afríku“. Þess vegna vildl hann koma í veg fyrir, að ný- lendan drægist inn í ófriðinn. Hann hafði jafnvel reynt að fá Breta til að fallast á, að hún yrði lýst „hlutlaust svæði“. Schnee skipaði Lettow-Vor- beck að gera engar árásir á brezkt yfirráðctsvæði heldur hörfa með hersveitir sínar frá strandhéruðum og bæjum. „Þér hljótið að skilja, a'ð ég vil þetta, því að ég er að hugsa um fram- tið og heill nýlendunnar,“ sagði Schnee. Lettow-Vorbeck svar- aði: „Eg er að hugsa um fram- tíð og heill föðurlandsins." Þótt hann gerði sér grein fyrir því frá upphafi, að hann gæti ekki varið yfirráð Þjóðverja yfir nýlendunni til langframa, ef Bretar neyttu aflsmunar og reyndu að leggja hana undir sig, vildi hann berjast gegn of- ureflinu og neyða þá til þass að binda eins fjölmennt herlið í Afríku og framast væri unnt og eins Iengi og hægt væri, svo að þeir gætu sent færri hersveitir, hergögn, vistir og skip til vígstöðvanna í Evrópu en ella. LAND BLÖKKUMANNSINS Hann hafði því skipanir Schnees landstjóra að engu og skipaði hinum þýzku íbúum, sem voru um 5.000 að tölu, að hefja skæruhernað, þótt hann hefði yfir fáum vopnum og litl- um mannafla að ráða. Lið hans var í byrjun skipað aðeins 2.500 innfæddum hermönnum sem gengu undir nafninu Askarar og 260 foringjum, auk 2.100 innfæddra lögreglumanna og varaliðs þýzkra nýlendubúa. Sterkasta vopn Þjóðverja var Lettow-Vorbeck sjálfur. Hon- um tókst að ala upp í her- mörtnum sínum kjark og þrautseigju og fyrirlitningu á dauðanum, og þeir voru reiðu- búnir að færa allt í sölurnar undir hans stjórn. Það var að miklu leyti áhrifum hans að þakka, að sambúð hinna óbreyttu Askara og þýzku yf- irmannanna var með ágætum. Við hermenn sína sagði hann: „Við höfum þegar bundið meira en 10.000 óvinahermenn í Afr- íku. Ef við vinnum fyrstu orr- ustuna, eyðum við ki'öftum óvinarins ennþá meir. Við höf- um betri möguleika en þeir. Við þekkjum frumskóginn, en þeir ekki. Við kunnum að ferð- ast um landið, en þeir ekki. Við berjumst fyrir land okk- ar, en þeir ekki“ Askararnir voru hugdjarfir hermenn, ger- þekktu landið og traust þeirra til Lettow-Vorbecks bar keim af hjátrúakrenndri lotningu. Sjálfur leit hann á þá sem börn og fcaldi, að umgangast yrði þá samkvæmt því. En oft sagði hann: „Hér í Afríku er- um við allir jafningjar," og hann sagði allfcaf „Við Afríku- menn“, þegar hann fcalaði við hermenn sína. Varla var á færi annarra en blökkumanna að berjast í Aust- ur-Afriku. Styrjöldina varð að heyja i hifcabeltisloftslagi, sem hvítum mönnum var óbærilegt. Hitinn var ógurlegur, og berj- ast varð við hitabeltissjúkdóma, sem mosquito-flugur og ótal önnur skorkvikindi breiddu út og fá lyf þeirra tíma gátu unn- ið á. Burðardýr komu að fcak- mörkuðum notum vegna tse-tse -flugunnar, sem leggst á þau, og það þótti gott, ef notast mátti við sömu hesta og múl- dýr í eitt ár samfleytt. Landið er hálent og erfitt yfirferðar, víða stór fljót, sem voru óbrúuð, vegir fáir sem engir. Meirihluti landsins er þakinn runnagróðri, en víða eru stórir og þéttir frumskóg- ar, sem engir rötuðu um nema fílaveiðimenn og svertingjar. Vatn var víða erfitt að fá, og sums staðar voru eyðimerkur, en annars standa rigningar hálfan hluta úr ári, og þá breytist jarðvegurinn i for og leðju eða fen. Stór hluti lands- ins var ókortlagður. RAUFIN f VARNARVEGGNUM Nýlenda Þjóðverja var um- Flokkur burðarmanna. 19. jan. 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.