Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1969, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1969, Side 3
NASA hefur engu síður áhuga á reikistjörnunum í sólkerfi okkar en tunglinu og rannsóknum á þeim ætti að halda áfram þegar að loknum Apolloferðunum. Um þessar mundir eru einmitt tvö mannlaus Marinergeimför á leið til Mars í sendiför um hina rauðu reikistjörnu. Er færi gefst árið 1972 vonast NASA til þess að geta sent tvö stærri Mariner- för á hringbraut um Mars og árið eftir tvö Vikingför. Er geimför þessi eru komin á braut sina um Mars munu simærri för siga niðuir úr þeim á yfirborðið til þess að útvega nýjan fróðleik um eðli og eiginleika hnattarins. Þessi geim- för geta fært okkur helm ráðn- inguna á þeirri áleitnu gátu, hvort líf sé að finna annars staðar í geimnum en á jörðinni. Við vonumst til þess að geta gert nánar athuganir á Venusi og Merkúríusi í framtiðinni og á tíma- bilinu 1976—1978 gefst einstætt færi á því að rannsaka fjórar yztu stjörnur sólkerfisins úr einu geim fari. Því áformi hefur verið gefið nafnið „Ferðin mikla" og er það réttnefni. Júpíter, Satúrnus, Oranus og Neptúnus verða ekki í sömu afstöðu næstu eitt hundrað og áttatíu árin. Rannsóknir hafa leitt í Ijós, að koma mætti geimfari á sveiflu- braut umhverfis Júpíter og nota þannig aðdráttarafl risastjörn- unnar til þess að sveigja braut farsins og auka hraða þess í átt til fjarlægari stjama, líkt og þegar steini er sleppt úr kastslöngu. Hinn aukni hraði mundi þá bæði stytta mjög flugtíma farsins og spara skotkraft, en hann yrði annars gífurlegur, ef senda ætti farið alla leið til þessara yztu reikistjarna. Neptúnus sveimar á rökkur- braut sinni um 4,3 milljarða km frá sólu. Ferð þangað frá jörðinni tæki rúm tíu ár En svo langt er- um við komnir á tæknibrautinni að það ferðalag er raunar kleift. Satúrnus-5 eldflaug gæti komið farinu áleiðis. Erfitt mundi þó reynast að sleppa slysalaust gegnum smástirnabeltið milli jarð arinnar og Júpíters, en handan Júpíters er greiður vegur. Rafhlöð- urnar fengju hleðslusraum frá sól- sellum og gætu séð mæli- og sendi tækjum fyrir orku fyrsta hluta ferð arinnar eða þar til lengra drægi frá sólu og skin hennar dofnaði í fjarska. Síðan mundi kjarnorka þurfa að koma til sögu á síðasta hluta ferðarinnar. Orka til send- inga og sambands þyrfti ekki að verða eins miikil og nú er í þess- um Mariner rannsóknaförum á Mars. í þess stað mætti nota öflugri móttökutæki til þess að ná hinum veikari merkjasendingum. Geimfarið yrði að vera gífurlega vandað að öllum frágangi, því að mæli- og rannsóknatæki þess yrðu að grandskoða hverja reiki- stjörnuna á fætur annarri með all- löngu millibili. Upplýsingar þær um fjarlæga sambýlinga okkar í sólkerfinu, sem við öfluðum okkur með þessari langferð ættu að margborga kostnaðinn. Þar, sem tunglinu og reikistjörn unum sleppir hefur NASA í enn fleiru að snúast. Næsta áratuginn munum við fást enn frekar við rannsóknastöðvar á hringbraut um jörðu, í þeim tilgangi að afla frekari fróðleiks til mannaðra geimferða, víkka vísindastörf á jörðu niðri sem og í geimnum og endurbæta geimtæknina. Nú þegar er uppi áform (Apollo framhaldsáætlun NASA) um það að breyta efra þrepi Satúrnuseld- Dr. Wernher von Braun: stofu sinni í Huntsville. f laugar í mannaða rainnsókna- stöð, sem yrði þannig forveri stórrar geimstöðvar. Hinum 280 rúmmetra eldsneytisgeymi þessa eldflaugarþreps yrði skotið á braut umhverfis jörðu og hann út- búinn sem bækistöð, þar sem geimfarar gerðu tilraunir sínar og Kennedy forseti ræðir við von Braun um g'eimferðaáæ ilunina 1961. athuganir í tuttugu og átta og fimmtíu og sex daga geimferð- um. Fimmtíu og sex daga ferð er ráðgerð árið 1972. Eitthvert þýð- ingarmesta atriði þeirrar ferðar verður að tengja stóran sólkíki geimstöðinni og verður hann hafður til beinna athugana á sól- inni. Á seinni hluta áttunda áratugs aldarinnar vonast NASA-menn til þess að geta skotið miklu stærri geimstöðvum á braut um jörðu. Yrðu það jafnvandlega útbúnar rannsóknastofur og kostur væri á. Ein hugmyndin snýst um það, að Satúrnus-5 eldflaugar flytji nokkur geimför, sem hvert um sig verða ellefu metrar í þvermál, á braut um jörðu og verði förin tengd þar og myndi þannig geim- stöð, sem gæti orðið allt að tvö hundruð metrar á lengd. Áhöfn þessarar stóru stöðvar yrði e.t.v. fimmtíu manns. Rekstur slíkrar stöðvar krefðist þess, að flytja yrði menn, tæki og birgðir milli stöðvarinnar og jarðar með vissu .millibili. Til þessa þyrfti mun ódýrara flutningakerfi og NASA rannsakar nú nokkrar efnilegar hugmyndir þar að lútandi. Svo lengi, sem við notum skotflaugar aðeins einu sinni og leyfum hafinu siðan að gleypa þær verður flutningskostnaður hár. Ein leið til þess að lækka kostnaðinn við flutninga á hring- braut er sú að smíða flutninga- tæki, sem fljúga mætti bæði fram og til baka og nota um óákveð- inn tíma. Þá mætti t. d. nota stór- an eldsneytisgeymi á leið á hring- braut, en honum yrði síðan sleppt, er farkosturinn sneri aftur til jarðar. Þetta er raunar alls ekki ólíkt aðferð þeirri, sem nú þegar er höfð við vissar flugvélateg- undir. I stórri geimstöð yrði rann- sóknastofa fyrir stjörnufræðinga, en þeir leita nú ákaft svara við gátum um ástand og sögu al- heimsins, uppruna og starfsemi sólarinnar og sólkerfisins og líf utan jarðarinnar. Til þess að geta leyst þessar gátur verða þeir að rannsaka sólina, reikistjörnur hennar, aðrar stjörnur og fyrir- bæri himingeimsins með því að taka á móti og skrá allar hugsan- legar bylgjulengdir rafbylgjurófs- ins. Til all'ra'r ham'in'gju fyrir jarð- lífið, en tjóns fyrir vísindin stöðv- ar gufuhvolf jarðar þessa geislun að mestu leyti. Á síðastliðnu ári fengu stjarn- fræðingar í fyrsta sinn að horfa langtimum á himingeiminn í gegn- um skráargat ofan gufuhvolfsins. Þarna var um að ræða mannlaust far á hringbraut um jörðu, eins konar „hringbrautarstjörnustöð". Stjarnfræðingar létu mikið yfir árangrinum af rannsóknum þessa fars og nú hefuir a'nnað sams konar far sent frá sér upplýsingar, sem vakið hafa stjarnfræðingunum enn frekari furðu og heilabrot. Einnig má nú búast við, að við verðum að skipta nokkuð um skoðun á himingeimn- um. Uppgötvað hefur verið óvænt og afar sterkt útfjólublátt Ijós í ýmsum gömlum vetrarbrautum, en á hinn bóginn fannst ekki eins sterkt útfjólublátt Ijós í öðrum vetrarbrautum og spáð hafði ver- ið. Einnig kom í Ijós, að sumar stjörnur voru nokkrum sinnum yfirborðsheitairi en sól'in okikaT. Vöknuðu þá þegar upp spurning- ar um huganlegt líf í sólkerfum þessara stjarna. Einnig varð vart við „kvasa"- stjörnu nær miðju nálægrar vetr- arbrautar, en áður höfðu margir talið þessa nýfundnu orkugjafa liggja i útjaðri himingeimsins. Fyrir fjölda ára síðan leiddu rannsóknir á sólinni til uppgötvunar kjarn- orkunnar. Ef við gætum ráðið gát- urnar um þessar „kvasa"- og plús stjörnur, sem gefa frá sér svo gífurlegt Ijós og orku, uppgötvuð- um við kannski algerlega nýja orkulind, okkur til afnota. Við höldum rannsóknum okkar á himingeimnum áfram og stjarn- fræðingar leita stöðugt svara við fleiri spurningum. Sléttan hefur löngum þótt frjósamt ræktarland. En svo hún gæfi meira af sér, hafa sífellt verið teknar upp nýj- ar aðferðir í landbúnaðinum, svo sem áveita, gróðurtegundaskipti og endurbætur akuryrkutækja. Framtíðaruppskera geimvís- indanna mun krefjast meira erfiðis en áður var vegna þess, að það er begar búið að hirða stærstu demantana. En með geimferðunum hafa stjarnfræðing- ar fengið nýjan stökkpall, þar sem þeir geta nýtt ný áhöld og nýjar aðferðir. Noti þeir þennan stökk- pall á hringbraut um jörðu, til þess að halda áfram fróðleiksleit- inni um himingeiminn, munum við enn uppskera mikinn ávöxt um ókomna tíma. Með því að snúa tækjum sínum fremur til jarðar en frá henni geta geimstöðvarnar sagt okkur heil- mikið um auðlindir jarðarinnar. Ljósmyndi'rnar frá Gemimi- og Apollo-förunum hafa vakið mikla furðu fyrir skýrleik og ýtt mjög við vísindamönnum á sviði jarð-, ræktar-, skóg-, vatna- og haf- fræði. Með hjálp Ijósmynda og ýmissa áhalda, svo sem innrauðra leitar- tækja má finna sjúkdóma í skóg- um og smærri gróðri, neðanjarð- arvatnsbirgðir, olíu og málma. Einnig má finna fisk eftir upplýs- ingum mælitækja þessara um sjávarhita, salt- og svifmagn víðs vegar um heim. Síðan má leið- rétta og endurbæta landa- og sjó- kort, og fylgjast með og koma í veg fyrir hina þrálátu iðju að .lauma alls kyns iðnaðarúrgangi í ár og vötn. Svo má mæla regn og snjókomu, svo að frekar megi hafa hemil á vatnsmagni stöðu- og uppistöðuvatna svo og á flóð- um. Það mé ennfremur mæla frjó- semi jarðvegs og spá fyrir um uppskeru, til þess að samræma megi betur framboð og eftirspurn og koma í veg fyrir hungursneyð.; í geimstöðvum þessum geta einnig orðið rannsóknastofur, þar sem jafnt yrðu gerðar grundvallar- og framhaldsrannsóknir á ýmsum sviðum vísinda, svo sem líffræði, eðlisfræði og efnarannsókna.; Þyngdarleysi og lofttæmi bjóða upp á aðstæður, sem ekki er unnt að endurskapa hér á jörðu niðri. Sú starfsemi, sem ég hefi nefnt hér að framon er nú sumpart hafin i mannlausum geimförum og gervitunglum, en samt sem áður ætti maðurinn að geta fengið verð ugt hlutverk í rannsóknum þess- um í framtíðinni. Enn sem komið er. er miklu dýrara að senda mann út í geiminn en mælitæki á hringbraut. En kostnaðurinn mun vaxa jafnóðum og flóknari tækja verður þörf. Og þegar ódýrari flutningaleiðir koma til sögunnar, verður jafnframt ódýrara að senda rnenn út í geiminn. Sá tími þarf ekki að vera mjög langt undan, að æskilegra verði að nota Frh. á bls. 21. Málmskjölduriim, sem skilinn verður eftir á tunglinu. A honum stendur: „Hér stigu menn frá reikistjömunni Jörðinni fyrst fæti á tunglið í júlí árið 1969. Við komum í friði fyrir hönd alls mannkyns.“ HERE MEN FROM THE PLANET EARTH F.IRST ,SET 'FÖOT UPON THE MOON JULY 1969, A. D. WE CAME IN PEACE FOR ALL MANKIND MicHÁn cdru.Hs ASÚONÁui ' t <XLÍ~\ ÍJOWIN t{ AlÓl'lN. )K ASTÍONAUt . * *)CM.AÍ0 niVom KM^DINTTUNrÚ^jVf^Ó^A^tÍi^/ 16. júJ/í 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.